Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 37
DV Lífið 3.MAÍ2005 37 Árið 2002 komu sextán íslenskar rappplötur út. Talað var um að íslenska hip-hopsprengjan hefði fallið. En hvað gerðist svo? Hvert fór íslenska rapp- bylgjan? XXX Rottweilerhundar geltu hæst, komust hratt upp á yfirborðið og drógu alla hina með sér. Bandið sigraði í Músiktilraunum árið 2000 og kom með fyrstu plötuna um haustið 2001, klassíska plötu sem sló í gegn og seldist vel. Erpur Blazroca og félagar urðu fyrstu og einu stjörn- ur íslenska rappsins og tóku popp- stjörnupakkann á þetta eins og hægt er að sjá á DVD-inu þeirra. Ári síðar kom önnur platan, „Þú skuldar", sem gekk ágætlega, en ekki jafn vel og sú fyrsta. Platan virðist hafa verið svanasöngur grúppunnar, þótt hljómsveitir hætti svo sem aldrei eins og dæmin sanna. Erpur fékk nóg af fylliríisrokklífinu, beilaði til Kúbu, þaðan í nám til Svíþjóðar en birtist í fyrra með félaga sínum Unn- ari á plötu með Hæstu hendinni. Erpur er í margmiðlunarskóla og ædar svo að fylgja kærustunni sinni í nám til Kína um næstu áramót. Hann segir samt að Hæsta hendin ætli að gera meira, m.a. henda út nokkrum myndböndum í sumar. Hinn aðal- Rottweilerinn var rapp- arinn Ágúst Bent sem massaði sig upp og gerði plötu með rappar- anum 7Berg. Þeir stefiia á að koma með aðra plötu á þessu ári. Pródúser Rottweiler var Lúlli sem flutti til Nor- egs og dj-inn Gummó er nú með Dáðadrengjum. Sesar í Barcelona Bróðir Erps, Eyjólfur „Sesar A“ Eyvindarson, hvarf í kvikmyndanám til Barcelona skömmu eftir að hann gaf út aðra plötuna sína, hina memaðarfullu „Gerðu það sjálfur", sem bauð m.a. upp á Skapta Ólafsson og Diddú. í Barcelona hefur Eyjólfur nú verið í tvö ár en er að útskrifast um þessar mundir. Hann hefur sinnt rappinu meðfram námi, m.a. starfað með 20 manna alþjóðlegu krúi sem hefur aðsetur í miðborg Barcelona. Sesar A stefnir á að halda áfram í tónlist- inni meðffam kvikmyndagerð. Móri í bárujárnið Rapparinn Móri vakti gífurlega athygli með fyrstu plötunni sinni og var talað um hann sem fyrsta ís- lenska glæparapparann. Lög eins og „Atvinnukrimmi" og „Sírenur væla‘‘ þóttu slá nýjan tón en sjálfur lét rapparinn ekki sjá á sér andlitið fyrstu misserin enda viðfangsefnin viðkvæm. Móri stóð í fylkingar- brjósti þeirra sem vildu opna um- ræðuna um lögleiðingu kannabiss. Móri talaði líka um að fylgja plöt- unni eftir með nýrri og hann ætlaði að hjálpa ungum böndum með því að taka þau upp og gefa út á Grænir fingur-merkinu sínu. Ein plata kom út með O.N.E., dúói þeirra Opee og Etemal, en svo hvarf Móri af landinu og dvelur nú í Danmörku. Hann vinnur nú í fjölskyldufyrirtækinu við að selja bámjárn á dönsk húsþök. Hann hefur þó látið þau orð falla spjallþráðum að hann komi með nýja plötu á árinu. Flæmdir úr stúdíóinu Forgotten Lores gerði plöt- una „Týndi hlekkurinn" 2003 og kom fram með læfbandi á Airwaves í fyrra og þótti rosa- leg. Hljómsveitin hefur verið í smá pásu enda Baldvin að klára stúdentinn frá Ármúla og Addi að nema upptökutækni í Amsterdam. Strákarnir vom fældir úr gamla stúdíóinu sínu vegna kvartana nágranna en hafa nú komið sér fyrir á nýj- um stað og ætla að gera plötu í sumar. Skyttur gera sólóplötur Skytturnar komu Akureyri á hip- hopkortið með plötunni „Illgresið" árið 2003. Strákamir spiluðu svo fyr- ir 5000 manns þegar þeir hituðu upp fyrir Sugababes í Laugardalshöll Dóri DNA Kem- urnálægt Drama og stelpum og tjillil sumar'. síðasta sumar. Hljómsveitin er kom- in í pásu í augnablikinu en þrír með- limir verða með sólóplötur í ár. Fyrstur er Sigurður eða Sadjei, eins og hann kýs að kalla sig, sem kemur með plötuna „Activity" í byrjun júní. Heimir og Atli (aka Aess) koma svo með sínar plötur í haust. Allar plöt- urnar koma út á vegum útgáfufyrir- tækis Skyttnanna, Tímasóun. í haust ætla svo þeir þrír meðlimir Skyttn- anna sem ennþá búa fyrir norðan að flytja í bæinn svo grundvöllur mun skapast fyrir frekara samstarfi. Aftur í grasrótina íslenska hip-hopið er á lífi, en það er að mestu komið niður í gras- rótina aftur. Viðmælendur DV vom helst á því að sú mikla athygli sem íslenska rappið fékk fyrir tveim, þrem ámm hafi verið slæm, eða eins og Dóri DNA orðaði það: „Þá vildu allir gefa út hip-hop, nú vill enginn géfa það út.“ Hann segist þó vissu- lega sakna „Rímnamíns-tímanna", eins og hann kallar það. Dóri, marg- faldur íslandsmeistari í rappi sem sleit barnsskónum í Bæjarins bestu, verður annars með tvær plötur í sumar. Sú fyrri er með NBC-krúinu, sem Stjáni og Palli em í auk hans. Þeir vom áður í Afkvæmum guð- anna, sem gaf út athyglisverða plötu rappárið mikla, „Dæmisögur“. Þriðja afkvæmið, Elvar, er hins vegar að mestu hættur rappi og nemur nú í Kvikmyndaskóla fslands. Plata NBC heitir „Drama“ og kemur í byrj- un sumars. í lok sumars er svo von á plötunni „Stelpur og tjill" sem Dóri gerir með Daníel Deluxe. Platan fjallar að sögn um „brenglaðan hug- arheim menntaskólastráka". Nokkr- ar aðrar rappplötur eru væntanlegar í ár: Ramses kemur með plötuna „Virtu það" og HHÞ (Hin Heilaga Þrenning), sem samanstendur af röppurunum Talandi Tungu & Helga Evilmind ásamt taktsmiðnum Blazematic, stefna á plötu. Svo bæt- ist eflaust eitthvað meira við þennan lista. h Móri Ur hassi íbárujárn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.