Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Síða 32

Freyr - 01.09.1947, Síða 32
290 FREYR sunnann við íbúðarhúsið við styttu Sig- urðar Sigurðssonar. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri tók fyrstur til máls, og lýsti þar að nokkru æfiatriðum Sigurðar, hinu margbrotna og stórvirka starfi hans íyrir landbúnaðinn og brennandi áhuga hans fyrir því að klæða landið. Minntist hann einnig á samstarf hinna merku brautryðjenda til stórra átaka, svo sem um stofnun Rf. Nl. o. fl. Einnig þakkaði hann Sigurði aðal-forustuna um stofnun Skógræktarfélags íslands, hinna fyrstu landssamtaka um skógræktarmálin. Er Hákon hafði lokið ræðu sinni, gekk fram dóttir Sigurðar, Helga, forstöðukona Hús- mæðrakennaraskólans, og afhjúpaði stytt- una. Flutti hún því næst þakkir þeirra systkina og annarra aðstandenda. Þá sagði hún meðal annars frá fyrstu endur- minningum sínum, er hún var í bernsku með föður sínum í Gróðrarstöðinni á Ak- ureyri og Hólum í Hjaltadal. Báru endur- minningarnar vott um alúð hans og um- hyggju fyrir hinum uppvaxandi gróðri og hugkvæmni við uppeldisstörfin. Af hálfu Rf. Nl. talaði Stefán Stefánsson bóndi á Svalbarði. Hafði hann haft per- sónuleg kynni af þeim báðum, Páli og Sigurði og minntist þeirra með þökk og virðingu. Lúðrasveit Akureyrar lék öðru hvoru ættjarðarsöngva. Stytturnar eru gerðar af Ríkarði Jóns- syni myndhöggvara. Eru það brjóstmyndir úr málmi, er standa á gljáfægðum stein- stöplum. Rf.Nl. og Akureyrarbær kostuðu syttu Páls, en stytta Sigurðar er gerð fyrir samskotafé frá einstaklingum og félögum víðs vegar um landið. Viðeigandi hefði verið, að bændur lands- ins, a. m. k. úr Norðlendingafjórðungi, hefðu fjölmennt í Gróðrarstöðina á Ak- ureyri þennan dag, en þeir munu hafa gildar afsakanir. Nú standa minnisvarðar þessara merku manna á þeim stað, sem þeim var báð- um kær, í umhverfi, sem gefur börnum framtíðarinnar til kynna hvernig þeim, sem trúa á land ð getur orðið að trú sinni. Á. D. Annadagar Það er sólskinsmorgun um miðjan júlí. Bóndinn glaðvaknaður snarazt í fötin gengur út og gáir til veðurs. í dag verður þurrkur. — Sláttur er hafinn fyrir rúmri viku. Nokkuð af heyi hefir náðst upp hálf- þurrt í smásæti, að öðru leyti er heyið allt í flekkjum. Bóndinn gengur í bæinn og skolar kverkarnir áður en hann geng- ur til mjalta. Um leið og hann fer, kallar hann til konunnar sem stendur við elda- vélina og glæðir eldinn undir katlinum. — Það er rétt að þú vekir drenginn áður en þú kemur út og biðjir hann að skreppa eftir hestunum. — Síðan tekur hann mj ólkurföturnar og gengur til fjóss; eftir drykklanga stund kemur kerran sömu leið og mjólkin freyðir í fötunum undan mjúkum handtökum. Eftir tæpa klukkustund er mjöltun lokið og mjólkin borin í kælinn, kýrnar leystar og sjö ára telpuangi töltir á eftir þeim út í hagan og danglar í þær með snæris- spotta. Þegar bóndinn kemur í bæinn, bíður hans kaffið rjúkandi í bollanum. Dreng- urinn kemur inn og spyr: „Hvað á að gjöra við hestana?" „Leggðu á þá aktygin, og komdu svo svo inn og fáðu eitthvað í svanginn". Drengurinn hleypur út, en á meðan hann

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.