Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Page 27
T3V Helgarblað LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 27 Um þetta leyti eru fimm ár síðan Áslaug Perla var svívirt og myrt. Morðinginn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson bar að hann hafi átt við hana samfarir með hennar vilja nokkrum mínútum áður. Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu hefur aldrei verið sátt við að fyrir dómi skildi ekki hafa verið tekin af öll tvímæli um hvað gerðist. Hún hefur nú aflað þeirr upplýsinga sem hún þurfti til að sýna fram hvernig hann svívirti hana og nauðgaði fyrir morðið. Auk þess fylgir frásögn stúlku sem skrifaði Gerði eftir lát Áslaugar Perlu og lýsti hvernig morðinginn, þremur árum áður gekk í skrokk á henni, hélt hnífi við háls hennar, hótaði að drepa hana og drap í sígarettum á líkama hennar. „ÞaÖ víkur ekki úr huga mér hvemig henni hlýtur að hafa liðið þegar hún fann að hún réði ekki við manninn og var á leið fram af svölunum og fallið niður beið henn- ar. Ég spyr mig líka hvað hún hugs- aði á leið niður af tíundu hæð á steinsteypta stéttina fyrir neðan," segir Gerður og það fer hrollur um hana. Hún segir að ekki líði sá dagur að Áslaug Perla sé ekki í huga henn- ar; ekki bara einu sinni, heldur margoft yflr daginn. „Hvar væri hún ef hún væri á lífi, væri hún gift og ætti hún böm og hvemig væri líf hennar? Þessar áleitnu spumingar leita á mig og mér finnst það svo ósanngjamt að hún skuli ekki hafa fengið að lifa og njóta þess sem lífið hefur upp á bjóða. Ef ég gæti myndi ég drepa þennan mann sem fór svona með hana; svívirti og myrti miskunnar- laust með köldu blóði,“ segir hún og bætir við að það sé ekki á færi venju- legrar manneskju að skilja þann skepnuskap og viðbjóð sem hrærst hefúr í huga morðingjans. Var nýkomin af Vogi „Ég veit að hann hefur einhvem tíma verið lítið saklaust bam því ég vil ekki trúa að nokkur mannvera fæðist ill. Einhvers staðar á leiðinni hefur illskan yfirtekið huga hans,“ segir hún alvarleg og horfir fram. Morðið á Áslaugu Perlu sem aðeins var liðlega tvítug átti sér stað í einni blokkinni við Engihjalla í Kópavogi. Gerður horfir til baka og rifjar upp dagana fyrir þennan atburð sem varð til þess að himinn og jörð hrundu yfir hana á einu augnabliki. ,Áslaug Perla var nýkominn úr meðferð á Vogi. Hún fór aðeins í af- vötnun en hafði ekki farið áður. Ég vissi að hún djammaði of mikið og reykti hass. Skömmu áður hafði hún róast og var byrjuð að vera aftur með kærasta síntrm til nokkurra ára en slimað hafði upp úr sambandinu. Hún var á þeirri línu að vilja breyta lífi sínu og því ákvað hún að fara. Eftir að hún kom af Vogi datt hún nánast strax í það aftur og eftir þá helgi ræddi hún við mig um að hún vildi fara aftur og áfram upp á Vík. Hún pantaði og reiknaði með að komast þá vikuna. Það varð ekki og hún fór út að skemmta sér þetta föstudagskvöld. Ég var ekki mjög hrifin en ég vissi að hún væri að fara á næstu dögum og það þýddi ekkert að ergja sig á því. Á laugardags- morgninum vaknaði ég snemma, var með Andra Pétur dótturson minn sem Ragnheiður eldri dóttir mín á, og var ekki mjög áhyggjufull vegna Áslaugar Perlu. Reiknaði með að hún hefði farið til kærasta síns sem bjó í Kópavogi," útskýrir Gerð- ur. Lamaðist