Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 Fréttir DV V-s List án landamæra Listahátíðin List án landamæra var sett í gær. Þorvaldur Þorsteinsson, formaður Bandalags ís- lenskra listamanna, setti hátíðina en þetta er í annað sinn sem List án landa- mæra er haldin. í dagskrá hátíðarinnar þetta árið er sérstök áhersla lögð á sam- vinnu fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Hátíðin mun standa frá 5. til 13. maí og verður eitthvað nýtt og spennandi að gerast á hverjum degi. Upplýsingar um dagskrá eru að finna á heimasíðu Hins hússins, hitthusid.is. Rotaðurí miðbænum Nokkuð var um ölvun í miðbæ Reykjavflcur að- faranótt fimmtudags enda margir í fríi á upp- stigningardag. Einn maður fékk þungt högg í andlitið á homi Banka- strætis og Ingólfsstrætis. Maöurinn rotaðist við höggið og lá f blóði sínu í götunni þar til sjúkrabíll færði hann á slysavarðs- stofuna. Þar þurfti að sauma nokkur spor í vör hans, bæði að innan og utan. Maðurinn sem fyrir högginu varð segist ekki vita hvað árásar- manninum gekk til. Smugudeilan situr enn í mönnum Hótelherbergi á Þórs- hamri í Vestmannaeyjum varð fyrir barðinu á norsk- um sjómönnum í fyrrinótt. Gengu þeir berserksgang og ollu tjóni á innanstokks- munum og fengu að gista fangageymslur lögreglunnar í kjölfarið. Skemmdir vom mestar á einu herbergjanna þar sem rifið var stormjárn af glugga. Auk þess var sjón- varpið brotið, hurðin rifin af míníbamum og hann skemmdur. Lampi og fleiri skrautmunir fengu einnig að finna fyrir því. í tveimur öðrum herbergjum vom sfmar eyðilagðir, skemmdir unnar á skrifborði og hurð- arpumpa á svalahurð brotin í spað. Það er greinilegt að smugudeilan situr ennþá í mönn- Húsnæöi Loftkastalans fór á nauðungarsölu á miðvikudaginn og var bitist um það. Húsnæðið er um 900 fermetrar og var það Pálmi Sigmarsson kaupsýslumaður sem keypti á tæplega hundrað milljónir króna eftir mikið kapp við Sveinbjörn Sigurðs- son verktaka. Sigurður Kaiser, eigandi Loftkastalans ehf. og fyrrverandi eigandi húsnæðisins, hyggst þó halda starfsemi áfram. Loftkastalinn (ór fyrir hundrað milljonir Á miðvikudag fór fram nauðungaruppboð á húsnæði Loftkastal- ans, Seljavegi 2, og var her lögfræðinga og kaupsýslumanna staddur á barnum þar og bauð sem mest hann mátti í húseign- ina. Uppboðið var haldið á vegum Sýslumannsins í Reykjavík. „Nú tekur við samningalota við þá aðila sem komu að uppboðinu, bæði þá sem áttu gömlu kröfurnar og þá sem buðu hæst í húsið. Vilji þeirra mim ráða úrslitum um það hvort leikhús verður í húsinu til framtíðar. Þetta var nauðsynleg aðgerð til þess að hreinsa upp áhvflandi kvaðir. Kröfurnar sem um ræðir eru ekki á hendur Loftkastal- anum sjálfum og mun starfsemin halda áfram þrátt fyrir þessa að- gerð," segir Sigurður Kaiser, fyrrver- andi eigandi húsnæðisins. Svo fór að lokum að Pálmi Sigmarsson, kaupsýslumaður hjá Spectra Kapitalförvaltning A/B, hafði húsnæðið og gaf fyrir tæpar hundrað milljónir. Atti einkum kappi við Pálma á uppboðinu Svein- björn Sigurðsson verktaki sem bygg- ir upp á lóðum í kring. Hann er stór- hagsmunaaðili en fyrir liggur að þarna vestur í bæ er framtíðarsvæði og verðmætt eftir því. Mörgum kem- ur á óvart hversu gríðarlega mikið fé hafðist fyrir þetta atvinnuhúsnæði sem telur um 900 fermetra. Er það til marks um að menn sjá mikla mögu- leika í þessu svæði í náinni framtíð. Leifar af stormviðri Loftkastalinn ehf. er í eigu Sig- urðar Kaiser og unnustu hans Stein- unnar Camillu í Nylon sem áttu hús- næðið. Þau tóku við því fyrir um ári, þá af Halli Helgsyni sem hafði yfir- tekið rekstur Flugfélagsins Lofts eftir sögufrægt samstarf við Ingvar Þórð- arson og Baltasar Kormák sem með- al annars settu upp Hárið á sínum tíma og komu þar með