Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 33
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 33 12tónarmeð Dotshop.se Dotshop.se segja þeir félagar í.l 2 tónum vera framsækið dreifingar- fyrirtæki með aðsetur sitt í Svíþjóð. Það hefurmargar skemmtilegar út- gáfur á sínum snærum og nýlega gerðu 12 Tónarsamning við Dot um dreifmgu á Norðurlöndum. Þá munu 12 tónar dreifa efni Dot hér á landi. Meðal þeirra útgáfufyrirtækja sem Dot sinnir og 12 Tónar koma til með að dreifa nýju efni frá á næstu tveimurvikum eru:Acuarela Discos, Badman, Leaf, Paw Tracks, SYR, Tomlab, Type, Very Friendly, Fire Records og Young God. Meðal fyrstu verka sem verða í boði er Flandwriting eftir Khonnor, sautján ára snilling: Gítarveggirí bland við rafpúlsa og fallegar meló- díur; The Books með LostAnd Safe: Hefðbundin strengjahljóðfæri (selló, gítarar og mandólín), píanó og trommur blandast hljóðsmölum og tölvum á undraverðan hátt á sama tima sem svalur söngurinn svífur ijúft um. Hrikalega töfrandi í alla staði enda hafa gagnrýnendur varla haldið vatni yfir þessari yndislegu plötu. Þá eru væntanlegar frá Xiu Xiu tvær snilldar skífur; Knife Play og Fabulous Muscles en hún var ofar- lega i vali bestu plötu ársins 2004 hjá mörgum tónlistarspámannin- um. Knife Play er eldra verk og fyrsta plata Xiu Xiu hjá Tomlab. Þarfvarla að kynna það fyrir neinum sem fylgist með neðanjarðarrokki. Björk á Menningarverðlaunum DV Heill her af Björk í gær kom út diskur sem Björk safnaði efni til og gefinn er út til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og hefur þegar verið dreift í verslanir hérá landi og víðar um heim. I kjölfar hamfaranna í Aslu ákvað Björk að setja saman safn afútgáfum annarra á lagi sínu, Army ofMe. Það er þvf heill her sem hún kallarsaman og nú nærákall hennar til þín lesandi góður. „Hér er að finna endurhljóðbland- anirsem flæddu inn á vefsíðuna mína fyrir tilstilli skapandi náttúru- afla. Ég beindi svo þessum jákvæðu bylgjum til barna sem liðu þjáning- ar þegar þau urðu fyrir flóðbylgju eyðileggjandi náttúruafla, “ skrifar Björk. Diskurinn hefur að geyma tuttugu lög frá ýmsum löndum og er eitt tillegg héðan með remixi Dr. Gunna. Allur ágóði afsölu rennur til neyð- araðstoðar Barnahjálparinnar um heiminn, þar sem stofnunin aðstoð- ar börn sem hafa lent Ihættu líkt og börnin á hamfarasvæðunum íAsíu. Allir sem að verkefninu koma, frá listamönnunum til framleiðenda gefa vinnu sína. Smekkleysa gefur útdiskinn hér á íslandi. Hægt er að styrkja UNICEF með því að gerast heimsforeldri og bæta þannig líf barna sem líða skort. Hringið í síma 575-1520 eða skráið ykkur á www.unicef.is. Diskinn má kaupa beint frá útgáfufyrirtæki Bjarkar á vefsíðunniwww.onelittleshop.com, og hámarka þannig framlagið til UNICEF. Um þessar mundir er haldið hátíðlegt 50 ára afmæli Kópavogs og af því tilefni verða í Salnum um miðjan mánuð tvennir tónleikar þar sem Jónas Ingimundar- son verður við hljómborðið, en hann var helsti hvatamaður þess að Salurinn var reistur. Jónas sendi frá sér endurminningar í fyrra og fylgdu tveir geisladiskar með leik hans. Sigurður Þór Guðjónsson tekur rit og hljóðrit til skoðunar. Jónas Ingimundarson leikur Beethoven betur en aðrir íslenskir píanóleikarar að mati gagnrýnand- ans. Leíkur hans í konsertinum er sérstaklega heiðríkur en jafnframt fallega ljóðrænn og viðkyæmur. Hann laðar einnig fram þá