Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Side 54
54 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005
Menning DV
Slagur
um Tony
Tilnefningar fyrir Tony-verð-
launin í New York hafa verið birt-
ar og greinir UPI frá því að slagur
um verðlaun til karlleikara verði
óhemju grimmur í ár en afhend-
ing fer fram þann 15. júní. Ástæð-
an er sú að á sviðum Broadway
hafa verið stórar sýningar með
áberandi karlaslagsíðu.
Nær tveggja áratuga karlaverk
David Mamet, Glengarry Glen
Ross, er skipað eintómum körlum
og sömu sögur er að segja um
Koddamanninn sem var nýlega
frumsýndur hér í Reykjavík og
réttardramað Twelve Angry Men
sem þekkt er í tveimur kvik-
myndaútgáfum.
Meðal þeirra sem eru tilnefnd-
ir eru James Earl Jones fyrir leik í
On Golden Pond, Ðenzel Wash-
ington fýrir leik í Júlíusi Caesar,
Alan Alda fyrir Glengarry Glen
Ross, John C. ReiUy fyrir Spor-
vagninn Girnd, og Jeff Goldblum
og Billy Crudup sem báðir leika í
Koddamanninum.
Ný skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson kemur út í haust. „Þetta er ástarsaga fyrst og
fremst,“ segir skáldið en sagan hefur fengið nafnið Höfuðlausn og er ramminn í
söguna sóttur í fyrsta kvikmyndaævintýri íslendinga þegar Borgarættin eftir
Gunnar Gunnarsson var kvikmynduð hér á landi sumarið 1919.
Höfuðlausn Olafs
Gunnarssonar
Ólafur Gunnarsson er þessa
dagana að fara yfir síðuprófarkir
af skáldsögu sem hann lauk við
fyrir skömmu. „Þetta er ástar-
saga fyrst og fremst. Hún verður
um tvöhundruð síður sem hefur
ekki þótt langt. Þegar ég var að
skrifa mínar stuttu sögur var ég
beðinn um að lengja, og svo var
mér borið á brýn að ég skrifaði
bara langar sögur. Þessi saga
kom til mín fljótt, hún var klár
strax í upphafi og skrifaði sig
nánast sjálf."
f kvikmyndatöku
Sem sögusvið hefur Ólafur
valið þann einstaka atburð þegar
Borgarættin, vinsæll róman
Gunnars Gunnarsonar skáld-
bróður hans, var kvikmyndaður
af einu stærsta kvikmyndafyrir-
tæki Evrópu, Nordisk Film.
Hingað kom stór hópur danskra
listamanna og í kvikmyndina
voru ráðnir íslenskir leikarar:
Guðmundur Thorsteinsson -
Muggur - fór með eitt aðalhlut-
verkanna í myndinni og þar er
líka að sjá þær Stefaníu Guð-
mundsdóttur og Ib Sigurjóns-
son, konu Jóhanns Sigurjónsson-
ar.
Ýmis efni úr lífi fjölskyldu
Faðir Ólafs var þá þegar kom-
inn með eigin rekstur sem bíleig-
andi og bílstjóri og var ráðinn til
Gunnars Sommerfeldt ieikstjóra
til að vinna við akstur og snún-
inga. Sá Gunnar meðal annars
um að útvega leikmuni og hefur
Ólafur því heyrt frásagnir af kvik-
myndatökunni frá unga aldri.
Hann ítrekar að þessi bakgrunn-
ur sögunnar sé bara rammi um
þá atburði og persónur sem
hann hefur smíðað. Ólafur við-
urkennir að Höfuðlausn sé „per-
sónulegasta skáldsaga sem ég
hef skrifað í langan tíma, líklega
síðan Milljón prósent menn kom
út. Ég fjalla þarna um ýmis efni
úr lífi fjölskyldu minnar sem ég
hef ekki getað tekið á fyrr en nú,
ekki komið fyrir."
Næsta verk hafið
Ólafur er þegar kominn á veg
með næsta verkefni sitt sem verð-
ur safn smásagna. Skáldsögur
hans hafa verið að koma út í
erlendum þýðingum síðasta miss-
eri. Hann gerir ráð fyrir að smá-
sagnasafnið komi út 2006, en seg-
ir útgefandann ráða öllu um út-
gáfutíma Höfuðlausnar. Hann
segist í raun feginn að skrifin hafi
að þessu sinni gengið greiðlega.
Ólafur er þekktur fyrir að vinna
stærri sögur sínar í mörgum
gerðum sem um síðir styttast
í þá texta sem koma fyrir augu
lesanda: „Það er hræðilegt að
setja helminginn af handriti í
ruslið - en þegar handrit er 1500
síður verður að stytta. Það er hálf-
gerður Kleppur."
