Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 16
274 FREYR Við skoðun bygginga, sem voru 30—50 ára, kom það í ljós, að vissir hlutar þeirra voru stundum ónýtir, þótt aðrir væru með öllu óskemmdir. Þannig voru þök sumstaðar ónýt og þurfti aðeins að endurnýja þau, og annað ekki, ef veggir voru stæðilegir. Öðru máli var að gegna þar sem veggir voru ónýtir. Þar varð að rífa til grunna, og byggja upp á rústunum alveg nýja byggingu. Því er það talið mikils vert að gera veggina vel úr garði og um fram allt að búa þá þannig út, að þeir þoli áhrif frosta og vætu. Áhrif rakans voru sérstaklega áberandi í fjós- um, sökum loftrakans, er gufar upp af skepnunum, úr flórnum, vatnsílátum og votu fóðri. Ef ekki er séð fyrir loftræstingu, á vatns- gufan eiginlega enga útrásarleið nema þegar opnuð er glufa einhversstaðar. Er þá fjósloftið mettað með gufu, og það sem ekki rúmast í því þéttist á veggjum og þaki og rennur stundum niður í stríðum straumum eins og lækir. Þetta kallast raki. En rakinn berst líka inn í þak og veggi, myndar þar sagga, og ef hann frýs þar þá þenst vatnið út og sprengir frá sér. Þess vegna þarf að búa svo um, að vatnið fari ekki inn í veggina. Loftstraumurinn úr fjósinu á ekki að fara út í gegnum vegg- inn heldur í gegnum stromp á mæni húss- ins. Hitagjafinn í fjósinu — búféð — hitar andrúmsloftið, og til þess að hitastigið sé hæfilegt verður að takmarka innstreymi lofts, sem er kaldara en fjósloftið. Því þarf að búa svo um veggina að þeir séu hlýir — það þarf að einangra þá vandlega. Hitinn, sem myndast í fjósinu, tapast á ýmsa vegu, en það þarf að vera á valdi eigandans, að útstreymi hitans úr pen- ingshúsinu sé leitt um ákveðinn veg, helzt sem mest út um strompinn og sem minnst aðrar leiðir. Við rannsóknir á venjulegum fjósum kom það í ljós, að hitinn tapaðist þannig: Hitatap % 30—40 30—40 15—30 5—10 1— 5 Þessar tölur eru fundnar þar, sem fjósin voru annað hvort ekki — eða illa — loft- ræst. Það sem vakið hefir sérstaklega mikla eftirtekt er hitatapið í gegnum gólf- ið. Það reyndizt miklu meira en menn höfðu álitið og hefir síðan gefið tilefni til þess, að nú er bændum ráðlagt að vanda einangrun gólfanna meðfram útveggjun- um, því að þar læðist hitinn út. Við einangrunina þarf auðvitað að gæta þess, að kostnaður verði ekki óhóflega mikill, samanborið við gildi hennar, en einangrun er nauðsynleg, bæði í undirstöð- um útveggja og meðfram veggjunum. Svíar hafa, síðan þeir staðfestu hita- tapið að þessum leiðum, mælt með því, að steypa góða einangrunarplötu í undir- stöðuna innanverða, og nái hún að minnsta kosti y2 m niður fyrir gólf. Gott er einnig að fylla gjalli eða brenndu grjóti innan- vert að veggjunum. Vegna þess, að of dýrt mundi að einangra allt gólfið, verður venjulega að láta þetta nægja og svo hið sjálfsagðasta, sem er einangrun básanna, sennilega bezt á þann hátt að hafa ein- angrunarlagið ofan á steypu, t. d. trégólf, eða annað er betur kann að reynast. Hvað sem einangrunarefnið annars heitir, er það nauðsynlegt að búa skepnunum góð bæli. Áframhaldandi rannsóknir, varðandi einangrun básanna, hafa verið í gangi, í gegnum gólf .......... — loft (þak) .... — veggi ........ — glugga........ — dyr ..........

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.