karl- mennsku og það jafnaðargeð sem Beethoven varðveitti ávallt í tónlist sinni hvað sem öllum skapsveiflum hans leið. Hljómsveitin leikur líka ágætlega. Sónatan er þó jafnvel enn betur spiluð og þar kemur fram bæði ögun og fágun. í hæga kaflanum, sorg- armarsinum fræga, túlkar Jónas sorgina með óvenjulega syngjandi tóni en jafnframt þeirri æðrulausu bjartsýni og lífskrafti sem Beethoven einum var lagið í sorg jafnt sem gleði. Lokakaflinn hefði hins vegar mátt vera leikinn af meira sindrandi snerpu. í heild er flutningur sónöt- unnar mjög í anda Beethovens: út- hugsaður, þéttur, viðkvæmur, hetju- legur og einstaklega mannlegur og djúpur. Bach, Shubert og Brahms Andleg kyrrð og friður einkennir flutninginn á sálmaforleikjum Bachs. Sfðustu píanólög Schuberts, þessi myrka, dularfuUa og óþreyju- fulla tónlist sem er svo átakanlega fögur, eru spiluð af miklu næmi og tilfinningu fyrir sérkennum þessa snillings í hljómum og línum. Söng- urinn í leiknum er yndislegur. En angistarfull ástríðan sem gýs upp öðru hverju í lögunum mætti vera öllu viiltari. Brahmskonsertinn er leikinn af miklum krafti svo hin grandvara tign og alvara sem býr í þessu stórkost- lega og margbrotna verki nýtur sín vel en einnig óvæntur frískleiki sem ekki er oft að heyra þegar menn spila Brahms. Rómantík hæga kafl- ans hljómar til að mynda allt öðruvfsi en venjulega. Ekkert er þar þunglamalegt og ábúðarmikið held- ur frísklegt en samt glitrandi og inni- legt. Rífandi gangur er svo á lokakaflanum. Hjómsveitarleikur- inn er yfirleitt mjúkur og mildur en ofurlítill óhreinleiki gægist fram í lúðrabæstri. Minningar Bókin sjálf er mjög læsileg og oft bráðskemmtileg. Skrásetjari heldur sér smekklega til hlés en lætur sögu- mann tala. Jónasi er lagið að segja frá tilviljanakenndum smáatvikum Á vængjum söngsins sem Gylfi Gröndal hefur skráð eftir frásögn Jónasar Ingi- mundarsonar pianóleikara. Tveir geisla- diskar fylgja: Þrir sálmaforleikir eftir Bach, pianókonsert nr. 3 og sónata op. 26 eftir Beet- hoven, þrjú pianólög eftir Schubert og píanókonsert nr. 1 eftir Brahms. Sinfóníuhljómsveit íslands und- ir stjórn Páls P. Pálssonar og Thomas Baldner (Brahms). JPV-útgáfa 2004 Verð: 4980 kr. Tónlist/ Bókmenntir þannig að þær verða eins og spegil- mynd af mannlífinu sem er svo óút- reiknanlegt og leyndardómsfullt. Lýsing hans á bernsku sinni er skýr um ytri atburði og ýmsar persónur og listilega kemur firam hve leið hans að tónlistinni var óvenjuleg. Hann hefði allt eins getað orðið fiskmats- maður. Námsferillinn er ágætlega dreg- inn fram og brugðið upp ljóslif- andi myndum af kennurum og frægum tónlistarmönnum sem Jónas heyrði leika á tónleikum og ýmsar merkilegar athugasemdir um tónlist koma þar fram. Hins vegar dofnar frásögnin nokkuð í heild þegar segir frá afrekum Jónasar eftir námsárin þótt þar séu einnig ágætir sprettir. Og verulega fróðlegur er sá hluti. Mótunarþættir Jónas birtist sem gríðarlega orku- mikill maður sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og það er eflaust svo. En er það ekki bara hálfur maður- inn? Hann tæpir á ósamlyndi foreldra sinna og segir að það hafi verið sér „næstum óbærilegt“. Ekkert nánar er þó um þá óbærilegu angist. Einnig er drepið á þá sorg og gleði sem Jónas telur hafa mótað lista- mennseðli sitt í bernsku og komi fram í leik hans. Ekki er sagt nánar frá þessari mótun og reyndar ber lít- ið á sorg í