Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 39
DV Síðasten ekkisíst FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 39 Á sykursætu íslandi Eftir að ég hætti að borða sykur sé ég sykur í hverju horni. Kannski er þjóðfélagið orðið svona sykrað og kannski eru þetta fráhvarfsein- kenni, þannig að ég er að ganga í gegnum afeitrun eins og dópistar sem halda að rottur séu að ráðast á sig eða rauðvínsbyttur sem sjá bleika fíla. Ég hef reyndar hvorugt séð og þannig er sykurafeitrun frá- brugðin öðrum afeitrunum, ég sé bara sykur alls staðar, sykur í nammi, sykur í pylsum, sykur í hamborgurum, sykur í brauði, syk- ur í frönskum kartöflum, sykur í litl- um barnagulrótum, sykur í rauð- káli, sykur í djús, salati, snakki, heilsunammi, kjúklingabitum og kexi. Ég sé fokking sykur í kornflexi og samt set ég ekki sykur út á neitt. Matvöruverslanir eru fullar af sykri og ef sykur væri jafneitraður og miltisbrandur værum við öll löngu dauð og það væri ekki einu sinni minkur á íslandi. Ekki einu sinni flugur vegna þess að flugur elska sykur. Og þá er ég ekki einu sinni að tala um ávaxtasykur, bara hvítan sykur, ef allur sykur væri talinn með væri abur matur sykur! Sykursætir talsmenn Síðan fór ég að sjá sykur í fjöl- miðlum. Fólk með nammi, fólk með sykrað salat og sætar gúrkur í höndunum og sætt fólk, endalaust sætt fólk og sæt börn, meira að segja sæt dýr. Fyrst hélt ég að kannski væru þetta fyrst og fremst áhrif frá útlöndum, sæta fólkið í útlöndum er auðvitað í öllum blöðum alls staðar en síðan rann upp fyrir mér að það eru sætir ís- lendingar úti um allt. Hljómsveitin Nylon er bara toppurinn á ísjakan- um, það eru stúlkur sem er ekki einu sinni hægt að flokka sem mat, þær eru bara sykur, meira að segja tennurnar í þeim eru 40% snúðar og 60% vínarbrauð og tónlistin, drottinn minn! Martröð offitusjúk- lingsins! En það er auðvelt að koma auga á sykurinn í nammi. Sykurinn er alls staðar. Líka í brauði, líka í fréttamönnum. Svínslega Ijótir Meðalfréttamaðurinn með með- alhrukkur situr að jafnaði í tvo klukkutíma í förðunarstólnum fyrir hverja útsendingu. Það segir sig sjálft. Þetta er ekki beisið lið þegar maður hittir það úti á götu. Páll Magnússon er eins og einn af Skríplunum, Bogi Ágústsson, ja, það vita það ekki margir en Bogi Ágústsson lék galdramann í Lord of The Rings og fór þá ekki einu sinni í smink. Fólkið í íslandi í bítið er svo ófrítt að því er ekki einu sinni hleypt út úr húsi á milli þátta og Logi Bergmann Eiðsson er eins og gamall hamstur í daglega lífinu. Það er ekki minna en fimm tíma að- gerð að koma honum í lag. En allir þessir fréttamenn eru sætir. Sætir eins og sykurpúðar - í sjónvarpinu. Sætir að utan Meira að segja Halldór Ásgríms- son er sætur. Hann er með svona bros út í annað sem er alveg full- komlega mannlegt og fær mann til að efast um að hann sé illmenni, já, maður fær bara á tilfinninguna að hann sé góðmenni eða að minnsta kosti meðalmenni sem er að reyna að gera sitt besta. Fólk sem gerir sitt besta er alltaf sætt. Davíð er sætur, össur er sætur, (jakk, samt), Ingi- björg er sæt, Alþingishúsið er sætt, biskupinn er lítill og sætur og hann er meira að segja með sæta rödd sem dregur athyglina frá húðinni, einhvern veginn tekst þeim alltaf að gera Gunnar í Krossinum sætan en samt talar hann krapp, George Bush er sætur, Blair er sætur, London og Ameríka eru sæt og eftir margar ára setu Kvennalistans við stjórnvölinn í Reykjavík er ekki hægt að lýsa henni öðruvísi en að hún sé... sæt. Viðbjóðslegur grunur Og samt hefur maður ákveðnar efasemdir. Það kemur upp í hugann frétt um fjöldagröf í írak og það var ekkert sætt við hana. Eg hafði reyndar ekki kjark til að horfa á fréttina og leit undan en ég sá hana í huganum. Ég hef það ekki fýrir framan mig en það er viðbjóður í heiminum. Ég sé hann ekki vegna þess að ég bý í Sykur-íslandi en ég hef grun um viðbjóð og ég bý líka yfir nokkrum viðbjóðslegum hugs- unum sem ég get kallað