Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDACUR 3. MAÍ2005 Fjölskyldan DV / DV á þriðjudögum Það er ekki aíltaf auðvelt að velja ókomnum erfingja nafn enda þarf barnið að bera nafnið alla ævi. Margir eru þó hefðbundnir í nafnagjöf sinni og velja að skíra börn sín eftir föður eða móðir eða annarra náinna ættingja. Margir skíra böm sín „út í loftið“, það er að segja ekki eftir neinum ákveðn- um einstakling. Eflaust velta þvi þó flestir fyrir sér hvað nöfnin þýða. Á heima- síðunni mannanofn.com er að finna lista yfir öll íslensk mannanöfn og merkingu þeirra. Einnig er hægt að fá tölu þeirra einstaklinga sem bera tiltekið nafn. Nýtt nafn Að mörgu þarf að huga þegar barni ergefið nafn. EFYRIR TÍMA- BUNDNA FORELDRA 1« Lærðu að skipuleggja þig Það er ótrúlegt hversu miklum tlma margir eyða í að leita að týndum lyklum, slmanúmer- um eða ákveðnum fatnaði. Notaðu helg- arnartilað skipuleggja vik- una,þaðtekur ekkimikinn tíma en það er ótrúlegt hverju þúgeturfeng- ið áorkað. 2* Losaðu þig við tímaþjóRrm Fylgstu með sjálfri þér i eina viku og skráðuniður ástæður þess að þú notar ekki tímann eins vel og æskilegt væri. Efþú eyðir 10 mínútum I að leita að lyklum á hverjum degi skaltu hengja upp krók við dyrnar og venja þig á að setja hannþar þegar þú kemur inn, ef þú eyðirlöngum tima I afþreyingu til dæmis við sjónvarpið eða á netinu skaltu taka frá sérstakan tíma og virða þau tímamörk - ekki sitja yfir allri sjónvarpsdagskránni heldur skaltu aðeins horfa á uppáhaldsþátt- inn þinn eða fréttir. 3. Skrífaðu minnis- punkta Hafðu alltaflitla minnisblokk við höndina. Efþú manst eftir einhverjum verkefnum sem þarfað vinna, skaltu skrá þau niður. Með þessu spararþú þérmikinn tima sem annars færi íað reyna aðmuna það sem þú áttir að gera og afsaka það sem gleymdist. 4« Hafðu dagatal innan seilingar Skráðu inn alla merkisdaga framundan. 5. Hafðu minnisbtokk við simann Hversu oft hefur það gerst aö þú skrifar mikilvægar upplýsingar á eitthvert papp- Irsnifsi sem þú sérð svo aldrei aftur? 6. Gerðu áætlanirÞað er mjög hent- ugt að ákveða hvaða daga og tíma þú ætlar að nota til að sinna skyldustörfum eins og til að mynda innkaupum og garð- 7« Taktoverkefríifyririskömmtum Efþað er mögulegt að sinna innkaupum og öðrum útréttingum i einni ferð skaltu nýta þér það. Þú getur svo kannski notaö bakaleiðina til að koma við í heimsókn hjá vinkonu eða vini. 8. Kermdu baminuþmu Kenndu barninu þlnu að sinna einföldum heimil- isstörfum eins og að taka til i herberginu sínu og setja i uppþvottavélina. 9. Endurskoðaöu forgangsroiina Það er mjög líklegt aðþú finnir timann sem vantaði upp á við smá endurskoðun og skipulagningu. 10« Ltsefni Komdu öllu öllu því sem þig langar að lesa fyrir innan seilingar. Þannig geturþú teygt þig í fræðandi og skemmtilegt efni án fyrirhafnar. r~ BARNAVORUVERSLUN - GLÆSIBÆ sími 553 3366 - www.oo.is Ungu mennirnir Rökkvi og Magnús eru miklir vinir og efnilegir ballettdansarar. Þeim finnst allt í lagi þótt þeir séu einu strákarnir á æfingum en taka fram að þeim finnist stelpurnar ekkert sætar. Móðir Rökkva segir hann strax hafa fundið sig i dansinum og hann segist sjálfur staðráðinn í að verða frægur baUettdansari. Eldey Álfrún Sævarsdóttir hef- ur æft karate frá þriggja ára aldri. Hún segir