bókinni. Lítillega er vikið að alvarlegum veikindum. Hvernig er það annars fyrir mann sem aldrei hefur orðið misdægurt að veikjast af hættuleg- um sjúkdómi? Það hlýtur að vera mikið söguefni er gæti varpað ljósi á mannlegt hlutskipti á óvissri h'fstíð. Ýjað er að skorti á sjálfstrausti en ekki farið nánar út í það. Átakalaust líf Ekki er heldur að sjá að Jónas hafi nokkru sinni átt í neins konar átök- um við umhverfi sitt, ekki einhveiju ómerkilegu þrasi, heldur þroskandi glímu við það sem óhjákvæmilega fylgir mannlegum samskiptum og listinni þegar um afburðamenn er að ræða. Allt virðst slétt og fellt í þessum efnum. Það er ekki sannfær- andi um mann eins og Jónas. Þá er furðu htið rætt um glímu hans sjálfs við hst sina en frábær póstur er um söngvara. Gaman hefði einmitt verið að ffæðast meira um viðhorf Jónasar til þeirra tón- skálda sem hann hefur mest leikið því lýsingar hans á túlkun ýmissa píanóleikara búa yfir miklu innsæi og næmi. Hann hefði til dæmis sjálf- ur átt að fjalla um tónverkin sem eru á diskunum. Dulinn innri maður Sýn bókarinnar er óneitanlega nokkuð þröng. Hún fer varla út fyrir tónlistina. Lítið sem ekkert er vikið að almennum málum, svo sem stjórnmálum eða lífsviðhorfum. Undir lokin játar sögumaður trú sína á guð en lætur þó annan tala fyrir sig að mestu leyti. Það er nokk- uð dæmigert um það hvað Jónas dylur vandlega það sem er merki- legast um hvern einstakling; innri maður hans, hugsanir og tilfinning- ar. Þegar um er að ræða mann af gerð Jónasar skiptir sá innri maður meira máh en ýtarlegar lýsingar á ytra hstferh þótt slíkar frásagnir séu góðra gjalda verðar. Jónas segist reyndar eiga „margt ósagt" og gefið er í skyn að hugsanlega verði seinna frá því greint. Við skulum vona að svo verði og þetta sé því aðeins góð- ur forleikur að öðru og meira. SigurðurÞór Guðjónsson Þekktur þýskur myndlistarmaður í samstarfi við Kling & Bang á Listahátíð Bokkaskapur í íslensku landslagi Hinn þekkti þýski myndlistar- maður John Bock hefur dvalið hér á landi í tíu daga við tökur á nýjustu mynd sinni sem verður kölluð Skip- holt. Er hún öll tekin á íslandi. Myndin verður fnrmsýnd á opnun- ardegi Listahátíðar í Reykjavík þann 14. maí en þá verður einnig opnuð sýning á verkum þessa þekkta hsta- manns í Kling & Bang á Laugavegi 23. Eftir sýninguna hér á landi, verð- ur samstarfsverkefnið sýnt á Feneyj- arbíenalnum og fer þaðan á fleiri sýningarstaði erlendis. Þátttaka Kling & Bang er með óvenjulegum hætti því aðstandend- ur gallerísins leika í myndinni og vinna hana og verkin í samvinnu við hstamanninn. Tökur fóru fram vítt og breytt mn landið, iim í íshelh, upp á jöklum, út á sjó og yfir hraun og sanda. Myndin lýsir tímalausu ferðalagi manns sem er í senn vís- indamaður, listamaður og land- könnuðm. Þýski myndlistarmaðurinn John Bock býr í Berhri. Verkum hans er einfaldlega ekki hægt að lýsa né flokka með fag- og fræðiorðum samtímalistar, þar sem list hans er fýrir utan hefðbundna fagmfræði og handan hugtaka sem venjulega eru notuð í málskrúði þeirra sem um myndhst fjalla. í verkum hans teng- ist gjömingur við skúlptúr, innsetn- ingar við ljósmyndir, skriftir við leik- hús og vídeó við ú'sku og skapar þannig þverfaglegan hræring sem virðist aldrei fúhgerðm og verðm aðeins skynjaðm í augnablik áðm en hann umbreytist enn og aftm í eitthvað allt annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.