Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 11 Slepjulegur kyssari Erich heitinn Honecker, síðasti leiðtogi Austur- Þýskalands, var lélegur kossamaður, eftir því sem Wojciech Jaruzelski, fyrr- verandi leiðtogi Póllands, sagði í blaðaviðtali í Die Welt síðasthðinn þriðjudag. Þessir fyrr- verandi kornmún- istaleiðtog- ar hittust margoft og kysstust á kinn eins og sósíalista var siður. Jaruzelski hryllir hins vegar við tilhugsuninni og sagði Honecker hafa náð að kyssa á ákaflega ógeðslegan hátt. SUS-ararvilja Spegilinn Ungir sjálfstæðismenn hafa sent útvarpsráði erindi og boðist til að taka við umsjón útvarpsþáttarins Spegilsins. í bréfi Hafsteins Þórs Haukssonar, for- manns Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir að svo lengi sem Rík- isútvarpið sé rekið með al- mannafé sé mikilvægt að dagskrárgerðin sé vönduð. Hann nefnir enn fremur í bréfi sínu að ekki séu nógu háværar raddir uppi um að einkavæða eigi RÚV og leggur áherslu á að gæta verði óhlutdrægni í efnis- tökum og frásögn í dag- skrárgerð ríkisútvarpsins. Saksóknarar í máli Michaels Jackson reyna nú allt hvaö þeir geta að sannfæra kviödóm um sekt hans en hefur lítið gengið að mati sérfræðinga. í vikunni voru fjármál söngvarans tekin fyrir. Jackson kominn á kápuna Michael Jackson var á kafi í skuldafeni þegar mannorðs- myrðandi heimildarmynd um hann var sýnd árið 2003. Þá átti hann einungis örfáar millj- ónir inni á bankabók en skuld- aði milljarða. Endurskoðandinn John Duross O’Bryan rannsakaði fjármál popp- stjörnunnar frá árinu 1999. O’Bryan bar vitni fyrir saksóknara í vikunni. í vitnaleiðslum sagði hann að Jackson hefði verið kominn í veruleg pen- ingavandræði um það leyti sem heimildarmynd um söngvarann var frumsýnd. Með þessu vilja saksókn- arar sýna að Jackson hafi haft áhyggj- ur af fjárhag sínum og því haldið fjöl- skyldu Gavins Arvizo nauðugri til að taka upp skjallmyndband um söngv- arann. Þannig hafi átt að koma í veg fyrir frekari fjárhagsskaða. Átján milljarðar Samkvæmt vitnisburði O’Bryans var Jackson að sökkva í skuldafen um líkt leyti og heimildarmynd Martins Bashir var frumsýnd. O’Bryan skoðaði fjármál Jacksons allt aftur til ársins 1999. Það ár var innkoma Jacksons rúmar 700 millj- ónir króna. Aftur á móti voru út- gjöldin mun hærri, eða um 2 millj- arðar; einkaneysla, afborganir af lánum og vextir. Að sögn O’Bryans hélt þessi óráðsía áfram þrátt fyrir viðvaranir endurskoðenda Jacksons. Þegar heimildarmyndin var svo frumsýnd átti Jackson einungis jafhvirði um 2,5 milljóna króna inni á bankabók en skuldaði hins vegar stjamfræði- lega mikið, rúma 18 milljarða. Átti fyrir skuldum Samkvæmt vitnisburði O’Bryans voru skuldunautar Jacksons á þess- um tíma byrjaðir að hóta söngvar- anum aðgerðum. Þar segir O’Bryan þá helst hafa horft til höfundarréttar Jacksons á eigin tónlist, sem og ann- arra. Sá höfundarréttur er metinn á vel yfir 20 milljarða. Ur snörunni? Saksóknurum i máli Jacksons hefur þótt takast illa að reyna að búa til pottþétt mál í barnaníðings- máli gegn honum, að mati sérfræðinga. Kolbrún Bergþórsdóttir menningarstýra nýja Blaðsins Leiðinleg menning drepur Kolbrún Bergþórsdóttir, einn helsti menningarviti íslensku þjóð- arinnar um árabil, hefur gengið til liðs við nýja Blaðið sem út á að koma í dag og stýrir þar menningarum- fjöllun: „Auðvitað verður menning í nýja Blaðinu. Það er alltaf menning þar sem ég er,“ segir Kolbrún sem er ánægð með að vera komin í hring- iðu fjölmiðlanna á ný eftir stutt hlé. „Menningin á að vera létt en ekki leiðinieg því leiðinleg menning drepur og það má aldrei gerast. Ég er nú ekki enn titluð sérstakur menn- ingarritstjóri því við erum ekkert að halda upp á titla hér. En því stærri sem dagblöðin verða því fleiri verða titíarnir og blöðin leiðinlegri eins og dæmin sanna," segir Kolbrún Berg- þórsdóttír sem er meðal fjölmargra kornungra blaðamanna sem ráðnir hafa verið á Blaðið. „Ég veit nú ekki hvort þetta eru allt krakkar því ég held að þetta séu frekar kratar og með það er ég ánægð," segir hún. Ósk Norðfjörð ætlar að gifta sig í sumar Mannsefnið kemur af fjöllum „Ég er ham- ingjusöm í sam- bandi við Gísla og við ætlum að gifta okkur í sumar,“ segir Ósk Norð- fjörð fyrirsæta sem íslenskir karlmenn þrá enda fyrrver- andi hjákona Eiðs Smára Guðjohn- sen, eins og hún greindi frá í Sunday Mirror. DV sagði frá því í gær að Ósk væri í tygjum við einn af höfuðpaurum Fazmo-klík- unnar. Það er rangt," segir Ósk, ástfang- in upp yfir haus af Gísla sem hún á tvö börn með. Sjálfur kannast Gísli, sem ekki vildi gefa upp fullt nafn, ekki við hina fýrirhuguðu giftingu. „Nei, ég erum saman og Ósk Norðfjörð | fyrirsæta Það gustarum hana | I karlamálum þessa dagana. og Ósk ekki ætlum ekki að giftast í sumar," sagði hann eftir að Ósk rétti honum símann í samtali við blaðamann DV í gærkvöldi. Gísli brást ókvæða við spurmngum um meint samband þeirra; sagðist þekkja nafiitogaða handrukkara eins og Annþór Kristján Karlsson sem nýlega var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Fazmo-drengurinn Sigurþór Sig- urðsson neitar því einnig staðfast- lega að hafa verið í sambandi með Ósk. „Nei, við erum bara vinir," segir Sigurþór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.