Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005
Fréttir 0V
Kostir & Gallar
Birkir Ivarermeð mikið keppnis-
skap. Hann erdugiegurog vel
liðinn affélögum sínum. Mjög
traustur og klikkar ekki á þeim
verkefnum sem hann hann
tekuraðsér.
Hann er það skapmikill að
það getur hlaupið með hann í
gönur og verið honum fjötur
um fót. Þykist oft vita meira
en hann veit í raun og veru.
legt keppnisskap og vilja.
Hann er ofboðslega dug- F ' I
legurogeinnafþeimleik- ■ v' Æ
mönnumsemþarfaldrei BL ''Æ. l
að reka áfram. Hann er vel liðinn
affélögum sínum og afskaplega
ábyrgðarfullur. Hann stjórnar til
að mynda sektarsjóðnum hjá
Haukum með miklum myndar-
brag. Helstu gallar hans eru að
hann er Eyjapeyi. Skapið getur
hlaupið með hann í gönur og það
er nokkuð sem hann þarfað
temja."
Páll Ólafsson, þjálfari Birkis Ivars hjá
Haukum.
„Hann er gríðarlega kapp- I
samur og skemmtilegur
náungi. Hann hefur enda- fg'.1 w
lausaorkuogþaðerhægt I
að treysta honum. Hann ISSL.—Æ
klikkarekki á þeim verkefnum sem
hann tekur að sér. Hann er með
eindæmum stundvis. Helsti galli
hans er að hann getur verið mjög
pirrandi þegar kappið berhann
ofurliði."
Andri Stefan, félagl Birkis ivars hjá
Haukum.
„Birkir ívar er rosalega
duglegur og ósérhlífinn og
það er frábært að vinna
með honum íalla staði.
Hann er einbeittur og af-
skaplega góður drengur. Helsti
galli hans er aö hann er Eyjamað-
ur með öllu sem fylgir því auk sem
hann þykist oft vita meira en
hann veit I raun og veru. Hann er
skapmikill en hefur róast með ár-
unum."
Viggó Sigurásson, þjálfari Birkis Ivars hjá
íslenska landsliöinu.
Birkir Ivar Guðmundsson er fæddur í Vest-
mannaeyjum 14. september 1976. Hann bjó í
Eyjum fyrstu tuttugu áreevi sinnarog kláraði
Framhaldsskólann ÍVestmannaeyjum. Hann
flutti til höfuðborgarsvæðsins og kláraði al-
þjóðlega markaðsfræði ITækniskólanum árið
2001. Hann vinnur nú sem verkefnisstjóri hjá
Iðntæknistofnun. Birkir Ivar hefur verið giftur
Kristlnu Ólafsdóttur siðan 2001 og eiga þau
dótturina Adelu Björt sem erþriggja ára. Auk
þess á Kristln eina dóttur frá fyrra sambandi,
Sögu Hlíf Birgisdóttur, sem er 13 ára. Birkir Ivar
hefur spilað með Vlkingi, Stjörnunni og nú síö-
ast Haukum.
Megnfýlaá
Hólmavík
íbúar Hólmavíkur eru í
fylu. Að því er segir á strand-
ir.is eru margir Hólmvíking-
ar óánægðir með að skít hafi
verið dreift á tjaldsvæðið í
bænum þannig að „megna
skítaíylu" leggi af. „Ekki er
nema vika í hvítasunnu en
von er á gestum á tjaldsvæð-
ið yfir hvítasunnuhelgina en
þá helgi fara ávallt fr am
fermingar á Hólmavik.
Slökkvibíll frá Slökkviliði
Hólmavíkur var mættur á
tjaldsvæðið um hádegisbil
til að reyna að skola sem
mestu af skítnum í burtu,"
sagði á strandir.is í gær.
Skemmdarverk í Vesturbænum. Styttan af Maríu mey sem stendur fyrir aftan
gamla Landakotsspítalann hefur verið eyðilögð af óprúttnum aðilum. Björn Jóns-
son, velunnari styttunnar, vill að málið verði rannsakað. Tryggvi Ólafsson, hús-
vörður á Landakoti, segir mönnum ekkert heilagt lengur.
Björn Jónsson og María
mey Hendurnar hafa verið
brotnar afstyttunni fögru.
DV-mynd Simon
Maríu mey misliyrmt
í Vesturbænum
„Mér þykir bara svo vænt um þessa styttu," segir Reykvíkingur-
inn Björn Jónsson sem telur að skemmdarverk hafi verið unnið
á styttunni af Maríu mey sem stendur fyrir aftan Landakot. Á
hverjum degi hefur Björn gengið fram hjá styttunni og fundið í
henni innblástur til góðra verka. Nú grætur hann skemmdar-
verkið og undrast aðgerðarleysi yfirvalda.
