Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 Fréttir DV Jón Frímann Jónsson Ákeerður fyrir að brjótast inn I tölvukerfi framhalds■ skólans síns. Ofsafengin áfengisvíma Einn maður fékk að gista fangageymslur lög- reglunnar á ísafirði um síð- astliðna helgi. Samkvæmt dagbókarfærslu á vefsíðu lögreglunnar var maðurinn handtekinn upp úr mið- nætti aðfaranætur sunnu- dagsins í miðbæ ísafjarðar. Maðurinn var mikið ölvað- ur og lét ófriðlega. Hann var auk þess talinn líklegur til að vinna sjálfum sér og öðrum tjón. Lögreglan lét hann því næst lausan þegar honum hafði runnið „áfengisvíman og ofsinn". Deilt um kaup á flugfélagi Mál norska kaupsýslu- mannsins Anders K.Sa- ethers gegn Arngrími Jó- hannssyni flugstjóra var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Saether segir Arngrím hafa svikist um að efna kaupsamning á félagi sem Norðmaðurinn á og rekur gamlar sýninga- flugvélar. Saether krefst 94 milljóna króna af Arngrími sem fyrir sitt leyti telur að enginn bindandi samning- ur um kaupin hafi verið kominn á. Kennir Saether Magnúsi Þorsteinssyni, sem keypti hluta Amgríms í Atlanta, um að viðskiptin fóru út um þúfur. Jóhann ekki Jón Tekið skal fram að í frétt DV á laugardag var rang- lega sagt að Stefán Jón Hafstein hefði í Vel- ferðarráði Reykjavíkur lagt fram til- lögu um að staða forsjár- lausra feðra yrði könnuð. Hið rétta er að það var Stef- án Jóhann Stefánsson sem lagði tillöguna fr am og var hún samþykkt. Stefán Jón Hafstein situr ekki í velferð- arráðinu. Fyrsti íslenski hakkarinn sem dreginn er fyrir dóm er 75% öryrki vegna þroskatruflunar. Framhaldsskóli Norðurlands vestra kærði nemandann Jón Frí- mann Jónsson fyrir að tengjast tölvukerfi skólans með lykilorði kerfisstjórans. Dæmdur fyrir fjárdrátt en kveðst saklaus Dóplöggan fyrir Hæstarétt „Aðstoðarskólameistarinn spurði hvort ég hefði komist inn í tölvukerfið. Ég sagði náttúrulega já, því það var dagsatt," sagði Jón Frí- mann Jónsson í gær, eftir að hann var kallaður fyrir dómara. Eftir því sem næst verður komist er Jón Frímann fyrsti íslendingur- inn sem hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á tölvukerfi, ef svo má að orði komast í þessu tilfelli. Handtekinn á skólavistinni Jón Frímann komst inn á tölvu- kerfi framhaldsskólans 16. október 2002 með því að fara inn á C-drifið og opna þar möppu þar sem var öll- um opið textaskjal með lykilorði kerfisstjórans. „Ég fann það þar, ég loggaði inn á mínum aðgangi. Það var þarna inni á möppu. Lykilorðið var R!as921M. Það var ekki dulkóð- að eða neitt slíkt," segir Jón Frí- mann. Kvöldið eftir benti hann aðstoð- arskólameistaranum á hversu auð- velt væri fyrir alþjóð að nálgast lyk- ilorð kerfisstjórans og þar með að sjá viðkvæm gögn skólans. Nokkrum klukkustundum síðar var lögreglan kölluð til. „Lögreglan kom og handtók mig klukkan hálf- tólf um nóttina. Og í gær fór ég fyr- ir dóm í fyrsta skiptið á ævinni. Ég er með hreina sakaskrá og hef ekki einu sinni ekið of hratt." Tölvukerfið hrundi Framhaldsskóli Norðurlands vestra kærði nemandann Jón Frí- mann fyrir að valda því að tölvu- kerfi skólans hrundi í kjölfar þess að hann tengdist með lykilorði kerf- isstjórans. Auk þess er hann ákærð- ur fyrir um 40 kvikmyndir sem lög- reglan fann á geisladiskum í her- bergi hans þegar hún leitaði þar. Hann bætist þar með í hóp 12 tölvunotenda sem voru teknir síð- astliðið haust fyrir að ná sér í kvik- myndir á netinu án leyfis höfundar- rétthafa. Ákæruvaldið bauð Jóni að undirgangast tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi ef hann játaði, en hann neitar sakargiftum. Fyrir dómi í gær lagði fulltrúi sýslu- manns fram útprent af spjallsvæð- inu Málefnin.com þar sem Jón spjallaði í fyrra um ákæruna á hendur sér. Innbrot Ingi Tryggvason, verjandi Jóns Frímanns, segir það ljóst að kerfi skólans hafi verið galopið. „Menn telja það alls ekki útilokað að ein- hver annar hafi gert þetta. Ég þekki nú reyndar engin dæmi þess að menn séu ákærðir fyrir að gera svona nokkuð," segir