Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 41
I ittast hefnd rottans sem ústaði lí» ’ MUmMtMmsniir r ► DV ER ÁGENGUR FRÉTTAMIÐILL Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo? SIÐASKRÁ DV AUGLÝSENDUR Hagsmunir auglýsenda eru ekki hafðir til hliðsjónar við vinnslu og birtingu efnis í blaðinu. BEIN RÆÐA Bein ræða er aðeins notuð, þegar heim- ild er nafngreind. Fjölmiðill eða hluti hans telst heimild í þessu samhengi. Ritstjóri getur ákveðið í sérstökum tilvik- um að viðhalda nafnleynd viðmælanda, sem talað er við í beinni ræðu, ef öryggi hans er talið ógnað með nafnbirtingu. Ummæh fólks í skoðanakönnunum mega birtast nafnlaus, enda eru nöfnin ekki þekkt. Málfar viðmælenda er stundum lagað í beinni ræðu þeirra, en merkingu hennar ekki breytt. BLEKKINGAR Starfsmenn ritstjórnar villa ekki á sér heimildir, þegar þeir afla frétta. Blaðamenn DV kynna sig ávallt sem blaðamenn DV við fréttaöflun. GREIÐSLUR DV greiðir ekki fyrir rétt til efnis nema viðurkenndum aðilum á því sviði, svo sem gagnrýnendum og dálkahöfundum. DV greiðir fastar og auglýstar upphæðir fyrir fréttaskot. HAGSMUNIR Starfsmenn ritstjómar láta yfirmenn vita um hugsanlega hagsmunaárekstra vegna áhugamála sinna, félagstengsla og fjármála. Starfsmenn ritstjómar nota ekki upplýs- ingar úr starfi í eiginhagsmunaskyni, t.d. til viðskipta með hlutabréf, og skrifa ekki um fyrirtæki, sem þeir eiga í. Starfsmenn ritstjórnar geta ekki vinnu- staðar síns til að afla sér betri þjónustu úti í bæ. Starfsmenn og helztu aðstandendur þeirra eru ekki til umfjöllunar í blaðinu nema að sérstaklega gefnu tilefni. Starfsmenn og helztu aðstandendur þeirra geta ekki unnið til verðlauna í leikjum á vegum blaðsins. BRÉFSEFNI Starfsmenn ritstjórnar nota ekki bréfs- efni eða önnur einkenni blaðsins í óvið- komandi skyni. BÖRN Sérstök aðgát er viðhöfð, þegar myndir eru teknar af börnum eða talað við þau. Yfirmenn ritstjómar em látnir vita. Sérstök áherzla er lögð á hagsmuni barna í kynferðisbrotamálum. EFNISFLOKKUN Greint er milh frétta, skoðana og afþrey- ingar í blaðinu og efnið birt á mismunandi stöðum í blaðinu. Skoðanir em einkum birtar í fyrstu opnu blaðsins og stundum á næstsíðustu síðu þess. Auglýsingar eru aðgreindar frá öðru efni blaðsins. EINKAMÁL Ekki em birtar upplýsingar um persónu- lega einkahagi fólks á heimili þess, svo sem um viðkvæm atriði á borð við kynhegðun þess, lyfjanotkun, vímuefnanotkun og félagsleg vandamál, nema heimilið lendi í útistöðum við umhverfið eða fólk vilji sjálft skýra mál sitt á vegum fjölmiðla. Mál utan heimihs eru opinber. Fjármál og fyrirtæki eru opinber. FJÖLMÆU Starfsmenn ritstjómar forðast efnistök, sem stríða gegn lögum um fjölmæh. FRÍFERÐIR Starfsmenn ritstjómar nota ekki ókeypis ferðir eða gistingu, ef því fylgja skuldbind- ingar. Ef efni er birt í tengslum við ókeypis ferðir eða gistingu starfsmanna ritstjórn- ar, er sagt frá því í textanum. Makar, fjölskylda eða vinir starfsmanna ritstjórnar fara ekki með þeim í ofan- greindar fríferðir. GAGNRÝNI Ritstjórar DV svara gagnrýni á blaðið. GJAFIR Starfsmenn ritstjómar þiggja ekki per- sónulegar gjafir og segja yfirmönnum frá tilraunum til þeirra. HEIMILDARMENN Starfsmenn ritstjómar gæta trúnaðar við heimildarmenn. Heimildarmenn em hvattir til að koma fram undir nafni. HLUTVERK Starfsmenn ritstjórnar bera undir yfir- menn sína, ef þeir hafa áhuga á að taka að sér opinbert hlutverk, svo sem að stjórna fundum og vera fahð að taka