Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005
Helgarblað DV
Kærustuparið Anna Gréta Sveinsdóttir
og Daníel Þór Guðjónsson eru / a
bæði ættleidd. Foreldrar jasjmjjl
Önnu Grétu sóttu hana Æfc
til Indlands þegar hún Æ
var átta mánaða en for- JB
eldrar Daníels sóttu fl
hann til Srí Lanka. Þau Jj
eru aðeins 17 og 19 ára
en voru að eignast sitt
fyrsta barn. ^jilKÉ
Anna Gréta, Daníel Þór og litla stelpan
,tg var aðems 16 ára þegar ég varð ófrlsk og
mér fannst erfiðastað segja mömmu frá
þessu.Það var kvöl og plna,
'segirAnna Gréta.
„Fólk heldur stundum að við séum systkin," segir Anna Gréta
Sveinsdóttir en hún og kærastinn hennar, Daníel Þór Guðjóns-
son, eignuðust litla dóttur þann 28. apríl síðastliðinn.
Anna Gréta var ættleidd frá Ind-
landi árið 1988 en hún er 17 ára í dag.
Daníel Þór var hins vegar ættleiddur
frá Srí Lanka og er 19 ára. Þau hafa
verið saman í tvö og hálft ár og kynnt-
ust fyrir tilviljun. „Sumir halda
kannski að við séum útlendingar en
flestir halda að við séum systkin,"
segir hún og bætir við að þau hlæi
bara að þessu.
Erfiðast að segja mömmu
Anna Gréta segir að meðgangan
hafi gengið mjög vel, hún hafi ekki
þjáðst af morgunógleði en hafi þó
fengið ansi slæma grindargliðnun en
sé núna orðin spræk. Hún flutti frá
Akureyri til Reykjavflcur árið 2003, og
nú býr litla fjöískyldan hjá foreldrum
Damels á Álftanesinu. Foreldrar
Önnu Grétu búa hins vegar fyrir
norðan, þar sem nýbökuðu for-
eldramir eru í heimsókn, og Anna
Gréta segir að það sé mömmu sinni
mikil huggun að vita af foreldrum
Daníels Þórs hjá þeim. Litla stelpan er
fyrsta bamabam foreldra hennar en
eldri systir Daníels á fjögur böm.
Anna Gréta segir að þrátt fýrir að
„Það er mjög skrítið
að hafa einmitt hitt
strák sem hefur nán-
astsömu sögu að
segja og maður
sjálfur."
meðgangan hafi ekki verið plönuð
hafi henni ekki bmgðið mjög mikið.
„Ég var aðeins 16 ára þegar ég varð
ófrísk og mér fannst erfiðast að segja
mömmu frá þessu. Það var kvöl og
pína. Hún tók þessu samt vel og í dag
er hún í skýjunum," segir Anna Gréta
og bætir við að pabbi hennar sé að
springa úr stolti. „Pabba hafði grunað
þetta. Honum fannst ég hafa fitnað
en þar sem ég vissi ekki að ég væri
ófrísk neitaði ég því alltaf. Þegar ég
var komin ellefu vikur á leið fór ég til
læknis og þá var grunur pabba stað-
festur."
Veit lítið um fortíðina
Anna Gréta á tvær yngri systur
sem einnig em ættleiddar frá Ind-
landi. Sú yngsta heitir Guðrún og er
10 ára en Bergþóra fermdist í ár og er
13 ára. Systumar koma allar frá sama
bamaheimilinu í Kalkútta en Anna
Gréta veit Ktíð um sögu sína áður en
hún kom til íslands. „Mamma og
pabbi sóttu mig þegar ég var átta
mánaða og í rauninni veit ég Ktíð hver
upprunaleg saga mín er. I raun og
vem vil ég vita meira en samt ekki, því
maður vill ekki verða fyrir vonbrigð-
um. Mamma og pabbi em náttúrlega
foreldrar mínir en það er skrítin til-
finning að eiga kannski aðra foreldra
úti. Þegar ég var yngri hugsaði ég
stundum um þau en ég gerði mér
snemma grein fyrir því að þau hafa
ekki getað hugsað um mig sökum
fátæktar. Ég hugsa að þau hafi viljað
gefa mig til að ég gætí öðlast betra líf
en ég get náttúrlega ekki vitað hvort
„Mamma og pabbi
sóttu mig útþegar ég
var átta mánaða og í
rauninni veit ég lítið
hver upprunaleg saga
mín er."
það sé raunverulega ástæðan eða
ekld,“ segir Anna Gréta og bætir við
að hún vilji heimsækja Indland ein-
hvem tíma í framtíðinni. Daníel Þór á
einnig ættleidda systur sem kom til
landsins frá Srí Lanka á sama tíma og
hann. Anna Gréta viðurkennir að það
sé ótrúleg tilviljun að þau hafi kynnst
og byijað saman. „Ég pæli oft í
þessu," segir hún brosandi. „Það er
mjög skrítíð að hafa einmitt hitt strák
sem hefur nánast sömu sögu að segja
og maður sjálfúr. Hami var samt að-
eins átta daga gamall þegar hann
kom, en venjumar em allt aðrar á Srí
Lanka en á Indlandi enda er um ólíka
menningarheima að ræða,“ segir
Anna Gréta.
Skrítið að vera orðin mamma
Anna Gréta og Damel hafa ekki
enn ákveðið hvenær þau ætli að skíra
litlu dótturina. Anna Gréta segist bara
kalla hana litlu stelpuna þar sem hún
vilji ekki kalla hana einhverju gælu-
nafiii. „Ég sagði öllum að hún væri
stelpa en við ætlum að halda nafiúnu
fyrir okkur sjálf. Það kemur bara í ljós
við skfmina," segir hún og bætir við
að skímin fari lfldega fram í Sval-
barðskirkju þar sem hún var sjálf
fermd.
Anna Gréta er ung móðir og hún
segist varla vera búin að átta sig á
þessu nýja hlutverki. „Það er mjög
skrítíð að vera orðin mamma og ég
held að ég sé varla búin að gera mér
grein fyrir þessu. Fjölskyldur okkar
em mjög spenntar yfir þessu og vin-
konur mínar vom ömgglega spennt-
ari en ég á meðgöngunni. Þeim finnst
samt skrítíð að ég skuli vera komin
með bam. Litla var ellefu merkur þeg-
ar hún fæddist og er undir eftírlití þar
sem hún var svo lítil en ég var með
Systur Anna Gréta á tværyngri systur sem
einnig eru ættleiddar frá Indlandi.Á mynd-
inni eru Anna Gréta og Bergþóra en á hana
vantar Guðrúnu systur þeirra.
frekar pena kúlu og við erum bæði
frekar h'til. Hún er samt mjög góð og
er frekar róleg, alla vega miðað við
það sem ég heyrði af hinum bömun-
um á sjúkrahúsinu," segir Anna Gréta
hlæjandi.
indiana@dv.is