Ingi. Ekki er enn ljóst hvaða refsingu ákæruvaldið fer að lokum fram á, enda um einstakt mál að ræða hér á „Lögreglan kom og handtók mig klukkan hálftólfum nóttina." landi. „Mér skilst það hafi verið dæmt tvisvar í svona málum í Dan- mörku," segir Veturliði Þór Stefáns- son, fulltrúi ákæruvaldsins. „Það er notað svokallað potscan-forrit, það er eitthvað sem menn nota til að kanna glufur og hvort það séu göt í tölvukerfinu. Þetta er flokkað sem innbrot eða tilraun til innbrots. Niðurstaðan var að kerfið hrundi og sérver skólans var ónothæfur hluta af degi. Bótakrafan er 300 þúsund krónur," segir Veturliði. Aðalmeðferð í málinu fer fram 25. maí, en þá munu sérfróðir menn á sviði tölvutækni skiptast á skoðunum um hvort það sé sannað að Jón Frímann Jónsson eigi sök á því að tölvukerfi framhaldsskólans hrundi en ekki annar. Jón er hættur í skólanum, meðal annars vegna málsins, og starfar það nú eitt að halda úti vefsíðum. jontrausti&dv.is 24 ára gamall maður með Asperger-heilkenni var dreginn fyrir dóm í gær fyrir að fara í óleyfi inn á tölvukerfi Framhaldsskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Yfirvöld vilja dæma hann til minnst tveggja ára skilorðsbundins fangelsis. Hann er einn þriggja nemenda skólans sem grunaðir voru um að fara inn á tölvukerfið, en hinum var sleppt. Rúmena vísað af landi brott Ofsóttur af mafíunni og vísað frá íslandi „Hann var handtek- inn um kvöld og fluttur út morguninn eftir," segir Ragnar Aðalsteinsson, skipaður verjandi Rúm- enans sem fluttur var af landi brott rétt iyrir helgi. Ragnar segir Rúmen- ann hafa verið á flótta undan rúmenskri mafíu en komast und- an til Englands. „Þar höfðu þeir upp á hon- um, ógnuðu lffi hans og misþyrmdu honum." Rúmeninn náði svo að sleppa til íslands þar sem hann sótti um hæli á þessum forsendum. „Hann gerði grein fyrir því hvers vegna hann væri á flótta og einnig að hann væri ekki á sínum eigin passa," segir Ragnar. Rúmeninn mun hafa verið í mikUli andlegri kreppu samkvæmt sálfræð- ingi sem skoðaði hann. „Ég hef nú reyndar ekki séð úrskurðinn en það er líklegt að hann heyri undir Dublinarsamkomulag Evrópusambandsins sem segir honum að leita hælis í Bretlandi," segir Ragnar og bætir við: „Það er greinilegt að lífi hans er stofnað í hættu með því að senda hann aftur út en það skiptir íslensk stjórnvöld engu máli.“ Þrátt fyrir að hafa verið vísað úr landi á Rúmeninn að mæta fyrir sakadóm hér á landi í vikunni. Ragnar Aðalsteinsson Skipaður verjandi Rúmenans segir Rúmenann hafa verið í mikilli andlegri kreppu. Hallur Hilmarsson, fyrr- um yfirmaður í fíkniefria- deild lögreglunnar í Reykja- vik, fer fyrir Hæstarétt í dag. Hallur var vonarstjarna deildarinnar en var dæmdur fyrir að draga sér 900 þúsund krónur af fíkniefnapeningum. Hann fékk níu mánaða Tók lán HallurHilm- arsson lögreglumaður segist hafa tekið lún. fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykja- víkur þar sem sannað þótti að hann hefði dregið sér fé sem var í geymslu lögreglunnar. Hallur var sagður hafa skilað fénu aftur í gagnageymslu Hvað liggur á? lögreglunnar eftir að farið var að ganga á hann að skila fénu til eiganda þeirra. Þeir pen- ingar sem eigandinn fékk voru svo ekki þeir sömu og haldlagðir voru; skipt hafði verið út nýjum seðlum fýrir gamla. Hallur neitaði sök og áfrýjaði því dómnum. Málið vakti mikla athygli þegar það komst upp, þar sem Hall- ur hafði verið í miklum metum inn- an fíkniefnadeildarinnar um nokk- urra ára skeið eins og heyra mátti á framburði tveggja yfirmanna hans fýrir héraðsdómi. Heyrðu, nú liggur á að bíða fæðingu frelsarans. Ég á von á barni íjúnl og það liggur ansi mikið á að gera nokkur herbergi fín. Ég ætla að setja parket og mála annað barnaherbergi og svo svefnherbergið okkar. Svo liggur líka á að pakka saman hljóðfærum eftir helgina, við vorum að spila fyrir Rotarýkiúbb upp í Valsheimili og þar var mikil stemming, þetta er svona það sem liggur mest á hjá mér núna/'segir Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.