Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 Síðast en ekki síst IW Hrifsaði tölvu af stelpu um hábjartan dag Róbert Wayne Love, ungur Reyk- víkingur, þarf að mæta fyrir dóm vegna tveggja mála sem höfðuð voru gegn honum, annars vegar af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík og hins vegar af Oh'uverslun íslands. Róbert mætti í Fjölbrautaskólann i Breið- holti um hábjartan dag og hrifsaði tölvu af ungri stúlku sem var nem- andi í skólanum. Hann tók tölvuna og sló eign sinni á hana en stúlkan hafði verið með honum í LlLII grunnskóla og vissi þvl hver hann var. Hún fékk þó nýja tölvu út úr tryggingunum. í hinu málinu gerir Oh'uverslun íslands kröfu um að hann greiði félaginu 2.034 krónur. Róbert kom í bensínafgreiðslustöð Olís að Álf- heimum í október á síðasta ári og dældi bensíni fyrir fyrrgreinda upp- hæð. Því næst settist hann inn í bíl- inn og ók á brott án þess að greiða fyrir. Róbert er ekki ókunnur héraðs- dómi því gefin var út handtökuskipun á hend- ur honum í september á síðasta ári þar sem hann sagðist hafa sofið yfir sig þegar þingfesta átti mál sem hann var ákærður í. í því máli lamdi hann ungan dreng í höfuðið á menningarnótt með brot- inni glerflösku. Róbert Wayne Love Hrifsaði tölvu af ungri stúlku um hábjartan dag og stal benslni fyr- ir tvöþúsund kall. Rétta myndin Skyggnist á bak við tjöldin f Hæstarétti. „Það er alveg rosalega gaman að fylgjast með henni Gunnhildi i sjónvarpinu, “ seg- ir Hildur Halldóra Karlsdáttir, móðir Gunnhildar Helgu Gunnarsdóttur þátta- stjórnanda á Skjá einum.„Hún nýtursin mjög vel i þessu hlutverki að mínu mati. Gunnhildur hefur lika alltafverið partí- stelpa, mikið lifl kringum hana. Hún á mjög auðvelt með samskipti svo þetta starfer alveg kjörið fyrir hana. Ég á reyndar eftir að hitta Árna, kærastann hennar, en ég hef bara heyrt góöa hluti um hann. Skilst að þar sé á ferð góður drengur." Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir stjórnar stefnumótaþættinum Djúpu lauglnni sem sýnd er á Skjá einum á föstudagskvöldum. Hún varð sjálf fyrir þvf láni á dögunum að hefja ástarsamband. §elma mátar taið í dag A eftlr að sklla skattasl' Selma Björnsdóttir sem syngja mun lagið If I had your love fyrir okkar hönd í Eurovision heldur úti bloggsíðu þar sem hún segir fféttir af undirbúningnum. Nýjasta færsla hennar fjaliar um búningamátun en á síðunni segir hún meðal annars: „Fyrsta búningamátun seinni part- inn á morgun. Ég hlakka mikið til!! Svavar ædar að prufa hárgreiðslur í þessari viku líka þannig að þetta er ailt að smella saman. Nú eru bara 10 dagar þangað til við leggjum í hann til Kænugarðs þannig að þessi vika verður mjög annasöm. Við tókum 3 daga pásu um helgina á æfingum. Það var komin dálítil þreyta í okkur stelpurnar eftir mjög stífar æfingar þannig að við ákváðum að hvíla okkur vel um helgina. Ég lék reyndar tvær sýningar af Ávaxtakörfunni í dag og er frekar úrvinda eftir það.“ Það er því greinilega nóg að gera hjá stjörnunni sem við treystum öil á að standi fyrir sínu. Almennt virðist fólk vera ánægt með lagið sem kosið var það besta á bar í London um daginn. Þá var Selma einmitt stödd á japönskum veitingastað í borginni og ædaði að kíkja á barinn. Þegar komið var á staðinn var hins vegar búið að loka og því skellti hún sér bara á næsta bar og slappaði af. Selma horfði líka á Norðurlanda- spekingana ræða um lagið sitt í sjónvarpinu. „...