Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 11
I>V Fréttir LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 11 Kveikt í steypubíl Lögreglan á ísaíirði var kölluð til vegna skemmdar- verka sem unnin höfðu ver- ið á tveimur steypubílum. Bflarnir stóðu við tilvon- andi steypustöð fyrirtækis- ins Ásels. Brotin var rúða í öðrum bflnum og í hinum var farið inn og kveikt í skjöluin og pappírum í hanskahólfi hans. Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist með eldinn. Tahð er að atburðurinn hafi átt sér stað að kvöldi uppstign- ingardags. Málið er í rann- sókn og biður lögreglan á ísafirði þá sem upplýsingar geta gefið að hafa samband við sig. Gufuá til Reykvíkinga Stangaveiðifélag Reykja- vflcur segist eiga hæsta boð- ið í veiðirétt Gufuár í Borg- arfirði. Að því er segir á svfr.is bárust þrjú tilboð, þar af eitt frá aðilum sem nýta ætluðu svæðið til netaveiða: „Leigutakar á svæðinu hafa löngum litið netaveiðarnar hornauga þar sem lax ttr bergvatns- ánum er talinn vfllast inn í ósa Gufuár og verða netum að bráð. Undanfarin ár hafa mörg hundruð laxar veiðst í umræddar neta- lagnir, en landeigendur hafa staðið utan við neta- veiðibannið sem gilt hefur á vatnasvæði Hvítár í Borg- arfirði." 19 ára stúlka lést í bílslysi Stulkan, sem lést í umferðarslysi á Breið- holtsbraut í Víðidal á fimmtudagsmorgun, hét Lovísa Rut Bjargmunds- dóttir. Hún var 19 ára og var tfl heimilis að Hraunbæ 84 í Reykjavík. Allir sáttir á Nesinu íbúar Seltjarnarnesbæj- ar eru mjög ánægðir með þjónustu bæjarins ef mið er tekið af viðhorfskönnun sem Gallup gerði fýrir skömmu. Af þeim sem svöruðu voru 85% bæjar- búa ánægðir með þjónust- una en aðeins 3% telja hana slæma. Starfsmenn bæjarsins fengu sömuleiðis góða einkunn hjá bæjarbú- um því um 90% þeirra telja viðmót og framkomu þeirra góða. Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Sel- tjarnarness, sagði á vef- svæði bæjarins að þessi góða útkoma sýndi að bær- inn hefði verið að gera góða hluti. Tveggja ára krakki kveikti í húsi foreldra sinna í Vestmannaeyjum. Starfsmaður Sjóvár segir foreldrana klárlega eiga rétt á bótum. „í svona tiMkum er bara talað um óvitaskap og fólkið er topp- tryggt,“ segir Sigurður Bragason starfsmaður Sjóvár-Almennra í Vestmannaeyjum. DV greindi frá því í gær að tveggja ára peyi hefði óvfljandi kveikt í húsi foreldra sinna. Björn Grétar Sigurðsson, faðir drengsins, sagði að mestu skipti að allir hefðu sloppið heilir. Slysin gerðu ekki boð á undan sér. Sigurður Bragason hjá Sjóvá segir að nú sé verið að semja við fjölskylduna um bætur. Húsið hafi verið brunatryggt og þó að sýnt hefði verið fram á að drengurinn væri valdur að brunanum hefði það engin áhrif á tryggingarnar. „Það hafa verið tilvik þar sem sýnt hefur verið fram á vítavert gáleysi. Krökkunum ekki sinnt eða þau látin vera í eftirlitsleysi," segir Sig- urður en í þeim tilvikum hefur tryggingin fallið niður. „Hjá Birni og fjölskyldu rak krakkinn sig bara í eldavél og kveikti á hellu og ég held að ofan á eldavélinni hafi verið pappakassi utan af slökkvitæki," segir Sigurð- ur sem flokkar málið undir óvita- skap en ekki vítavert gáleysi. Fjöl- skyldan sé því tryggð. Björn Grétar og fjölskylda hafa þegar fundið sér nýja íbúð og stefna nú að því að koma sér aftur fyrir. Björn var nýkominn af sjón- um þegar hann sá húsið sitt alelda á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar. „Dóttir mín var fimm ára og tókst ekki að blása á kertin vegna brunans," sagði Björn Ingi í viðtali við DV í gær. Björn Ingi Sigurðsson ásamt Mikael syni sínum Húsiö er illa farið eftir brun- ann á sunnudaginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.