Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Síða 14

Freyr - 01.09.1947, Síða 14
m fREYR sjá. Þarna höfðu verið gerðar eftirlíking- ar af staðháttum úti í sjálfri náttúrunni, þar sem rebbi býr í holu sinni og dregur fugla og annan feng heim til yrðlinganna og þarna voru æðarkollur á hreiðrum, og foss og lækur táknað með litum mitt í fögru landslagi. Hlunnindin: Refaskinn, selskinn, æðardúnn og lax og silungur, voru þarna til sýnis, eða frá magni þeirra var skýrt með tölum og táknum. Hlunnindi hafa löngum verið góð tekju- lind ýmissa jarða hér á landi, en rányrkja á þessum sviðum hefir víða rýrt þau mjög svo, að kostir þeirra hafa minnkað. Nú er hafin viðleitni til þess að efla þau á ný. Deild Sambands ísl. samvinnufélaga. Hluti af sjálfri aðalsýningunni var út- búinn og kostaður að öliu af Sambandi ísl. samvinnufélaga. Lét það reisa skála einn mikinn í sambandi við aðalskálann og kom þar fyrir ýmsum þáttum frá starf- Ferhyrndi lirúturinn á sýningunni var þar til gamans. semi sinni, bæði því er varðar bein við- skipti, sýnishorn þeirra vara, sem Sam- bandið útvegar bændum og svo heilar deildir frá iðnfyrirtækjum þeim, sem Sambandið rekur. Má þá fyrst telja vélar þær og verkfæri af ýmsu tagi, sem Sambandið útvegar, allt frá minnstu handverkfærum til stærstu dráttarvéla og bifreiða. Þá var sýning klæðaverksmiðjunnar Gefjunnar, dúkar og band, ásamt vörum er saumastofa Gefjunnar framleiðir. Er þessi iðja svo fullkomin orðin, að hver sem er getur verið þekktur fyrir að ganga í fatnaði úr Gefjunar-kambgarni saum- uðum á saumastofu Gefjunnar. Mikil þröng var um vefstólinn sem þarna var í gangi. Þá hafði verksmiðjan Iðunn skinnavör- ur sínar til sýnis. Skór og hanzkar, og ým- islegt annað, sem unnið er úr íslenzku eða útlendu hráefni, virðist eins fullkom- ið og það, sem flutt er til landsins frá út- löndum. Af sýningum þessum er það ljóst — eða ætti að vera að minnsta kosti — að hér á landi eru framleiddar vörur, sem nota ber innanlands og engin ástæða er til að flytja inn frá útlöndum. Markmiðið þarf bara að vera að efla þennan iðnað svo, að þörfum þjóðarinnar verði fullnægt. Þess má því geta í þessu sambandi, að undirbúningur er nú hafinn um stækk- un klæðaverksmiðjunnar og aukna fjöl- breytni í starfsemi hennar á næstunni. Það er freistandi að gera mál þetta miklu lengra, því að í rauninni er sára- lítið sagt, með framanskráðum línum, um það er sýningin hafði að bjóða. — En sem á er drepið verður vonandi um hana skrif- uð sérstök bók, er geymi röð atburða og

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.