þátt í um- ræðu á fundum eða taka að sér önnur verkefni, sem gætu haft áhrif á starf þeirra á ritstjóm. HÖFUNDARRÉTTUR Orðréttra heimilda er jafnan getið. LEIÐRÉTTINGAR Efnislegar villur eru leiðréttar stuttara- lega við fyrsta tækifæri, ahtaf á sama stað í blaðinu. Starfsmenn ritstjómar láta yfirmenn sína vita af gagnrýni á texta blaðsins. LJÓSMYNDIR Breyttar og samsettar ljósmyndir eru sérstaklega auðkenndar sem shkar. MÁLFAR Texti blaðsins er skrifaður á góðri ís- lenzku, sem er skiljanleg öllum almenn- ingi, en ekki á sérmáli stofnana eða stétta. MEÐMÆLI Starfsmenn ritstjómar mæla ekki með vömm og þjónustu í auglýsingum. MYNDBIRTINGAR Sömu reglur gilda og um nafnbirtingar (sjá hér að neðan). NAFNBIRTINGAR DV birtir jafnan nöfn og myndir fólks, sem er í fréttum blaðsins, svo framar- lega sem blaðið kemst yfir þessar upp- lýsingar. Undantekningar byggjast einkum á hagsmunum brotaþola. Ekki em birt nöfn og myndir þolenda kynferðisbrota. Ef fleiri en ein er höfuðpersóna fréttar, tengja myndatextar eða fyrirsagnir saman nöfn og myndir. Ef fréttin er stutt og höfuðpersóna henn- ar er aðeins ein, þarf ekki myndatexta. Stundum er frestað birtingu nafna um tíma, einkum fólks, sem látizt hefur óvænt. Þetta gerir blaðið í samráði við aðra aðila, sem koma að málinu. Slík frestun birtingar kemur síður til greina, ef hún gæti valdið óþægindum hjá aðstandendum annarra, sem af komust í slysinu. Ekki em birt nöfn þolenda kynferðis- brota. Ekki verður komið í veg fyrir, að þessar reglur skilji eftir grá svæði. í slíkum til- vikum ræða yfirmenn á ritstjórn sín á milli, áður en ákvörðun er tekin. NÁKVÆMNI Starfsmenn ritstjórnar gæta þess, að rétt sé farið með hvert smáatriði í blaðinu. Starfsmenn ritstjórnar gæta þess í öllum sínum verkum að efla traust lesenda á blaðinu og starfsfólki þess. NÝBÚAR Sérstök aðgát er höfð við að geta upp- runa eða þjóðemis fólks, ef það varðar ekki málsefni. ORÐAVAL Ekki em notuð móðgandi orð eða blóts- yrði utan beinnar ræðu nema málefnið kalli beinlínis á slíkt. Um slík atriði er rætt við yfirmenn ritstjómar. ÓHLUTDRÆGNI Ekki er dreginn taumur málsaðila í frétt- um. Gætt er jafnvægis mihi sjónarmiða inn- an skamms tímabils. Ekki er skrúfað einhliða frá krana eins sjónarmiðs í einu tölublaði án þess að geta hinna sjónarmiða málsins í leið- inni. RANNSÓKNIR Hafa þarf tvo sjálfstæða heimildarmenn frá fyrstu hendi að sérhverri viðkvæmri frétt, sem fæst með aðferðum rannsóknar- blaðamennsku. Viðkomandi yfirvald getur tahzt vera næg heimild, þótt það sé eitt til frásagnar. Þaö telst ekki vera heimildarmaður, sem ber frétt miUi heimUdarmanns og rann- sóknarblaðamanns. Viðkvæm er sú frétt, sem hlutaðeigend- ur reyna af einhverjum ástæðum að halda leyndum fyrir fjölmiðlum eða getur orðið tilefni málsóknar á hendur fjölmiðhnum eða starfsfólki hans. Reglan nær ekki aðeins til frétta, sem ætlunin er að halda leyndum yfirleitt, heldur líka til þeirra frétta, sem ætlunin er að gefa frjálsar að ákveðnum umþótt- unartíma liðnum. RITSKOÐUN Enginn fær send afrit af óbirtum frétt- um. Stundum eru kaflar lesnir upp fyrir fólk, þar sem vitnað er í það sjálft. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins. SEGULBÖND Starfsmenn ritstjórnar nota ekki leynd- an hlerunarbúnað. Viðtöl eru tekin upp á segulband til að tryggja nákvæmni í efni blaðsins. SORG Farið er varlega að því fólki, sem hefur orðið fyrir áfalh. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.