við fréttirnar Hún hikar ögn og hugsar aftur í tímann. Heldur síðan áfram og segir að í hádegisfréttum hafi hún heyrt fréttir um unga stúlku sem fallið hefði af svölum í Kópavogi. ,AUt í einu varð ég ofboðslega hrædd um að um Áslaugu væri að ræða. Hringdi í pabba Áslaugar Perlu og þegar hann kom var ákveð- ið að ég hringdi á lögreglustöðina. „Þeir sögðu mér í gegnum sím- ann að þetta hefði verið hún,“ segir hún og þagnar. Réttir síðan úr sér og það er greinilegt að minningin er henni erfið. Fer síðan fram úr sjálfri sér og talar um prest sem hafi komið og dagana á eftir. „Hvar var ég? Já, hvað ég gerði þegar ég kom úr símanum? Ég fleygði símanum í gólfið og lagðist upp í rúm gjörsamlega lömuð. Gat ekki einu sinni spurt hvað hefði gerst og vildi ekki tala við neinn, bað fólk að fara, ég vildi frið. Ég man að það kom einhver og gaf mér sprautu og skildi eftir róandi lyf. Ég get ekki lýst líðan minni en ég man að við pabbi hennar fórum daginn eftir eftir á lögreglustöðina. Nei, ég man lítið frá þessum tíma. Það rennur allt sam- an,“ segir hún og bætir við að næstu dagar á eftir hafi farið í undirbúning útfararinnar. Hefur aldrei jafnað sig eftir áfallið „Ég fór nádofin í gegnum þetta, véit ekki hvemig," útskýrir hún og játar að höggið hafið riðið yfir af full- um þunga eftir að öllu umstangi í kringum hana var lokið. „Þá tók við líðan sem meira eða minna hefur fylgt mér síðan. Það var að koma sumar og ég var í veikinda- fríi frá vinnu. Ég hefði ekki undir nokkrum kringumstæðum getað unnið eða verið í kringum fólk. Næstyngsta systir mín var mikið hjá mér en það var eins og ég vissi ekki af henni eða neinttm nærri mér. Ég vildi bara liggja í rúminu og það var minn staður þetta sumar. Ég var tóm og átti hvorki orku né vilja til að um- gangast fólk. Ég er stundum spurð hvort ég sé ekki að jafiia mig en í hreinskilni sagt held ég að það verði aldrei. Ég get ekki sætt mig við að líf dóttur minnar hafi verið hrifsað frá henni á þennan hátt. Ég er ekki lif- andi nema að hluta, það dó svo mik- ið í mér við þetta. Mér finnst hafa verið slökkt á mér þegar þetta gerð- ist,“ segir hún síðan. „Ég hef ekki náð eðlilegri orku á ný og ef ég á að geta stundað starf mitt eðlilega, þá þýðir ekki fyrir mig að fara síðar í rúmið en tíu á kvöldin. Það fer svo mikil orka í sorgina og það að hugsa svona stöðugt um þetta. Ég ræð einfaldlega ekki við annað. Líf mitt er því afskaplega fá- nýtt dag frá degi og ég geri lítið ann- að en vera heima og í vinnu," segir Gerður. Enn eitt áfallið Það er ekki úr vegi að áætla að áfallið sem Gerður fékk við lát Ás- laugar Perlu hafi verið komið sem fyllti mælinn. Hún var ekki að upp- lifa sorgina í fyrsta eða annað sinn. Haustið 1993 lést ungur piltur sem var að klifra upp á þaki, bjarta sum- amótt, á Ljósvallagötunni. Vinkona hans svaf þar undir þakglugga. Þeg- ar hann fetaði sig í átt að glugganum hrasaði hann, missti jafnvægið og lést við fallið. Hann hét Pétur og var systursonur Gerðar. Hann var afar efhilegur piltur, vel gefinn og klár. Hann hafði fengið inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann þetta haust og átti framtí'ðina fyrir sér. Gerður segir lát hans hafa verið mikið áfall. Hann var á aldur við elstu dóttur hennar og á milli þeirra var mikill