Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005
Fréttir DV
Hrakfarir í
göngunum
Lögreglan á Akranesi var
kölluð í Hvalfjarðargöngin
um tvöleytið í gærdag
vegna aftanákeyrslu. Sam-
kvæmt lögreglunni tók öku-
maður fólksbfls ekki eftir
kyrrstæðum pallbfl frá
Spöli, rekstaraðila gang-
anna. Pallbfllinn var kallað-
ur í göngin til að aðstoða
stúlku við að skipta um
dekk. Ökumaður fólksbfls-
ins var fluttur í athugun til
læknis vegna eymsla í
brjósti, sem voru ekki talin
alvarleg. Fólksbfllinn var
fluttur í burtu með kranabfl
en pallbfllinn skemmdist
lítillega.
Biðstaða í
Mosfellsdal
Leyfisveitingar fyrir frek-
ari uppbyggingu í Mosfells-
dal hafa verið stöðvaðar í
skipulagsnefnd Mosfells-
bæjar vegna samþykktar
bæjarráðs um að fyrst verði
að liggja fyrir niðurstöður
um kostnað við gama- og
holræsagerð. Þijú erindi
sem hafnað var á fundi
skipulagsnefndar í gær lutu
að bændagistingu á einum
stað, einbýlis- og hesthúsi á
öðrum stað og fjölgun lóða á
þriðja staðnum.
Tónlistarhá-
tíð á netinu
Nú geta tónlistaraðdá-
endur nálgast ísfirsku tón-
listarháú'ðina
Aldrei fór ég suður
eins og hún leggur
sig á netinu. Sam-
kvæmt Bæjarins
besta á ísafirði er
tórfleikana að finna
á heimasíðu Símans,
inn.is. Síminn sendi hátíð-
ina beint út á netinu þegar
hún var haldin um páska-
helgina í mars. Um er ræða
á elleftu klukkustund af
tónlist sem nálgast er með
því að smella á afþreying
og svo valkostinn tónleikar.
Næst blað á
föstudag
Vegna uppstigningar-
dagsins á morgun kemur
DV ekki út þann daginn.
Næst kemur blaðið út
föstudaginn 6. maí.
Skipverjarnir tveir af Hauki ÍS, Stefán Ragnarsson og Guðmundur Jakob Jónsson,
eru nú komnir heim eftir aö hafa setið í varðhaldi í Bremerhaven í þrjá mánuði og
tíu daga. Þeir voru grunaðir um smygl á sjö kílóum af fikniefnum. Stefán segist
laus allra mála en Guðmundur gæti verið á leiðinni út á ný. Enginn skipverja á
Hauki ÍS hefur verið ákærður vegna smyglsins.
Teknir með sjö kíló
Stefán, sem ávallt hefur neitað
sök í málinu, er frelsinu ákaflega feg-
inn. Hann hefur sagt að efnunum
sem fundust í farangri hans hafi ver-
ið komið fyrir, en hann viti ekki af
hverjum.
Félagi Stefáns á Hauki ÍS, Guð-
mundur Jakob Jónsson, var á sama
tíma og Stefán tekinn með rúmlega
þrjú kfló af hassi. Hann hefur einnig
verið látinn laus og stundar nú sjó-
inn á ný. Heimildir DV herma þó að
hann gæti þurft að fara aftur til
Þýskalands til að ljúka sínum mál-
um. Ekki náðist þó að staðfesta þetta
hjá yfirvöldum í Bremerhaven. Engu
að síður verður það að teljast óvana-
legt að mönnum, sem ætlunin er að
ákæra fyrir jafn stórt eiturlyfjasmygl
og raunin er í þessu tilfelli, sé leyft
að yfirgefa landið. Stefán Ragnars-
son fullyrðir að málinu sé lokið og
hann verði ekki kærður.
Metur allan stuðninginn
mikils
„Já, mér skilst að ég sé bara laus
allra mála," segir Stefán Ragnarsson.
Hann var staddur heima í Sandgerði
þegar DV náði tali af honum. „Ég hef
allan tímann haldið fram sakleysi
mínu og er því ákaflega glaður að
þessu máli sé lokið hvað mig varð-
ar.“
Hann segir að sér hafi verið frá-
bærlega vel tekið af fjölskyldu sinni
þegar hann kom heim og það hafi
verið ómetanlagt að finna allan
stuðninginn.
Magnús tekur einnig fram að að-
stoð ræðismanns íslands í Bremer-
haven hafi verið ómetarfleg. „Hann
stóð með mér allan tímann og veitti
„Ég hefallan tím-
ann haldið fram
sakleysi mínu
mér ómældan stuðning."