fótum undir sumarleikhús á íslandi. Fólst samningur milh Halls og þeirra Sigurðar og Steinunnar Camillu í yfirtöku lána og tiltölulega lítilli greiðslu. Sigurður Kaiser segir þetta leifar af því stormviðri sem Loftkastalinn hefur gengið í gegnum síðustu ár. „Og við höfum verið að reyna að sigla í gegnum uppá síðkastið en ljóst varð að gömlu veðböndin voru of mikil til að reksturinn gæti staðið undir sér. Við munum ódeig halda okkar striki með þær sýningar sem þegar hafa verið ráðgerðar." Kröfúrnar nema um það bil því sem hafðist fyrir húsið - tæplega hundrað milljónum króna. Framsýn stærsti kröfuhafinn Stærsti kröfuhafinn var lífeyris- sjóðurinn Framsýn sem meðal ann- ars hefur verið í fréttum vegna vandræða í tengslum við útlán vegna Ingólfshvols á Selfossi. Eft- ir því sem næst verður komist átti Framsýn veðlán í húsinu við Seljaveg upp á rúmar áttatíu miUjónir. I húsinu fer fram margvísleg starfsemi en húsnæði Loftkastal- ans nam um 35 prósentum húss ins alls - gamla Héðinshússins. Þarna var tímaritaútgáfa Fróða til langs tíma en nú er þar meðal annars starfrækt verslun 10/11, Jógastofa önnu Bjöms og aug- lýsingastofa auk þess sem Roni Horn listakona á þarna hluta húss. Sigurður Kaiser Hann og unnusta hans Steinunn Camilla eignuðust húsnæðið fyrir um ári en misstu það I nauðungarsölu. Kaupverðið nemur um það bil sómu upphæö og kröfur. Loftkastalinn Eftir- sótt húsnæði sem fór á um hundrað millj- ónir króna. Ljóst er að nú sér fyrir endann á sögulegum kafla f sjálfstæðri menning- arstarfsemi þar vest- uríbæ. Alvöru menn fljúga á Saga Class (WIm* Svarthöfði var hrifinn þegar hann heyrði af því að leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta sætu ekki allir saman þegar liðið ferðaðist til fjar- lægra landa. Á meðan flestir leik- manna liðsins sitja í almennu farrými með sauðsvörtum almúganum er það einn maður sem flýgur eingöngu á Saga Class. Það er að sjálfsögðu eina fótboltahetja okkar íslendinga, Eiður Smári Guðjohnsen, sem flýgur bara á Saga Class enda maður sem sættir sig ekki við neitt nema það besta. Öðmm leikmönnum hðsins þykir kannski flottræfilshátturinn fullmikih á landshðsfyrirhðanum en F -- Svarthöfði það telur Svarthöfði eingöngu vera dæmi um smáborgarahátt og öfund hinna leikmannanna í hans garð. Að mati Svarthöfða er Eiður Smári lang- besti leikmaður hðsins og á að sjálf- sögðu að sitja í langbestu sætunum. Það skiptir Svarthöfða hdu máh hvort Eiður Smári borgar sjálfur eða hvort KSÍ borgar undir hann. Hann á það skihð. Svarthöfði var lflca ánægður með að heyra að Eiður Smári væri ekki einn á Saga Class því landshðs- v> Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað prýðilegt,"segir Atli Erlendsson, rappari Dáðadrengja.„Viö erum að klára okkar fyrstu plötu og stefnum á að hún komi út í haust. Platan líturótrúlega vel út og verður án efa sú besta sem gefin hefur verið útíheiminum. Maður verður að hafa trú á sjálfum sér þvíenginn annar gerir það fyrir þig. Þetta sagði okkur Herbert Guðmundsson, stórvinur hljómsveitarinnar. Annars er ég persónulega að leita mér að vinnu og auglýsi því eftir vinnu hér með, flest allt kemur til greina." þjálfarinn Ásgeir Sigurvinsson og Eggert Magnússon ferðast lflca á fýrsta farrými. Ásgeir er gamalkunnur atvinnumaður sem er flottur gaur og Eggert er orðinn það góðu vanur í þotuh'finu með ríku og flottu köllun- um í forystunni í Evrópufótboltan- um. Á meðan situr Logi Ólafsson, sauðtryggur aðstoðarmaður Ásgefrs, í almenna farrýminu og reitir af sér brandara. Þessi gamaldags stétta- skipting er til fýrirmyndar að mati Svarthöfða, kóngamir eru á Saga Class en verkamennimir á almennu. Skýrara getur þetta ekki orðið. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.