vinskapur. „Pétur var meira en systursonur minn því hann var að mestu alinn upp hjá móður minni. Lát hans var skyndilegt og þetta var mUdð högg sem fjölskyldan varð fyrir og hún var lengi að jafna sig á. Aðeins einum og hálfum mán- uði áður varð elsta systir mín, Anika, bráðkvödd. Hún hafði fáum árum áður flutti aftur til landsins frá Lux- emborg. Það var ekki síður erfitt að komast í gegnum það og bömin hennar þurftu mikið á okkur að halda. Áslaug Perla Minning hennarlifírog móöir hennar berst fyrir þvl að fullu réttlæti verðináð. „Móðir mín lést síðan í lok árs 1998,“ bendir Gerður á en hún á einnig að baki skilnað við mann sinn á þessu tímabili. Harmleikurinn í Engihjallanum þegar Áslaug Perla var myrt var því enn eitt áfallið og í ratm ekki flóldð að álykta svo að eitt- hvað hafi látið undan síga hjá Gerði. Það em takmörk fyrir hve mikið er hægt að leggja á hverja manneskju. Gerður segir að vissulega sé það rétt. Hún geti ekki sagt hvort hún hefði átt aðveldara með að vinna úr harm- inum sem hún upplifði þegar dóttir hennar dó ef ekíd hefði verið fyrir hve mikið hafði verið á hana lagt. Sorginni sé aldrei hægt að venjast og það er illt að sætta sig við að missa barn. „Ég er ósátt og sætti mig aldrei á meðan ég lifi við að viðbjóðslegur morðingi skuli taka sér þann rétt að ráðskast með líf dóttur minnar." Nauðgað og svívirt fyrir morðið Gerður hefur barist frá því hún missti dóttur sfna fyrir að það verði viðurkennt að morðinginn nauðgaði og svívirti Áslaugu Perlu á hrotta- fenginn hátt áður en hann kastaði henni fram af svölunum. Hún segir að hann hafi verið dæmdur fyrir morðið en ekki nauðgunina og með- ferðina. „Ég get ekki sætt mig við að fólk hafi þá mynd af því sem gerðist að hún hafi haft samfarir við hann sjálf- viljug eins og hann skýrði frá. Enda styðja öll gögn málsins að svo hafi ekki verið. Eg veit að hún hefur barist af alefli gegn honum. Á það var engin áhersla lögð í dómnum að sannleikurinn kæmi fram. Það var eins og það væri aukaatriði og ein- hver sagði við mig á eftir: „Hvað er þetta eiginlega mann- eskja, er ekld nóg fyrir þig að hann skyldi vera dæmdur fyrir morð?" Gerður segir það bara alls ekki vera, hún vilji hreinsa nafn dóttur sinnra. Hún hefði viljað það sjálf; réttlætiskennd Áslaugar Perlu hafi verið mikil og hafi hún fylgst með væri hún ekki sátt. Gerður heftir gert allt sem í hennar valdi stendur til að koma því á framfæri. Reyndi hvað hún gat að fá dóminn til að taka á því en gögnum sem hún vildi að væru tekin gild fyrir dómi var vísað frá. Hún hefur barist við kerfið og skrifað „Hún var án nær- buxna sem hann hafði rífið utan af henni og fundust rífn- ar í vasa morðíngj- ans." umboðsmanni Alþingis; án árang- urs. Það er eins og þetta skipti ekki máh, henni átti að vera nóg að hann fengi fjórtán ára dóm. Hún tekur fram að það sé ekki aðalatriðið hvort hann hefði fengið lengri dóm; að- eins að sannað sé að Áslaug Perla hafi ekki þýðst þennan mann. Lýs- ing hans á því sem gerðist sé ógeðs- leg þar sem hann beinlínis gerir dóttur hennar soralega og lausláta. Það geti engin kona, hvorki lífs né liðin, setið undir því að þannig hafi hún verið. Rifnar nærbuxur í vasa morð- ingjans Gerður útskýrir hvað í atburða- rásinni og gögnum málsins sanni að hennar mati að dóttir