Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 20
Sport DV Gelði og sorg Mark Van Bommelog Comes markvórður gretu i Hollandi en miðjujaxlinn Gennaro Gattuso fagnaði sem aldrei fyrr. Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlun- um í Reykjavík. Ártúnshöfði - Axarhöfði Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða, vegna götunnar Axarhöfða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gatan Axar- höfði., sem áður var aðkomugata fyrir hús við Bíldshöfða 8-18, verði almenn umferðargata með tvístefnuakstri. Ný aðkoma mun koma frá Breiðhöfða að Bíldshöfða og mun gatan verða frá Bíldshöfða 8 til 20. Lagt er til að lóðar- mörkum verði breytt og lóðir stækkaðar við Axarhöfða. Gert er ráð fyrir hraðatakmörkum í götu og nýtast þær sem upphækkaðar stíga- tengingar til að komast að gangstíg við nýja götu. Göngustígur fyrir almenna umferð verður sunnan við aðkomuveg. Kvöð er á að aðkomuvegur skuli liggja í gegnum lóð Hús- gagnahallarinnar við Bíldshöfða 20 og verði þannig tenging milli Bíldshöfða og Höfða- bakka. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hamrahlíð 10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mennta- skólans við Hamrahlíð 10 og Háuhlíð 9. Deiliskipulagstillagan sýnir afmörkun lóðanna Hamrahlíðar 10 og Háuhlíðar 9 og gerir m.a. ráð fyrir tveimur nýjum vióbyggingum við menntaskólann. Viðbygging I, íþrótta- og kennsluhús, 4000m2 og viðbygging II, kennslu- hús, 1985m2. Tengihús við núverandi hús skal taka mið af núverandi húsnæði skólans. Á uppdrætti hefur verið afmarkaður bygginga- reitur fyrir þessi mannvirki. Sérstakar kvaðir eru fyrir viðbyggingar og allir hlutar húss skulu standa inna byggingarreits. Tvær bráðabirgða kennslustofur eru á lóð og er gert ráð fyrir að þær verði fjarlægðar þegar viðbygging II verður reist. Bílastæðaþörf fyrir skólann verður fullnægt á lóð skólans. Bygging að Háuhlíð 9 verður óbreytt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hádegismóar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingarreitur verði stækkaður um 640m2 við suðurenda lóðarinnar fyrir nýbyggingu skrifstofuhúss. Breytingin nær eingöngu til lóðarinnar nr. 3 við Hádegismóa. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar áfram. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 6. maí til og með 17. júní 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags- og byggingar- sviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 17. júní 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. maí 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3*105 REYKJAViK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Svekkelsi! Brasilíski markvörðurinn Gomes trúðivart sínum eigin augum þegar Ambrosini skoraði í uppbótartfma og kom AC Milan I úrslit meistaradeildarinnar. Leikmenn Milan sjúst fagna Ambrosini I bakgrunni. Reuters AC Milan komst með naumindum í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu eftir tvo lélega leiki gegn PSV. Það verða AC Milan og Liver- pool sem mætast í úrslitum meistaradeildar Evrópu í Istanbúl 25. maí næst- komandi. Það varð ljóst á miðvikudagskvöldið þegar Milan sló hollenska félagið PSVEindhoven úr keppni á dramatískan hátt á Philips- leikvanginum. Milan mætti til leiks með tveggja marka forskot frá fyrri leiknum, en það forskot var saxað niður í eitt mark eftir aðeins m'u mínútur þegar Kóreubtiinn Park skoraði eftir laglegan samleik við Jan Vennegor of Hesselink. Þannig stóðu leikar í hálfleik en PSV jafnaði leikinn á 65. mínútu þegar fyrirliðinn Phillipe Cocu skoraði. Allt stefndi í ftam- lengingu þegar Massimo Ambrosini gleymdist algjörlega inni í vítateig PSV í uppbótartíma. Hann þakkaði pent fyrir sig og skallaði auðveldlega í markið. PSV brunaði í sókn, Cocu skoraði aftur en það var ekki nóg. Þetta augnablikskæruleysi nægði til þess að fleyta Milan áfram á marki skoruðu á útivelh. Þeir voru lakari aðilinn í báðum leikjunum og þjálfari þeirra, Carlo Ancelotti, játaði að hans menn væru heppnir að hafa komist í úrslitaleikinn. Vorum hræddir „Við vorum mjög heppnir og ættum að vera þakklátir fyrir að vera í úrslitum keppninnar. Þetta var svakaleg barátta gegn mjög góðu liði. PSVverður með eitt af bestu liðunum meistaradeildarinnar á næstu árum. Við vorum hræddir þegar við lentum 2-0 undir og það er ekki gott,“ sagði Ancelotti hálfskömmustulegur. Fyrrverandi leikmaður PSV, Jaap Stam, tók í sama streng: „Þeir léku mjög vel og við fengum aðeins eitt færi í leiknum en það dugði okkur. PSV réð lögum og lofum á vellinum í 90 mínútur og það getum við illa sætt okkur við," sagði Stam. Guus Hiddink, þjálfari PSV, fer að verða þekkur sem „undanúrslita- leikjamaðurinn" enda virðast hans lið aldrei komast lengra en í undan- úrslit. Það gerðist núna, á HM 2002 með Kóreu og líka á HM fjórum árum áður. Stoltur eða svekktur? „Ég veit varla hvort ég á að vera stoltur eða sveklctur. Þetta eru samt ekld mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir. Þau voru á HM 1998 þegar ég var með hollenska lands- liðið og við duttum út í undan- úrslitum fyrir Brasih'u," sagði Hiddink en hann gerði PSV að Evrópumeisturum 1988. Mark Van Bommel var illa haldinn og grét eftir leikinn. „Þetta eru ótrúleg von- brigði. Við áttum skilið að vinna þessa viðureign því við vorum miklu betri. Þetta var ótrúleg óheppni," sagði Van Bommel sem er væntanlega á leið til Barcelona í sumar. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.