Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 3 í um 40 ár hefur fjöldinn allur af tónlistarfólki og hljóm- sveitum haldið tónleika á sviðinu í Laugardalshöll. Þeir sem hafa spilað á þessu sviði eru meðal annars: Beach Boys, KORN, Van Morrison, Led Zeppelin, Clash, Deep Purple, Foo Fighters, Muse, A-Ha, Leonard Cohen og svona mætti halda endalaust áfiram. Núna er verið að taka Höllina í gegn svo um munar og verð- ur hún lokuð í allt sumar vegna breytinganna. Framkvæmda- stjóri Laugardalshallar, Jónas Kristinsson, segir framkvæmd- irnar ganga prýðilega. „Þetta svið er búið að þjóna sínum tilgangi í 40 ár en er vissulega barn síns tíma. Til þess að gera það sem glæsilegast þarf að rífa upphaflegu myndina og byggja upp á nýtt. Ég er mjög glaður með þetta allt saman og þetta verður vonandi til- búið fyrir 1. september en þá eru bókaðir tónleikar í húsinu," segir Jónas. Spurning dagsins Er Spaugstofan ennþá fyndin? Mamma segir að húnséfyndin „Já, er það ekki bara. Ég hefnú reyndar ekki séð hana mjög lengi en mamma segir það." Helga Braga Jónsdóttir leikkona. „Ja, þetta er nú bara fyndin sþurning. Já, á köflum getur hún verið það.“ Bryndís Ás- mundsdóttir leikkona. „Já, mér finnst þeir eiga góða spretti." Margrét Eir Hjartardóttir söngkona. „Þeir eru kannski ekki það ferskasta í dag en sam- kvæmt áhorf- inu eru þeir greinilega það sem Islending- um finnst fyndnast." Erpur Eyvindarson rappari. „Ég horfi nú eigintega aldrei á hana en Pálmi Gestsson er samt minn maður. Hann er fyndnastur sem Heiðar snyrtir." Anna Gunndís Guðmunds- dóttir athafnakona. Spaugstofan hefur átt sínar hæðir og lægðir í þau fjölmörgu ár sem hún hefur verið send út á besta tíma í sjónvarpinu. Ljóst er að ferillinn er glæstur en kannski komið að endastöð. Sjást ekki fyrir Orðatitækið að sjást ekki fyrir merk- ___ . ir að viðkomandi svífst einskis og lætur einskis ófreistað tii þess að ná markmiðum sínum. nskennarinn & söngkonan Guðfinna Björg Björnsdóttir danskennari og Selma Björnsdóttir, söngkona, leikari og ferðafræðingur, eru systur. Guðfinna er fædd árið 1978 og Seima árið 1974. Foreldrar þeirra eru Aldís Eliasdóttir, sem starfar við umönnun aldraðra, og Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari. Systur þeirra Guðfinnu og Setmu eru Birna Gyða danskennari, sem fædd er 1970, og Hrafnhildur óperusöngkona, sem fædd er árið 1972. sem þá var mikil stjarna af fréttadeild Sjónvarpsins, tók efsta sætið. Árangurinn í kosningun- um þetta vorið var góður. Sjálfstæð- isflokkurinn vann að vísu stóran sig- ur undir forystu Davíðs Oddssonar en Nýr vettvangur varð stærsta minnihlutaframboðið. Með því náð- um við að kenna hinum flokkunum ákveðna lexíu, það væri árangursrík- ara að vinna saman. R-listinn er svo afleiðing þessarar lexíu.“ „Ég var heilmikið að gjamma og hafa mig í frammi eins og ungum mönnum er tamt, segir Hrafn Jökulsson þegar hann rifjar upp framboð Nýs vettvangs til borgarstjómar árið 1990. „Nýr vett- vangur var eins konar undanfari R- listans, tilraun til að sameina minni- hlutaflokkana í borginni. Tilraunin tókst ekki því framboðið var í raun bara Alþýðuflokkurinn, hluti af Al- þýðubandalaginu ásamt nýju fólki úr óKkúm áttum. Ernn þeirra sem gekk til liðs við okkur var Egill Helgason en ég held að þetta sé eina skiptið sem hann hafl nokkm sinni boðið sig fram. Við héldum opið prófkjör og Egill endaði í tólfta sæti. Ég í því fimmta og Ólína Þorvarðardóttir, \ 7TT 'T'T T CTZT/^T A VIJLJL U JKkJ C.IIlj Jjl VERÖNDINA? MARKISUR Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar www.markisur.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.