Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 Fréttir 0V Svavar Örn er einstaklega hreinskilinn, án þess að stuða fólk, og er mikill húmoristi. Svavar Örn er veikur fyrir því sem er flott og í tísku og erfitt er að ná í hann sökum -----------annrikis.—- „Svavar er sá náungi sem maður getur snúið sér til til að fá hreinskitið svar. Hann er skemmtilegur og opinn og auðvitað alveg ógeðs- lega sætur. Efég á að týna til einhverja galla á manninum þá er hann helst til veikur fyrir flott- um hlutum og þarfhelstað eignast allt sem er flott og fínt á stundinni." Stnrmtttrtot-------------- „Svavar er maður sem er hlaðinn kostum. Hann er einstaklega skemmtileg- ur í alla staði, alveg rosa- legur húmoristi og afskaplega þægilegurað vinna með. Efég get gagnrýnt hann fyrir eitt- hvað er það helst að það er afar erfitt að ná í hann. Hann er alltof upptekinn." Kriatífi friérik9éóttíF)-aminka-&Stöé^i— „Mér finnst Svavar algjör- lega frábær einstaklingur og mjög gefandi. Hann er einstaklega skemmtilegur og svo er hann lika svakalega sætur að utan sem innan. Ég á frekar erfitt með að nefna ein- hverja galla nema það að ég hef áhyggjur af því hvað hann hefur mikið að gera og má ekki vera að þvi að hvíla sig." Aöalheiður Ólafsdóttir, eöa Heiða iIdol. Smvarómlmmrssmm-tædttantHð....... I 974, nánar tiltekið 22. febrúar. Svavari virðist margt til lista lagt auk hárgreiðsl- unnarsem hann menntaði sig í. Erþá helst að nefna gott auga fyrir stll, sjónvarps- þáttastjórnun og margt fleira. Hann vinnur nú að opnun eigin hárgreiðslustofu. Banaslys á Breiðholts- braut Banaslys varð á Breið- holtsbrautinni í gær. Lög- reglan í Reykja- vík fékk tilkynn- ingu klukkan 9 í gærmorgun um að bíll hefði far- ið út af á Breið- holtsbrautinni í Víðidalnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ung kona ein á ferð í bílnum og ók hún út af veg- inum. Talið er að hún hafl látist samstundis. Viðeyjarferjur á nauðungar- sölu í síðasta tölu- blaði Lögbirtinga- blaðsins voru tvær Viðeyjarferj- ur boðaðar á nauðungarsölu, Skúlaskeið og Maríusúð. Var fjárkrafa sem nam um 250 þúsund- um á hvora ferju. Sam- kvæmt eiganda ferjanna var um að ræða mistök í tryggingargreiðslum sem búið er að kippa í liðinn. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki út í Viðey í sumar. Hallgrímur ÞorsteinnTómasson var dæmdur í 250 þúsund króna sekt fyrir að hafa fjór- um sinnum siglt á óhaffærum bát sínum draugfullur um Eyjafjörð. Tvisvar sigldi Hall- grímur í strand. í eitt skipti var honum bjargað af áhöfn annars báts. í annað sinn náði farþegi hans að taka af honum stjórnina. Hallgrímur hefur ekki skipstjórnarréttindi. Á Eyjafirði Hallgrímur Þorsteinn Tóm- asson lagði i vana sinn að sigla ofurölvi og réttindalaus um Eyjafjörðinn á óhaf- færum fískibát, Dverg EA-028. Báturinn fremst á myndinni er ekki Dvergur EA en eraf svipaðri stærð. ______ Rátlindalaus og sauðdrukkinn sigldi óhaffærum bát í slrand Hallgrímur Þorsteinn Tómasson, 43 ára Akureyringur, hefur ver- ið dæmdur í 250 þúsund króna sekt fyrir að sigla á litlum fiskibát um Eyjafjörð. Samtals í fjögur skipti var Hallgrímur staðinn að því að sigla dauðadrukkinn á óhaffærum bát. Hann hefur ekki tilskilin skipstjórnarréttindi á bátinn sem er um 19 fet að lengd. Fyrsta skiptið sem Hallgrímur Þorsteinn Tómasson náðist fyrir ölv- unarsiglingu var laugardaginn 13. nóvember í vetur sem leið. Afengis- magnið í blóði hans mældist vera 1,85 prómill. Hann var réttindalaus og báturinn, Dvergur EA-028, ekki með haffærisskírteini. Hvorki tilskil- in talstöð né önnur fjarskiptatæki voru um borð. Bjargað ógangfærum á reki Ekki náðist í Hailgrím sjálfan en eftirfarandi segir í niðurlagi fyrsta af fjórum Uðum ákæru sýslumannsins á Akureyri á hendur honum: „Veiði- ferðinni lauk þegar hann fékk kaðal í skrúfuna og var bjargað af öðrum bát sem dró hann í land.