Ég brosti í hring þegar í ljós kom hvað þau eru ánægð með lagið. Það er gott og gaman þó að maður hafi ekki hugmynd um hvernig öllum þessum miiljónum i Evrópu á efdr að líka lagið. Þessi vika fer í að klára öll smáatriði sem hafa setíð á hakanum, svona eins og til dæmis að skila skattaskýrslunni sinni og svona, he he he. Ekki það skemmtilegasta sem ég geri og þess vegna fæ ég alltaf frestunaráráttu þegar kemur að þessu einu sinni á ári. Gaman að þvf,“ segir Selma að lok- um. Selma Björnsdóttir Ætlar að máta Eurovison-dressið I dag. Frá þvlað hún tókþátt 1999 hafa allir sem sungið hafa fyrir okkur klæðsthvltu. Páll Bergþórsson spáir góðu gróðursumri og fremur hlýju veðri Lóðrétt: 1 kvendýr, 2 óvirða,3 rólegar,4 sálu- hjálp, 5 skjól, 6 spil, 9 lán, 11 hjúkri, 16 látbragð, 17 snjó, 19 gljúfur, 20 blóm. Hvað veist þú um Lindu P. 1. Hvenær er Linda Péturs- dóttir fædd? 2. Hvaðan er Linda? 3. Hvenær varð Linda al- heimsfegurðardrottning? 4. Hvað heitír heilsufyrir- tækið sem kennt er við Lindu? 5. í hvaða mánuði á Linda von á sínu fyrsta barni? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? Lárétt: 1 áflog, 4 hvatn- ing,7 mola,8 hestur, 10 snemma, 12 dans, 13 ökumann, 14 hyski, 15 forfeður, 16 skorðað, 18 haf,21 kvabbi,22 bjart- ur, 23 lyktar. Lausn á krossgátu S9J 03 j!ð 61 'æus z i 'sej 91 '!u>|j| u '»|>|n| 6 'ejl 9 'Jba S'jgaejdigfg y'je;?|jjX>| £'euis z'>l!i GíiðJePI suj|! £3'Jæ>|s zi'!Qneu iz'i\6æs\. 'jsej 9L 'JB^ SI 'jjjjed y I '|i>ja £ i '|æj zL 'B|J? 0L 'J?l>l 8 'ef|Xuj / 'joal) p'>|snj 1 jjajeg Það verður fallegt í görðunum í sumar „Ég hef ekki mikla möguleika á að segja fyrir um veðrið í sumar nema hvað það er allt saman heldur hlýindalegra en venjulega," segir Páll Bergþórsson, fyrr- verandi veðurstofustjóri. „En ég get sagt að það eru miklar lflcur á að það verði mikiil gróður í sumar." Sem endranær byggir Páll spá sína um gróðurfar væntanlegs sumars á því hvernig veturinn var. „Það skiptir svo miklu máli hvernig jörðin kemur undan vetrinum. Hvort það hafi verið mikið frost í jörðu eða ekki. Ef frost er mikið og langvarandi þá drepur það svo mikið af rótunum í grasinum og spillir líka fyrir trjánum og eiginlega öllum gróðri. Nema þeim sem er sáð á vorin," segir hann. Páll bendir á að í vetur sem leið hafi verið hlýtt, eins og undanfarin þrjú ár. „Kannski var ekki alveg eins hlýtt núna síðasta vetur og veturna þar á und- an en samt þó nokkuð yfir hlýindameð- altalinu 1930 til 1960. Þannig að það eru góðar horfur og það verður fallegt í görð- unum," segir Páll en tekur þó fram að vera kunni að skordýr látí til sín taka. „Það er jafnvel hættara við slflcu en um það get ég ekkert sagt." Að sögn Páls er enginn sem gefur út veðurspá til eins sumars þó að til séu spár sem gerðar séu einn mánuð fram í tímann. „Þó get ég sagt að það er hlýr sjór norður undan og það bendir til þess að sumarið verði heldur í hlýrra lagi en hltt." Framúrskarandi hjá Þorgerði Katrlnu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að heilla þjóöina upp úr skónum og slá sjálf- um foringjanum, Davíð Oddssyni, við í vinsældum. 1. Húnfæddist 27. desember 1969.2. Vopnafiröi. 3. Hún var krýnd 17. nóvember árið 1988. 4. Baðhús Lindu. 5. (ágúst næstkomandi mi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.