Þegar DV brá sér á vettvang í gær
mátti heyra sjúklinga inni á Landakoti
hvísla sín á milli hver hefði getað
framið þennan voðaverknað. Styttan
hefttr í gegnum árin fengið að standa
í friði fyrir aftan spítalann en nú hafa
tímarnir breyst.
Tryggvi Ólafsson, húsvörður á
Landakoti, er nýkominn úr fríi og
varð hvumsa þegar fréttimar af
skemmdarverkinu vom færðar
honum. „Þetta er alveg ótrúlegt,"
sagði Tryggvi. „Um daginn var kveikt
í msli fyrir utan kirkjuna og nú þetta.
Mönnum er ekkert heilagt lengur."
Mannvonska
Lögreglan í Reykjavík hefur ekki
fengið tilkynningu um skemmdar-
verkið á styttunni. fbúar í Vestur-
bænum sem DV ræddi við sögðu
þetta koma sér á óvart. Vesturbær-
inn væri rólegt hverfi en auðvitað sé
alltaf misjafn sauður í mörgu fé.
Hins vegar er einnig mögulegt
að styttan hafi brotnað vegna frost-
skemmda. Björn Jónsson, velunn-
ari styttunnar, segist vona að svo
hafi verið. Annað væri einungis
dæmi um hina verstu mannvonsku.
Skemmdarverk
„Ef þetta væri í Danmörku og
einhver hefði brotið sporðinn á haf-
meyjunni væri honum samstundis
„Þetta er alveg ótrú-
legt. Um daginn var
kveikt í rusli fyrir utan
kirkjuna og nú þetta.
Mönnum er ekkert
heilagt lengur."
stungið inn,“ segir Bjöm sem hefur
upplifað tímana tvenna. „Hérna
heima virðist enginn hugsa um
styttur bæjarins. Ekki einu sinni þótt
þær séu handalausar."
í æsku sinni vann móðir Björns á
spítalanum og segist Björn því hafa
alist upp við hlið styttunnar.
„Nú er búið að mölva hana og
mér finnst að sá seki eigi að sæta
ábyrgð," segir hann.
simon@dv.is
Yfirvöld í Garðabæ með allsherjarúthringingar heim til fólks
„í nýrri rannsókn kom einnig í
ljós að samkvæmi ungmenna í
heimahúsum þar sem foreldrar
eru ekki með eru of algeng hér í
Garðabæ," segir á heimasíðu
Garðarbæjar.
„Foreldrar allra barna á ferm-
ingaraldri eiga von á símhringingu
á næstunni sem er liður í forvarna-
starfi bæjarins. Sigríður Hulda
Jónsdóttir verkefnisstjóri hefur
tekið að sér að hringja í foreldra,
ræða við þá um forvarnamál og
hvernig þeir upplifa líðan og um-
hverfi ungmenna í bænum al-
mennt,“ segir á heimasíðu bæjar-
ins og boðað að skilaboðum um
hugmyndafræði bæjaryfirvalda
verði komið til allra foreldra:
„Rannsóknir sýna að sumarið
eftir fermingu byrja mörg börn að
smakka áfengi og að fikta við að
reykja. Tilgangurinn með sím-
hringingunum er að upplýsa alla
foreldra um þessar niðurstöður og
hvetja þá til að fylgjast sérstaklega
vel með börnunum sínum. í nýrri
rannsókn kom einnig í ljós að sam-
kvæmi ungmenna í heimahúsum
þar sem foreldrar eru ekki með,
eru of algeng hér í Garðabæ. í sím-
talinu eru foreldrar einnig hvattir
til að leyfa ekki slík samkvæmi,
hvorki að leyfa þau heima hjá sér
né leyfa sínum börnum að fara í
þau annars staðar. Ungmenni
upplifa oft mjög erfiðar aðstæður í
slíkum félagsskap og þrýsting á að
neyta áfengis eða annarra vímu-
efna.“
Þá segir að samtölin við foreld-
rana muni nýtast til forvarna:
„Sigríður Hulda mun i kjölfarið
taka saman niðurstöður símtal-
anna, þar sem m.a. á að koma fram
hvað það er sem helst brennur á
foreldrum í þessu samhengi, hvað
þeir vilja að bærinn leggi áherslu á
og svo framvegis. Gert er ráð fyrir
að niðurstöðurnar muni nýtast vel
við þróun og stefnumótun for-
varnastarfs í bænum á næstunni."
Ásdís Halia Bragadóttir Fráfarandi bæjar-
stjóri í Garðabæ yfirgefur bæ þarsem for-
eldralaus ungiingaparti iheimahúsum eru
sögð vera vandamál.