Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 26
284 FRE YR hrossaeign manna á hverju sölusvæði samkv. síðasta skattframtali, eftir því sem við verður komið. V. KAFLI Um sölu mjólkur og mjólkurafurða. 18. grein. Framleiðsluráð ákveður skipun mjólkursölusvæða. Að jafnaði markar sú að- staða mjólkursölusvæði, að hægt sé að selja daglega til kaupstaða eða kauptúna inn- an mjólkursölusvæðisins óskemmda mjólk af öllu svæðinu, annaðhvort frá ein- staklingum eða viðurkenndum mjólkurbúum, sem starfa á því mjólkursölusvæði. Nú getur sveit eða hérað ekki flutt mjólk daglega til sölustaðar, og er fram- leiðsluráði þó engu að síður heimilt, ef svæði þetta hentar sérstaklega til mjólkur- framleiðslu eða ef þar er sérstök þörf á aukningu mjólkurframleiðslu, að færa þær byggðir undir það mjólkursölusvæði, er bezt hentar vegna samgangna og annarrar aðstöðu, enda sé þá jafnframt tekið tillit til þess, hvar mjólkurinnar er mest þörf. Við skiptingu i mjólkursölusvæði skal framleiðsluráð enn fremur taka tillit til þess, hvar einstaklingar eða mjólkurbú hafa selt neyzlumjólk sína. Óheimilt er öllum mjólkurframleiðendum að selja rnjólk eða rjóma og nýtt skyr (ófryst) utan þess mjólkursölusvæðis, sem þeir eru búsettir á, nema með leyfi framleiðsluráðs. 19. grein. Framleiðendur sölumjólkur á hverju mjólkursölusvæði velja sér stjórn, er hefur á hendi stjórn mjólkurmálanna, þar á meðal mjólkursöluna á því sölusvæði. Hún annast enn fremur innheimtu verðmiðlunargjalds af neyzlumjólk og afhendingu þess til framleiðsluráðs. Þar, sem starfandi eru fleiri en eitt mjólkurbú, sem viður- kennd eru af ríkisstjórninni og hafa á hendi daglega sölu á mjólk og rjóma til neyt- enda, skulu þau hafa sameiginlega yfirstjórn, er nefnist samsölustjórn. Þau kjósa á aðalfundi mjólkurbúanna fulltrúa á sameiginlegan fulltrúafund fyrir mjólkur- sölusvæðið, sem svo kýs stjórn samsölunnar á því svæði. Nú er ekkert mjólkurbú starfandi á mjólkursölusvæði, og getur þá framleiðslu- ráð hlutazt til um og fyrirskipað, að bændur þeir, er mjólk selja í kaupstað eða kaup- lún innan þess svæðis, myndi með sér félagsskap og kjósi stjórn, er sjái um mjólkur- söluna og annað, er hana snertir. 20. grein. Á mjólkursölusvæðum, þar sem starfandi er samsölustjórn samkv. 19. gr., skal greiða sérstakt gjald af allri neyzlumjólk og rjóma, sem samsalan selur frá mjólkur- búunum, félögum eða einstökum mönnum á svæðinu. Gjald þetta nefnist verðjöfn- unargjald mjólkursvæða og ákveðst fyrirfram af stjórn hlutaðeigandi mjólkursam- sölu, og má breyta því eftir því, sem þurfa þykir. Tekjuafgangur mjólkursamsölu skal renna í verðjöfnunarsjóð hlutaðeigandi mjóllcursölusvæðis eftir að nauðsynlegar afskriftir hafa farið fram og aðrar greiðsl- ur, er stjórn samsölunnar telur nauðsynlegt að inna af hendi, enda hafi það þá áhrif á ákvörðun verðjöfnunargjaldsins. Verðjöfnunargjaldið skal vera til verðuppbótar á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu á viðurkenndum mjólkurbúum, sem starfa á mjólkursölusvæðinu. Verð- jöfnun innan hvers mjólkursölusvæðis skal jafnan miðuð við það, eftir því sem við verður komið, að allir mjólkurframleiðendur á mjólkursölusvæðinu fái sama verð fyrir mjólk sína komna á sölustað. Þeir, sem ekki senda mjóllc sína á sölustað, heldur í mjólkurbú til vinnslu, skulu því fá þeim mun minna verð fyrir mjólk sína, er svarar til flutningskostnaðar hennar frá því búi til sölustaðar, enda sé þá flutn- ingskostnaður vinnsluvaranna til sölustaðar innifalinn í stöðvargjaldi búsins. Flutn-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.