Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ2005 Sport DV Jose Mourinho hefur sagt aö það séu tveir leikmenn sem fari ávallt fyrst á leikskýrslu hans. Annar sé fyrirliðinn John Terry en hinn sé franski miðjumaðurinn Claude Makelele. Terry, ásamt Frank Lampard, hafa óumdeilanlega fengið mestan heiðurinn af velgengni Chelsea í ár en spekingar eru sam- mála um að Makelele sé einn helsti lykillinn að uppgangi Chelsea á síðustu árum. Alfredo Di Stefano, dáðasti leikmaður Real Madrid fyrr og síðar, greindi frá því í nýlegu viðtali að alltaf þegar hann sæki kirkju biðji hann fyrir heilsu eins leik- manns í liði Real. Þegar Real var upp á sitt allra besta fyrir þremur árum snerust bæn- irnar um einn mann. Hann var ekki Zinedi- ne Zidane, ekki Luis Figo og ekki Ronaldo, allt bestu knatt- spyrnuheims heims á síð- ustu árum, heldur var sá maður Claude Makelele. því að spila við hlið Makelele. „Hann fór til Chelsea í september 2003 og Lampard átti sitt besta tímabil á ferlinum. Tilviljun? Heldur betur ekki. Lampard hefur skorað grimmt síðustu tvö ár og það er eingöngu vegna þess að hann getur leyft sér að fara framar á völlinn með mann eins og Makelele fyrir aftan Og það er kannski ekki að ástæðulausu sem Di Stefano bað guð á hverjum degi að Makelele myndi ekki meiðast. Eftir að hinn 32 ára gamli leikmaður var seldur til Chelsea fyrir tveimur árum hefur leik- ur Real ekki verið samur. Fabio Capello, þjálfari Juventus, lét hafa eftir sér nýlega að hann teldi Makelele vera eina leik- mann Chelsea sem Mourinho geti alls ekki verið án. Hann sé hnútur- inn sem bindi saman vöm og miðju og meðan hann sé inn á vellinum verði sá hnútur líklega ekki leystur. Mourinho sjálfur er ekki ósammála Capello og segir hann Makelele vera vanmetnasta leikmanninn í Englandi. Hann er vinnuvél Steve McManaman, fyrrum leik- maður Real og samherji Makelele, segir að franski „stubburinn" hafi verið nánast ósýnilegur fýrir stuðn- Claude Makelele Br sárt saknað af stuðningsmönnum Real Madrid DV-myndir Getty-lmages I íngs- mönnum Real. „Við leik- mennirnir gerð- um okkur fýllilega grein fyrir mikilvægi hans í liðinu, en vegna þess að hann skoraði ekki 20 mörk, gat ekki sólað sex menn í einu eða gefið stórkost- legar fyrirgjafir, þá fékk hann aldrei það hrós sem hann átti skilið," segir McManaman. Hann segir Frank Lamard njóta góðs af „Ég sá skilti á vellinum sem sögðu: „Fernando, komdu aftur."Ég reyndi að hugsa ekkert um það, spila bara minn leik og vonast til að það myndi leiða tilþess að ég yrði samþykktur." sig. Hann er eins og vinnuvél og það er ekki til sá leikmað- ur sem erfiðara er að komast ffamhjá. Ég man eftir því á Iæfingum að menn komust yfirleitt ekki ffamhjá honum, ekki einu sinni menn eins og Zidane," segir McManaman og bætir við að hlutverk Makelele sé það mikil- vægasta í Uðinu. „Hans hlutverk er að brjóta upp spil andstæðinganna og eng- inn gerir það betur en hann í bolt- anum í dag,“ segir McManaman. Vanþakklæti forráðamanna Real Madrid varð til þess að Makalele var í raun hrakinn frá fé- laginu, og telja margir að það hafa einhver verið mestu mistök í sögu Real. Makalele var einn af launa- — lægstu leikmönnum liðsins, með skitin 14 þúsund pund á viku, og sumarið 2003 sá Makelele sér ekki annað fært en að fara í verkfall. Hann neitaði að spila nema að hann fengi launahækkun - eitt- hvað sem forráðamenn Real voru ekki tilbúnir að veita honum. Þegar risatilboð kom frá Chelsea þurftu ráðamenn Real ekki lengi að hugsa sig um - Makelele fór til Chelsea fyr- ir tæpa tvo milljarða króna, sem virt- ist í fyrstu vera fáránlega há upphæð fyrir 30 ára gamlan leikmann. Ekki auðvelt hjá Real Kaupin áttu hins vegar eftir að reynast einhver þau bestu af þeim fjölmörgu sem Chelsea hefur Igert á síðustu tveimur árum. Makelele átti erfitt uppdráttar í London í fyrstu vegna tungu- málaerfiðleika en hefur síðan blómstrað. Hann kveðst ekki sjá eftir því að hafa farið ffá Real. „Ég tók þá ákvörð- un að fara til Chel- sea vegna fjár- hagslegrar framtíðar minnar. Ég er ekki egóisti en ég var ekki höndlaður á jafiiréttisgrundvelli við aðra