Ætlar aftur á sjóinn
Aðbúnaður Magnúsar í varðhald-
inu í Bremerhaven var að hans sögn
„ákaflega mannúðlegur". Hann seg-
ist aldrei hafa setið í fangelsi áður og
því verið orðinn ansi kvíðinn. „Sem
betur fer fór þetta allt saman betur
en á horfðist. Nú get ég farið að
einbeita mér að fjölskyldunni og
vinum. Næst er svo bara að
koma sér aftur á sjóinn."
andri@dv.is
Haukur (S Mennirnir
sem sátu I gæsluvarð-
haldi voru hásetar.
3,5 kíló al kókaíni,
3,5 kíló af ha '
en engin ókær
„Það er mikil hamingja á heimilinu," segir Stefán Ragnarsson
sem er kominn heim eftir að hafa setið í þrjá mánuði og tíu daga
í gæsluvarðhaldi.
Magnús var tekinn með þrjú og
hálft kfló af kókaíni í Bremerhaven í
Þýskalandi. Efnin fundust í farangri
hans en Magnús var hásetí á Hauki
ÍS. Skipstjórinn á Hauki, Ómar Örv-
arsson, hefur oft verið kallaður
kafteinn kókaín eftir að hann var
tekinn með fjórtán kfló af kókaíni
fyrir nokkrum árum í Brasih'u.
Þeir sem ættleiða börn fá engan styrk frá ríkinu
Borga allt að milljón úr eigin vasa
Nágrannar okkar á Norðurlönd-
um sem hyggjast ættíeiða börn að
utan fá styrk frá hinu opinbera að
upphæð allt að 550 þúsund krónur.
Á íslandi fá ættíeiðingarforeldrar
hins vegar engan styrk, enn sem
komið er.
„Við höfum sótt um núna í
nokkur ár. Við sendum bréf til
Davíðs Oddssonar þegar hann var
forsætisráðherra og til Halldórs
Ásgrímssonar þegar hann varð
forsætisráðherra. Við höfum
einnig leitað á náðir heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra en ekk-
ert hefur gerst enn,“ segir Guðrún
Sveinsdóttir hjá íslenskri ættíeið-
ingu. Hún segir þau ekki vera að
sækja um beinan ferðastyrk held-
ur að foreldrar ættíeiddra barna
fái þann kostnað greiddan sem
foreldrar sem geta átt börn með
eðlilegum hætti fá á meðgöngu og
eftir fæðingu.
„Það er ýmis kostnaður við með-
gönguna. sem greiðist af rfldnu.
Mæðraskoðun og mæðraeftirlit,
sónar og það sem því fylgir. Eftir
fæðingu barnsins tekur við ung-
bamaeftirlit og eftirskoðanir. Kostn-
aður við þetta ferli getur numið aflt
að 300 þúsund, reiknast okkur til.
Kostnaður foreldra sem fara til út-
landa og ná í barnið sitt er vanalega
um það bil milljón," segir Guðrún.
Hún bendir þó á að hið opinbera
hafi veitt íslenskri ættíeiðingu styrki
en ekki nándar nærri það háa upp-
hæð að hægt sé að styrkja alla for-
eldra sem fara utan að ná í bamið
sitt.
„í Danmörku, Svíþjóð og Noregi
hafa þessir styrkir verið veittir síðan
um 1990. Ég hef trú á því og vona að
þetta verði tekið upp hér á landi fyrr
en síðar. Stjórnvöld hafa enn ekki
sýnt þessu skilning en við verðum
að halda áfram að berjast fyrir þess-
um, sem okkur finnst, sjálfsögðu
réttindum."
Börn í Kfna Guðrún Sveinsdóttir segir að
fíest börn sem ættleidd eru hingað til lands
séu frá K/na. Það kostar um eina milljón
króna fyrir foreldra að fara þangaö og ná í
barn sitt.
„Það er mjög líklegt að við séum aö fara aö spila á Ingólfstorgi á föstudaginn þar
sem rauðu spjöldin gegn ofbeldi verða á dagskrá," segir Guðmundur Kristinn
Jónsson, gítarleikar Hjálma.„Þar ætla Hjálmarnirað vera og fljúga sérstaklega
frá Stokkhólmi til að taka þátt íþessu. Svo er ég líka að gera kántríplötu með
Baggalúti, nú er maður búinn með reggíið og fer beintyfir ikántriið."