Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 37

Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 37
FREYR 295 um, þegar verið var að heyvinnu í 10 vikur, og var helmingur heyfengs þá úthey. Véla- vinna á sléttum túnum léttir störfin og aðstoð véla gerir það mögulegt að ljúka heyskap á langtum skemmri tíma en gerð- izt, þegar hjakkað var með orfi og ljá úti um kargþýfða móa. Vélarnar, hinn ágæti grasvöxtur, og svo hin hagstæða veðrátta norðan lands og austan, allar þessar aðstæður hafa lagst á eitt til þess að skapa bændum á þessum slóðum góða eftirtekju á þessu sumri. Öðru máli gegnir með feng fiskimanna úti fyrir Norðurlandi. Þar hefir stærri floti verið að veiðum en nokkru sinni fyrr, en síldin hefir verið treg og aflabrögð fremur rýr svo að sýnt þýkir, að gjaldeyrisskortur muni framundan, því að síldarafurðir eru mjög eftirsóttar á heimsmarkaði og höfðu menn gert sér vonir um, að þær mundu skapa þjóðinni góðan gjaldeyrisforða; en þetta fer nokkuð á annan veg. Þótt afli sé minni en reiknað hafði verið með, mun þó verða svo fyrir séð, að síldarmjöl til fóðurs innanlands verður tryggt hjá verk- smiðjunum, og með lögum um verzlun með fóðurvörur, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, á að vera svo um búið, að aðeins verði fyrsta flokks síldarmjöl á markaði innanlands. Framvegis ætlast löggjöfin til þess að svo verði, og bændur verða sjálfir einnig að halda vörð um þetta atriði. ★ Úr Eyjafirði er skrifað, að þar séu byggingafram- kvæmdir allmiklar vítt um sveitir. Eink- um eru það peningshús, sem reist eru, enda er þess ekki vanþörf, því að á stríðs- árunum hafa ekki verið tök á því að byggja svo neinu nemi. Er af framkvæmdum þessum ljóst hvert stefnir í búskaparháttum, því að þau hús, sem reist eru, eru fyrst og fremst fjós. Eru athafnir þessar allmiklum erfiðleikum bundnar, því að trésmiðir eða aðrir lærðir byggingarnenn fást ekki hvað sem í boði er. í öðru lagi vantar með öllu efni í hús- þök, og veit enginn hvort úr þeim skorti verður bætt með haustinu. Efni í þök var pantað á miðjum síðastliðnum vetri, en kaupfélögin fá enga vitneskju um hvenær pantanir þeirra verða afgreiddar. Mælt hefir verið, að um hálfs árs afgreiðslufrest sé að ræða. Þakjárn er sagt að hvergi muni fáanlegt, en báruasbest mun fáanlegt á heimsmarkaði og bárualmuminium mun einnig vera orðin markaðsvara sem efni í þök. ★ Af Vestfjörðum eru þær fréttir sagðar, að þar hafi gras- vöxtur verið ágætur og heyskapur yfirleitt gengið vel, þótt úrkomur hafi verið nokkr- ar og stundum all-miklar. Þykir auðsætt að á þessu svæði muni í lengstu lög verða haldið í sauðfjárstofninn, bæði af því að sauðfé gefur yfirleitt góðar nytjar um Vestfjörðu og svo virðist það vera þjóðar- nauðsyn, að sauðfjárræktinni sé haldið í góðu horfi um þessar slóðir, því að sauð- fjárpestirnar hafa sneitt hjá þessu svæði, og fjárstofn, sem hvorki er smitaður né grunaður, þykir gott og nauðsynlegt að fá hér og flytja þangað, sem fjárskipti fara fram. Fyrrum var kveðið um frálag sauða á Hornströndum, að þar væru síður þver- handar þykkar og „tíðum mörinn tveir fjórðungar". Landgæði á Hornströndum eru eigi lakari en áður var, en iandgæðin hindra ekki að fólk flýr nú þaðan í marg- mennið. Eru Hornstrandir að fara í eyði. Þar hefir löngum verið gott til bjargar, og svo er ennþá, en það eitt nægir ekki nútímanum.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.