leikmenn Real. Því varð ég að gera eitthvað," sagði Makelele þegar hann var spurður um ástæður verk- fallsins. Spurður um hvort hann hafi fundið fyrir pressu eftir að hafa ver- ið keyptur fyrir svo mikinn pening sagði Makelele að svo hefði vissu- lega verið en að hún hefði verið lítil til samanburðar við þá pressu sem sem var á honum þegar hann fór frá Celta Vigo til Real á sínum tíma. „Þá var ég fenginn til að leysa af Femando Redondo, leikmann sem stuðningsmenn elskuðu. Ég sá skilti á vellinum sem sögðu: „Fernando, komdu aftur." Ég reyndi að hugsa ekkert um það, spila bara minn leik og vonast til að það myndi leiða til þess að ég yrði samþykktur," segir Makelele. Kaldhæðni örlaganna er sú að það var ekki fyrr en eftir að Makelele var farinn frá Real sem að hann varð viðurkenndur af stuðningsmönnum liðsins. Enn þann dag í dag sjást með reglulegu milhbili skilti og borðar á Bemabeu-vellinum í Ma- dríd sem segja: „Claude, komdu aft- ur." En Makelele er ekki á leið til baka. Hann vill vera hjá Chelsea út ferilinn og segir hann liðið í dag vera við það að ná styrkleika þess Uðs sem hann var hluti af hjá Real á sín- um tíma. „Tímabilið 2001 þegar við unn- um deildina fannst mér við ósigr- andi. Við héldum boltanum ótrúlega vel innan liðsins og á köflum fannst mér eins og við gætum ekki misst boltann. Við vorum svo samstilltir að það var eins og við leikmennimir hefðum þekkt hvorn annan frá barnæsku. Ég held að við hefðum getað fundið hvorn annan í fæturna með bundið fyrir augun. Chelsea- liðið sem ég er hluti af í dag fer að nálgast þennan mælikvarða. Gefið okkur 1-2 ár í viðbót," segir Makel- ele. vignir@dv.is 4-3-3 Peter Cech Ceremi John Terry Richardo Carvalho • • • Damien Duff Claude Makalele Frank Lampard Eiður Smári Guðjol Didier Drogba B888S LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ CHE Sigurður Sveinsson spáir í annan leik ÍBV og Hauka í kvöld IBV vinnur nokkuð örugglega ÍBV tekur á móti Haukum í úr- slitum DHL-deildarinnar í hand- knattleik karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Haukar leiða einvígið en lið- ið vann fyrsta leikinn, 31-30. Þrjá sigurleiki þarf til að landa íslands- meistaratitlinum og er lykilatriði fyrir Eyjamenn að vinna leikinn í kvöld. DV fékk Sigurð Sveinsson, íþróttaspeking og fyrrum landsliðs- mann, til að spá í viðureign kvölds- ins. „Eyjamenn vinna þennan leik á heimavelli nokkuð örugglega, það er engin spurning," sagði Sigurður sem taldi fremur eðlilegt að Haukar hafi unnið fyrsta leikinn sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði. „Ég spái því að rimman endi í hreinum úrslitaleik á Ásvöllum og þá er það bara spurningin hvorir eru í betra formi. Þetta verða alla vega heima- sigrar fram að því en svo er það titilhungrið sem ræður úrslitum í síðasta leiknum og í þeim leik gæti hæglega brugðið til beggja vona." Að mati Sigurðar var fyrsti leik- urinn ekkert allt of vel leikinn. „Hins vegar var mikil barátta í boði og markverðirnir góðir. Haukar verða að stoppa Tite Kalandadze sem er svakalegur lurkur og ótrú- legt að hann skuli vera að spila á klakanum. Hann á eftir að vera þeim erfiður í komandi leikjum." „Það er ótrúlegt að lurkurinn Tite skuli spila á klakanum Sigurði finnst Haukarnir búa yfir meiri breidd innan sinna vé- banda. „Þar er að finna menn á borð við Ásgeir örn Hallgrímsson og Halldór Ingólfsson. Haukar geta boðið upp á töluvert fjölbreyttari sóknarleik en Eyjamenn en það má ekki gleyma að það er mikill stíg- andi í liði Eyjamanna og geysileg barátta í Eyjum. Ég vona að Páll [Ólafsson, þjálfari Hauka] vinur minn vinni þetta en ég hef lúmskan grun um að það gæti reynst erfitt hjá honum." Sigurður fullyrti að þeir leik- menn Hauka sem samið hafa við erlend lið vilji klára tímabilið með stæl. „Haukarnir eru með menn sem munu segja skilið við liðið í vor og þeir vilja að sjálfsögðu enda með titli," sagði Sigurður Sveinsson. Barátta Óblíðar viötökur frá þeim Ásgeiri Erni Hallgrlmssyni og Þóri Ólafssyni f fyrstu úrslitaviðureign Hauka og ÍBVþarsem Hafnfirðingar unnu naumán sigur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.