fram ef ég vil. Ég vil það reyndar mjög sjaldan vegna þess að viðjóðslegar hugsan- ir eru óþægilegar og fylla mig ekki sömu vellíðunarkennd og sætar hugsanir. En ég gæti ekki komist í gegnum þetta nema ég vissi af því að ég get kallað ffarn viðbjóðinn í hausnum á mér og vegna þess að ég hef grun um viðbjóð einhvers stað- ar handan Sykur-íslands. Yfirleitt líður þó ekki sá dagur að ég horfi ekki í spegil og hugsi: Þetta er sætur maður. Jakobi Bjarnar Grétarsson • DV greindi frá því á miðvikudag að Skjár einn gerir til- kall til heitisins „Silf- ur Egils“ sem vöru- merkis. Egill Helga- son sjónvarpsmaður á nú eftir tvo þætti af Silfrinu áður en hann fer í sumar- ffí. Mun vera fyrirliggjandi sam- komulag milli Egils og Stöðvar tvö- manna um að hann snúi aftur með þátt sinn næsta haust hvort sem það verður undir nafninu Silfur Eg- ils, Silfursjóður Egils eða bara Silffið en Egils Gull er víst ffátekið... • Mikið upphlaup er vegna fram- göngu Svanhildar Hólm í hinum kjánalega Oprah Winfrey-þætti. Bandarískar hús- mæður hneykslast og málverjarnir á ís- lenskum spjallþráð- um virðast hafa fundið í þeim and- legar systur sínar. Eitt merkilegasta innleggið í þeim efnum kemur þó frá þeim sem kallar sig Brando sem segir: „Nú er að fara af stað söfnun til þess að hægt sé að auglýsa í New York Times og tosa jafnrétfi kynj- anna aftur inn í nútímann en Svan- hildi tókst að skjóta því aftur til miðalda með ffamkomu sinni hjá Oprah." Og svo spyr Brando: Er ein- hver með hugmyndir um texta?... • Það var mál manna að fómarlamb amerísku spjalldrottningarinnar Opruh Winfrey, Svanhildur Hólm, hefði staðið sig með prýði í Kastljósinu í fyrradag. Mesta at- hygli vakti þó ekki vörn Svanhildar heldur sú staðreynd að spjalldrottningin íslenska hafði tekið viðtal við ungmenni frá Akureyri í fs- landi í dag skömmu áður en hún brunaði úr Árbæ og í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Ungmennin birtust strax á effir henni í Kastljósinu og þar tók Sigmar Guðmundsson sama viðtal við ungmennin og Svanhildur hafði tekið við þau á Stöð 2. Sam- kvæmt heimildum blaðsins fengu ungmennin ekki far með Svanhildi en þótti mörgum þetta segja æði mikið um stöðuna á spjallmarkaðin- um íslenska... • Blað Karls Garðarssonar er vænt- anlegt um hádegisbil í dag. DV hef- ur þegar greint frá því að frjáls- hyggjumaðurinn og reynsluboltinn Andrés Magnússon hefur tekið fram skóna á nýjan leik í blaðamennskunni. Hann er þó ekki elstur blaðamanna Blaðsins, sem upp til hópa eru ungir að árum. Karl Th. Birgisson er kominn aftur í Kópavoginn þar sem hann ritstýrði Pressunni sálugu á árum áður og rifjar nú upp takta úr blaða- mennskunni eftir að hafa starfað að undanförnu sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar... • Og meira af Blað- inu og starfsmönn- um þess. Því verður dreift með íslands- pósti og verður því einskonar hádegis- blað. Karl Garðars- son mun hafa sagt að hann ætli sér ekki að vera lengi í starfi ritstjóra, telur að það fari ekki vel saman að vera jafnframt eigandi blaðsins. Og nafni hans Th. Birgis- son mun heldur ekki ætla að vera lengi í starfsmannaliðinu að sinni. Hann er nú á leið í feðraorlof... áns fWh A mcrqun Það er Ijóst að sumarið ætlar að lita bíða eftir sér enn um sinn. Þeir sem eru með góðan skjólvegg her á höfuðborgarsvæðinu geta hugsan lega farið I sólbað en þeir sem búa fyrir norðan ættu að geyma kuldaskóna I seilingarfjar- lægð- þar verður j kalt. ;# * )j Strekkingur *é <224 * é ▼ Nokkur vindur 4 **... Nokkur vindur Nokkur vindur vindur Si £2)1 vindur # Nokkur vindur é é Nokkur ; vindur n * * U Nokkur vindur Strof' Q2j\ kkingur „r'' Nokkur vindur Kaupmannahöfn 15 Oslo 13 Stokkhólmur 14 Helsinki 12 London 17 París Berlín Amsterdam Madrid Barcelona 15 15 12 24 21 Alicante 25 Milano 16 NewYork ^ 74 £2) V £2) 2 * * Ákveðin norðlæg átt. $ * J 02) .g* 5 7 Hæg norðlæg eða breytileg átt. ^2 .02)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.