‘‘ Ekki tók betra við aðeins sex dög- um síðar, föstudaginn 19. nóvem- ber. Þá lét Hallgrímur aftur úr höfn á Akureyri og var enn drukknari en í fyrra skiptið. Mældist áfengismagn- ið 2,47 prómill. í það skiptið var hann ákærður fyrir að „sigla bátnum um Eyjafjörðinn undir áhrifum áfengis uns hann villtist og sigldi bátnum upp í fjöru á Svalbarðs- strönd“, eins og segir í ákærunni. Aftur fullur í strand Tók Hallgrímur nú nokkuð hlé á siglingum sínum að því er virðist. Að minnsta kosti var hann ekki staðinn að verki siglandi um drukkinn á Dverg fyrr en mánudaginn 27. des- ember 2004. Þá sigldi hann bátnum um Eyjafjörð „uns farþegi í bámum náði að taka yfir stjórntæki bátsins og sigla í höfn á Hjalteyri“, segir sýslumaður í ákærunni. Að þessu sinni mældist áfengismagnið í blóði Hallgríms vera 2,34 prómill. Næst var Hallgrímur úti að sigla fjórum vikum síðar, eða þriðjudag- inn 25. janúar. Sem fyrr lagði hann úr höfii á Akureyri á Dverg, alveg jafii óhaffærum og áður og illa bún- um. Þennan dag sigldi hann sauð- drukkinn um Eyjafjörðinn sem fyrr, með áfengi í líkamanum sem mæld- ist vera 2,74 prómill, „hann strand- aði bátnum við býhð Brimnes skammt frá Árskógssandi", segir sýslumaður. Játaði allt Ekki reyndist flókið fyrir Frey Ófeigsson, dómstjóra í Héraðsdómi Norðurlands eystra, að sakfeUa HaU- grfm fyrir brot á siglingalögum, lög- um um eftirUt með skipum, lögum um atvinnuréttindi skipstjórnar- „Sigldi bátnum um Eyjafjörðinn undir áhrifum áfengis uns hann villtist og sigldi bátnum upp í fjöru á Svalbarðsströnd." manna á íslenskum skipum og reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa því HaU- grímur játaði aUt saman greiðlega. Að því er segir í dómnum sýnir sakaskrá ríkisins að HaUgrímur fékk árið 1982 dóm fyrir brot á hegning- arlögum. Á árunum 1995, 2001 og 2003 hafi honum verið refsað fyrfi brot á umferðarlögum. Greiði HaUgrímur ekki áður- nefndar 250 þúsrrnd krónur innan fjögurra vikna þarf hann að gista fangelsi í 20 daga. gar@dv.is Ný lög um skólaklappstýrur Dónalegir dansar bannaðir íTexas FuUtrúadeild fylkisþings Texas samþykkti á þriðjudaginn lög sem banna klappstýrum grunn- og fram- haldsskóla að dansa á nokkurn þann hátt sem túlka mætti sem kynferðis- legan. Demókratinn A1 Edwards lagði frumvarpið fram. Það hefur valdið grátbroslegri sem og heitri umræðu í fuUtrúadeUdinni, og gekk svo langt að á einum tímapunkti veifuðu nokkrir þingmenn dúskum líkum þeim sem klappstýrur nota á stund- um við dans sinn. Edwards þykir rangt að ungar stúlkur hreyfi sig á eggjandi hátt og sé hrósað fyrir. Hann telur þetta auka á ótímabærar þunganir ungUngsstúikna, krakkar hætti frekar í skóla og valda út- Lynlee Allen Texas-klappstýran sem heimsótti Keflavik hefur sjálf-1 sagt orðið fyrirslæmum áhrifum sem klappstýra i sinum skóla. breiðslu kynsjúkdóma. Gagnrýn- endur frumvarpsins benda hins veg- ar á að nú þegar séu í gildi lög í Texas sem banni óviðeigandi hegðun nemenda á eða nálægt lóðum skóla. Þá spyrja sumir hvort ekki eigi frekar að ræða stofnfrumurannsóknir, að- búnað geðveikra eða fjárhagsmál skólanna. Frumvarpið, sem samþykkt var með 65 atkvæðum gegn 56, á eftir að fara í gegnum öldungadeUd Texas- þings, auk þess sem fylkisstjórinn, Rick Perry, þarf að undirrita það. Yfirvöld í Nýju-Delhi á Indlandi í klípu Heilagar kýr úr borginni Indverskir dómstólar hafa skipað borgaryfirvöldum í höfuðborginni Nýju-Delhi að fjarlægja hinar heilögu kýr af götum borgarinnar. Um 35 þúsund beljur og buffalar eigra um stræti borgarinnar, ásamt öpum, kameldýrum og viUihundum, og valda dauða tuga manna árlega í umferðarslysum eða með því að stanga þá. Um þrjú ár eru síðan dómstólar skikkuðu borgaryfirvöld í Nýju- Delhi tíl að hemja beljupláguna og var það ítrekað nú. Borgaryfirvöld eru í klemmu því Ul meðferð á kúm hefur valdið því að sökudólgar eru drepnir af æstum múg. Kýrnar eru í eigu íbúa borgarinnar og er mjólk þeirra seld í mörg hinna ólöglegu mjólkurbúa borgarinnar. Eigendur kúnna eru margir með póhtísk ítök eða tengdir glæpasamtökum. Því hefur stundum þurft lögregluvörð Glæpastarfsemi Mjólk kúa I Nýju-Delhi er notuð til framleiðslu í ólöglegum mjólkurbú- um borgarinnar. fyrir þá sem sjá um að fjarlægja belj- umar af götum Nýju-Delhi. Margir em gagnrýnir á úrskurð dómstóla og benda á að hin heUögu dýr hafi ráfað um götur höfuðborg- arinnar síðan áður en Bretarnir komu, engum tU ama eða leiðinda fyrr en nú síðustu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.