Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 31

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 31
FREYR 289 Minnísvarðar afhjúpaðir Þriðjudaginn 5. ág. s.l. fór fram í Gróðr- arstöðinni á Akureyri afhjúpun minn- isvarða tveggja merkismanna, þeirra Páls Briem amtmanns og Sigurðctr Sigurðssonar búnaðarmálastjóra. Fimmti ágúst er af- mælisdagur Sigurðar heitins og mun það hafa ráðið vali dagsins til þessarar minn- ingarathafnar. Klukkan 2 e. h. voru flestir gestir mættir og söínuðust saman norðan við íbúðarhús Rf. Nl. í Gróðrarstöðinni, þar sem stytta Páls Briem hefir verið reist. Veður var blítt og fagurt og hávaxin lauf- tré, er stóðu umhverfis á alla vegu. minntu í þögn og hátíðleik á árangurinn af starfi hinna látnu þjóðskörunga. Framkvæmdastj. Rf. Nl. Ólafur Jónsson, bauð gesti velkomna og lýsti tilhögun þess, er fram skyldi fara. Því næst tók til máls Steindór Steindórsson menntaskólakennari og minntist helztu æfiatriða Páls Briem og starfsemi hans í þágu búnaðarmála og annarra atvinnu- og menningarmála þjóðarinnar. Minntist hann meðal annars á hina gagnmerku ritgerð hans, er birtist í I. ársriti Rf. Nl. Lýsir sú ritgerö brenn- andi áhuga hans á ræktunarmálum, bjartsýni hans og bjargfastri trú á fram- tíð lands og lýðs, ásamt skarpskyggni hans og raunhyggju við skipulagningu og fram- kvæmdir mála. — Að lokinni ræðu Stein- dórs afhjúpaði dóttir amtmanns, frú Þór- hildur Lindal minnisvarðann, en sonur hans, Kristinn Briem, kaupm. flutti þakk- arorð af hálfu aðstandenda og rifjaði upp endurminningar um áhuga föður síns á landbúnaðarmálum, og sér í lagi umhyggju hans fyrir starfsemi Rf. Nl. Theodór Lin- dal hæstarréttarlögmaður flutti kveðju frá ekkju amtmanns. Annar þáttur athafnarinnar fór fram

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.