Nóg að gera
Jón Atli Jónasson hefur nóg að
. gera þessa dagana. Hann vinnur nú
að frágangi á leiktexta fyrir svið-
setningu Gísla Arnar Garðarssonar
á Wozzek eftir Buchner fyrir stóra
sviðið í Barbiccui-leikhúsinu í
London. Æfingar standa nú sem
hæst á Smíðaverkstæðinu í Þjóð-
leikhúsinu á Rambó 7 í leikstjóm
Egils Heiðars Antons Pálssonar en
þetta verk fékk fr amgang fyrst í
vinnubúðum sem breska leikhúsið
Royal Court eftidi til á liðnu sumri.
Er frumsýning þann 20. aprfl. Þá
hafa heyrst sögur af því að þau í
Vesturporti hyggist æda kvikmynda
Brim sem þau léku á liðnu ári við
mikla hrifningu. Em líkur á að það
verk verði unnið í samstarfi við nor-
ræna framleiðendur. Loks er að
»yænta skáldsögu frá Jóni Atla í
haust sem seinkað var á síðasta ári
vegna anna hins unga höfundar.
Var hún kölluð f frostinu í fyrra og
mun höfúndur vilja halda þeim titli.
Sartre kemur aftur til Akureyrar
Jean Paul Sar-
tre Um það leyti
sem hann kom
hingað upp.
haldið er í Deiglunni í Listagilinu á Þann 21. júm' hefði franski rithöf-
Akureyri í dag kl. 14. undurinn og heimspekingurinn Jean
Franski heimspekingurinn Jean
Paul Sartre kom bara einu sinni til fs-
lands. Eftir að Þjóðleikhúsið sýndi eft-
irstríðsáraverk hans, Flekkaðar hend-
ur, 1951 var heimspekingurinn, sem
þá var þegar farinn að valda miklum
deilum meðal menntamanna í
Evrópu, tilneyddur að koma hingað
upp og eyða höfundarlaunum sínum.
Það fór furðu lítið fyrir honum. Þau
Simone de Beauvoir bjuggu á Borg-
inni og fóm stutta ferð norður og vom
á Hótel KEA.
Næstu tvo áratugi var andi Sartre
vaðandi uppi í fslensku menningar-
lífi. Af honum birtust stöðugar fréttir,
hann setti sterkt mark sitt á fram-
sæknar skáldsögur og leikrit og
heimsmynd hans smaug inn í vitund
myndlistar og ljóðsins. Það var aftur
ekki fyrr en seinna sem áhrifa konu
hans tók að gæta. Beauvoir varð einn
helsti áhrifavaldur kvennabyltingar-
innar sem varð á sjöunda og áttunda
áratugnum og enn sér ekki fyrir end-
ann á.
Arfleifð Sartre verður rædd í sam-
drykkju á Akureyri í dag. Ekki hefur
farið mikið fyrir Sartre í íslenskri
heimspekiumræöu hin seinni ár en á
því verður vonandi breyting með
málþinginu „Sartre Sympósíum" sem
Paul Sartre orðið hundrað ára ef hann
hefði lifað svo lengi. Sartre var einn
helsti talsmaður tilvistarstefnunnar
(existensialism). í verkum hans koma
einnig fram áhrif frá sálgreiningu og
mandsma. Það eru þau Páll Skúlason,
Ragnar Hólm, Sigríður Þorgeirsdóttir
og Vilhjálmur Ámason sem reifa
heimspekinginn og hans áhrifamiklu
verk.
Merkasta heimspekirit J. P. Sar-
tre er L’Etre et le néant (1943) en af
skáldsögum hans má nefria La
Nausée (1938) og Les chemins de la
liberté (1945-49). Sartre var afkasta-
mikið leikskáld og skrifaði m.a. Les
Mouches (1943), Huis clos (1944;
Lokaðar dyr - Gríma 1961), Les
Mains sales (1948; Flekkaðar hendur
-Þjóðleikhúsið 1951) og Les
Séquestrés d’Altona (1959; Fangam-
ir í Altona - Leikfélag Reykjavíkur
1963). Endurminningar Sartres Les
Mots, komu út 1964. Hann hafhaði
bókmenntaverðlaunum Nóbels
1964.
Það em Akureyrarbær, Amtsbóka-
sáfnið, Félag áhugamanna um heim-
speki á Akureyri og Háskólinn á Akur-
eyri sem standa fyrir samræðunni en
Bjöm Þorsteinsson verður fundar-
stjóri.