Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 11
I>V Fréttir
LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 11
Kveikt í
steypubíl
Lögreglan á ísaíirði var
kölluð til vegna skemmdar-
verka sem unnin höfðu ver-
ið á tveimur steypubílum.
Bflarnir stóðu við tilvon-
andi steypustöð fyrirtækis-
ins Ásels. Brotin var rúða í
öðrum bflnum og í hinum
var farið inn og kveikt í
skjöluin og pappírum í
hanskahólfi hans. Að sögn
lögreglu fór betur en á
horfðist með eldinn. Tahð
er að atburðurinn hafi átt
sér stað að kvöldi uppstign-
ingardags. Málið er í rann-
sókn og biður lögreglan á
ísafirði þá sem upplýsingar
geta gefið að hafa samband
við sig.
Gufuá til
Reykvíkinga
Stangaveiðifélag Reykja-
vflcur segist eiga hæsta boð-
ið í veiðirétt Gufuár í Borg-
arfirði. Að því er segir á
svfr.is bárust þrjú tilboð,
þar af eitt frá aðilum sem
nýta ætluðu svæðið til
netaveiða: „Leigutakar á
svæðinu hafa löngum litið
netaveiðarnar hornauga
þar sem lax ttr bergvatns-
ánum er talinn vfllast inn í
ósa Gufuár og verða netum
að bráð. Undanfarin ár
hafa mörg hundruð laxar
veiðst í umræddar neta-
lagnir, en landeigendur
hafa staðið utan við neta-
veiðibannið sem gilt hefur
á vatnasvæði Hvítár í Borg-
arfirði."
19 ára stúlka
lést í bílslysi
Stulkan, sem lést í
umferðarslysi á Breið-
holtsbraut í Víðidal á
fimmtudagsmorgun, hét
Lovísa Rut Bjargmunds-
dóttir. Hún var 19 ára og
var tfl heimilis að
Hraunbæ 84 í Reykjavík.
Allir sáttir á
Nesinu
íbúar Seltjarnarnesbæj-
ar eru mjög ánægðir með
þjónustu bæjarins ef mið er
tekið af viðhorfskönnun
sem Gallup gerði fýrir
skömmu. Af þeim sem
svöruðu voru 85% bæjar-
búa ánægðir með þjónust-
una en aðeins 3% telja
hana slæma. Starfsmenn
bæjarsins fengu sömuleiðis
góða einkunn hjá bæjarbú-
um því um 90% þeirra telja
viðmót og framkomu þeirra
góða. Jónmundur Guð-
marsson, bæjarstjóri Sel-
tjarnarness, sagði á vef-
svæði bæjarins að þessi
góða útkoma sýndi að bær-
inn hefði verið að gera
góða hluti.
Tveggja ára krakki kveikti í húsi foreldra sinna í Vestmannaeyjum. Starfsmaður
Sjóvár segir foreldrana klárlega eiga rétt á bótum.
„í svona tiMkum er bara talað
um óvitaskap og fólkið er topp-
tryggt,“ segir Sigurður Bragason
starfsmaður Sjóvár-Almennra í
Vestmannaeyjum. DV greindi frá
því í gær að tveggja ára peyi hefði
óvfljandi kveikt í húsi foreldra
sinna.
Björn Grétar Sigurðsson, faðir
drengsins, sagði að mestu skipti
að allir hefðu sloppið heilir. Slysin
gerðu ekki boð á undan sér.
Sigurður Bragason hjá Sjóvá
segir að nú sé verið að semja við
fjölskylduna um bætur. Húsið hafi
verið brunatryggt og þó að sýnt
hefði verið fram á að drengurinn
væri valdur að brunanum hefði
það engin áhrif á tryggingarnar.
„Það hafa verið tilvik þar sem sýnt
hefur verið fram á vítavert gáleysi.
Krökkunum ekki sinnt eða þau
látin vera í eftirlitsleysi," segir Sig-
urður en í þeim tilvikum hefur
tryggingin fallið niður.
„Hjá Birni og fjölskyldu rak
krakkinn sig bara í eldavél og
kveikti á hellu og ég held að ofan á
eldavélinni hafi verið pappakassi
utan af slökkvitæki," segir Sigurð-
ur sem flokkar málið undir óvita-
skap en ekki vítavert gáleysi. Fjöl-
skyldan sé því tryggð.
Björn Grétar og fjölskylda hafa
þegar fundið sér nýja íbúð og
stefna nú að því að koma sér aftur
fyrir. Björn var nýkominn af sjón-
um þegar hann sá húsið sitt alelda
á fimm ára afmælisdegi dóttur
sinnar. „Dóttir mín var fimm ára
og tókst ekki að blása á kertin
vegna brunans," sagði Björn Ingi í
viðtali við DV í gær.
Björn Ingi Sigurðsson
ásamt Mikael syni sínum
Húsiö er illa farið eftir brun-
ann á sunnudaginn.