hennar hafi ekki átt samfarir sjálfviljug við morð- ingjann. Áslaug Perla fór með hon- um í Engihjallann undir því yfirskini að hún væri að fara í partí. Leigubíl- stjórinn sem ók þeim ber að hún hafi beðið í bílnum á meðan hann hafi farið að kanna málið. Hún beið í um það bil tuttugu mínútur en þá kom hann aftur út og sagði henni að koma. Hann horfði á eftir þeim en það voru ekki liðnar tíu mínútur, lík- lega sjö til átta mínútur þegar hann hrinti henni fram af svölunum. Gerður segist sjálf hafa farið á stúfana og talað við leigubflstjórann til að fá þetta staðfest. Útilkokað sé að á þeim tfrna hafi þau farið upp á tíundu hæð og haft samfarir í friði og spekt. „Það stenst ekki enda er það fleira sem sýnir að svívirðing átti sér ekki stað átakalaust. Hún hefur barist um á hæl og hnakka. Á ytri kynfærum hennar var langur djúpur skurður um það bil sentimeter á breidd og 4-5 á lengd. Hún var án nærbuxna sem hann hafði rifið utan af henni og fundust rifhar í vasa morðingjans," segir hún, stendur upp og sækir sams konar nærbuxur sem Áslaug Perla keypti tveimur dögum áður til að hafa með sér á Vflc. „Þetta eru sterkar buxur og það rífur þær enginn nema með átökj um,“ segir hún og teygir úr þeim. Á enni hennar var líka stór og mikil kúla sem sannað var að gat ekki hafa komið við fallið. Hún bendir síðan á að Áslaug Perla hafi verið í smekk- buxum sem féllu alveg að henni. „Sylgjan var rifin frá, það hefur þurft átak til að ná þeim niður af mjöðmunum á henni. Buxumar voru vafðar utan um ökkla hennar þannig að hún hefur ekki getað not- að fætuma til að sparka frá sér. Síð- an dirfist hann að halda því fram að hún hafi verið ánægð og allt hafi þetta farið fram með hennar vilja á örfáum mínútum!" segir Gerður reið og sár yfir að ekki skuli hafa verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að maðurinn hafi logið blákalt upp á látna dóttur hennar. Til allra hluta líklegur Gerður bendir einnig á að fleira hafi komið fram sem sýni fram á lygi morðingjans og renni stoðtun undir hvað hafi raunverulega farið fram á ganginum og svölum tíundu hæðar við Engihjalla. „Ég fékk bréf frá stúlku sem ég þekkti ekld neitt skömmu eftir að Ás- laug Perla dó. í bréfinu lýsir hún kynnum sínum af morðingjanum og bendir mér á að hann sé til allra illa hluta lfldegur. í bréfinu skýrir hún frá upphafi kynna þeirra tveimur árum áður þegar hún réði sig í fisk- vinnu í Þorlákshöfh. Ásgeir Ingi, morðingi Áslaugar Perlu, var þar að- stoðarverkstjóri. Hún lýsir andúð- inni sem hún hafði á honum allt frá fyrstu tíð," segir Gerður sem fékk leyfi stúlkunnar til að leggja bréfið fram í dóminum. Stúlkan benti henni einnig á kæru sem hún hafði lagt fram hjá lögreglunni á Selfossi og þá þrautargöngu hennar að ná ffarn rétti sínum og hótunum Ás- geirs í kjölfarið. Bréf stúlkunnar er trúverðugt, skrifað af einlægni, skynsemi og án allrar reiði eða hefnigimi. Frásögn hennar í stórum dráttum er á þá leið að vinkona hennar hafi tekið upp samband við Ásgeir skömmu eftir að stúlkumar hófu að vinna í frystihús- inu í bænum. Þær leigðu íbúð á staðnum og þar dvaldi Ásgeir Ingi „Ég fleygði símanum í gólfið og lagðist upp í rúm gjörsamlega löm- uð" meira eða minna eftir það. Hún lýsir ruddafenginni framkomu hans við hana inni á heimili