íþrótt- ina alls ekki bara fyrir stráka. Það hafi sína kosti að vera stelpa í karate. „Þeir byrjuðu í október í haust en kveikjan að því að þeir fóm í ballett var myndin um Billy Eliot,“ segir Blær Guðmundsdóttir, móðir Rökkva Finnssonar. Rökkvi er átta ára gamall og Blær segir að þegar Rökkvi hafi sýnt áhuga á að fara í ballett, hafi þau tal- að við vinafólk sitt, Ástu Hendriks- dóttur og Finn Magnússon sem eiga son á svipuðu reki, sem heitir Magn- ús. Þeir em miklir vinir, hann og Rökkvi, og Magnús var meira en til í að reyna ballettinn með vini sínum. Ásta er fýrrverandi dansari með íslenska dansflokknum og þekkir ballettinn út og inn. Blær segir Ástu hafa hringt í vinkonu sína, Guð- björgu Arnardóttur sem er með List- dansskóla Hafnarfjarðar og hún hafi boðið þá velkomna í tíma til s£n. „Þeir fiindu sig strax í dansinum og hafa ógurlega gaman af þessu, finnst þetta mjög spennandi. Tvær sýning- ar hafa verið í vetur og það hefur verið ógurlega gaman að fylgjast með þeim tveimur dansa með öllum stelpunum," segir Blær. Rökkvi tekur undir og segir skemmtilegast á sýningum. Á æfing- um dansa þeir og fara í leiki og hon- um finnst allt í lagi þótt það séu bara stelpur með þeim. Þær séu samt ekki neitt sætar. Blær segir aðra vini Rökkva taka dansinum vel, þeir verði stundum hissa og það þurfi þá að útskýra fyr- ir þeim að ballett sé bæði fyrir karla og konur og margir frægir dansarar í heiminum séu karlkyns. „Vin- imir taka dansinum vel og finnst það sjálfsagt að dansi þegar ég hef útskýrt fyr- ir þeim hvað ballett sé,“ Blær. En Rökkvi er ekki bara í ballett. Faðir hans Finnur ætli samt ekki að verða handbolta- kappi, heldur er hann staðráðinn í að vera ffægur ballettdansari og sýna á sýningum. Víst er að þeir Finnssynir eiga ekki langt að sækja keppnisgleðina og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni. Prinsessa í karate Magnússon hjá Saga film er gamall handboltakappi og lék með lands- liðinu í handbolta á sínum tíma. Hann hóf ferilinn með ÍR og þar er Rökkvi í handbolta. Rökkvi sjálfur segir gaman í handbolta en hann „Mér finnst þetta rosagaman," segir Eldey Álfrún Sævarsdóttir upprennandi karatestjarna en þótt hún sé aðeins 5 ára gömul hefur hún æft karate í tvö ár. Eldey er nú að fara keppa í sínu fyrsta móti auk þess sem hún að fara f beltapróf til að ná hinu eftirsótta gula belti og segir móðir hennar hana hlakka mikið til. Margir hafa tengt íþróttina karate við stráksleg slagsmál en slikt segja Eldey og Erna móðir hennar af og frá. Tekur Eldey litla skýrt fram að það sé mjög gott að vera stelpa í þessari íþrótt þar sem þær Eldey Álfrún Segir karate ekki hnm fyrir stráka. séu yfirleitt mikið liðugri en strákar. „Hún byrjaði á þessu þegar hún var þriggja ára og þótti svó gaman að það var ekki aftur snúið," segir Erna og hlær en hún telur að dóttir hennar hafi haft mjög gott af því að læra þessa íþrótt. í henni læri hún aga, einbeitingu og svo auðvitað að verja sig en allt þetta þrennt telur hún gott fyrir börn að kunna. „Ég myndi ekki mæla með því að þriggja ára barn færi að læra einhverja bar- dagaíþrótt en karate er bara allt annað en það og ég hef ekkert nema gott um það að segja." Ungir og keppnisglaðir ballettdansararr in

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.