hennar. Hvemig hann óð yfir þær, borðaði matinn þeirra eins og hann hefði greitt hlut á móti þeim og hegðaði sé eins og hann ætti heimilið einn fyrir sig. Stúlkan átti erfitt með að sætta sig við yfirganginn og lét það í ljós án orða. Hún segir ljóst að Ásgeir Ingi hafi átt erfittt með að sætta sig við að hún liði ekki frekju hans og virðing- arleysi við hana inni á eigin heimili. Fantabrögð og ofbeldi í bréfinu er lýsing á kynlífi hans og vinkonu hennar samvæmt frá- sögn hennar sjálfrar. „...hún talaði um að kynlíf þeirra einkenndist af fantabrögðum og of- beldi..." Htln segir að hún hafi ekki litið á það sem nauðgun en lflcaði ekki aðfarirnar. í bréfinu segir hún frá hvernig Ásgeir Ingi fór mað hana tveimur mánuðum eftir kynni þeirra. Þau komu þá heim af dans- leik á Selfossi ásamt vinkonu henn- ar. Ásgeir var meðvitaður um andúð stúlkunnar á sér og milli þeirra hófst rifrildi „...þegar hann kom heim trylltist hann og ásakaði mig um daður við vin hans..." skrifar hún orðrétt. Á meðan á því stóð gaf hún vin- konu sinni úrsÚtakosti, annað hvort færi Ásgeir úr húsi eða hún. Vinkon- an brást þannig við að hún hljóp grátandi út ogÁsgeir Ingi varð tryllt- ur úr reiði þegar hún hvarf út. „..Ásgeir réðst á mig, keyrði mig fram og aftur um alla íbúð, henti mér í veggi, sparkaði hvað eftir ann- að í mig og reyndi að kyrkja mig," segir orðrétt í bréfi hennar. Hún gat flúið undan honum inn á salemi þar sem hún reyndi að hringja á hjálp, en hann braut upp hurðina. Þreif af henni símann og mölbraut hann og hvarf á brott. Hún lýsir því síðan hvemig hún hafi farið í lost og verið sem lömuð enda hafi hún aldrei upplifað neitt þessu líkt áður. Skreið grátandi inn í rúm Ásgeir Ingi hvarf á brott og hún skreiddist fram, læsti að sér og reyndi að sofna. En þetta var skammgóður vermir því hann sneri aftur og ham- aðist á hurðinni. Hún óttaðist að hann myndi brjótast inn og vinna spjöll á íbúðinni sem hún var með á leigu og þorði ekki annað en að opna. Ásgeir Ingi mddist inn vopn- aður hnífi. Hann keyrði hana niður í sófa í stofunni og þar hélt hann hnfíhum að henni „...að mér virtist í heila eilífð. Hann sagðist myndu drepa mig og það yrði gert á ákveðn- um tfrna, taldi niður mínútumar þar til ég myndi deyja“. „Jæja það em þrjátíu mínútur þar til þú deyrð, hlakkar þú ekki til?“ hefur hún eftir honum. Hann hélt áfram að telja niður að dauðastund hennar. Stúlkunni fannst líða heil eilífð en gat ekki áttað sig á tfrnanum. Ásgeir sagði að hennar ein von væri að vin- kona hennar og kærasta hans kæmi til baka. Þá myndi hún sleppa lifandi. ,ÁUan þennan töna gerði hann mér allt til miska, drap í sígarettum á mér, henti þeim í mig, lýsti hvemig hann ætlaði að fara að því að drepa mig, hvemig harm kæmist upp með það." í sófanum kvaldi hann hana og píndi í góða stund, upplýsti hana með hnífinn að hálsi hennar um að hann væri í góðum samböndum innan lögreglunnar. Það var henni til bjargar að vinkonan kom til baka. Stúlkan skreið í miklu sjokki grátandi inn í rúm en daginn eftir kom móðir hennar austur og náði í hana. Þær héldu rakleiðis til lögreglunnar á Sel- fossi, sýndu þar áverkana á lflcaman- um og óskuðu eftir að lögreglan færi og skoðaði ummerki eftir atburðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.