Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Fréttir DV Einn aftíuá ekki farsíma 10% íslendinga á ekki farsíma, samkvæmt könnun Gallup fyrir Póst- og fjar- skiptastofhun um síma- notkun landsmanna. At- hygli vekur að 72% að- spurðra fylgjast illa með til- boðum símafyrirtækjanna og aðeins 20% vissu hvað mínútan í farsímtali kostar. Aðeins 16% höfðu skipt um símafyrirtæki síðustu tvö árin. Þá eru landsmenn vel nettengdir, 83% hafa net- tengingu og 75% með ADSL-tengingu. Kjallari fyrir 68 bfla Samkvæmt nýrri til- lögu um breytingar á Skaftahlíð 24 er gert ráð fyrir að byggður verði bflakjallari með stæðum fyrir 68 bfla. fbúar í ná- grenninu höfðu mótmælt áður framkomnum tillög- um, meðal annars vegna fyrirsjáanlegs bflastæð- vanda sem skapast myndi þegar öll starfsemi 365 prentavakamiðla og 365 ljósvakamiðla verður sameinuð á einum stað í Skaftahbð. Vegna nýju til- lögunnar hefur skipulags- fulltrúi ákveðið að efna til nýrrar grenndarkynning- ar vegna málsins. Hundur bjargar hvítvoðungi Hundur, sem var að leita að mat fyrir hvolpa sína í skógi rétt utan við Nairóbí, höfuðborg Kenía, fann nýfætt barn sem hafði verið skilið eftir í plastpoka og fór hundurinn með það til hvolpanna sinna. Enginn skil- ur hvernig barnið lifði af margra daga vist í pokanum, en ljóst er að hundurinn bjargaði lífi þess. Baminu heilast vel og er það mál manna á sjúkra- húsinu í Nairóbí, þar sem barnið dvelur, að það sé fætt undir heillastjörnu. „Ég er fyrir norðan að undir- búa okkar framlag til Listahá- tíðar í Reykjavik en að þessu sinni veröur myndlist gerð góð skil á hátíðinni," segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.„Okk- Landsíminn lag verður samsýning Matthews Barney, sem erbarnsfaðir Bjarkar, og Gabríeiu Friðriks- dóttur. Sýningarsalur Gabrlelu verður kúkabrúnn á litinn og verkin snúast um líkamann og verk Matthews eru mjög sexú- al og ekki fyrir viðkvæma. I heild verðurþetta viðbjóðs- lega fallegt en opnunin verður 15. mai, klukkan 11 um morg- un." Signý Ormarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarráðs Austurlands, hefur varpað fram þeirri hugmynd að reistar verði styttur af Lindu Pétursdóttur og Birnu Þórð- ardóttur í heimabæjum þeirra, á Vopnafirði og í Borgarfirði eystri. Myndastyttur a( Lindu ay Bir Framkvæmdastjóri Menningarráðs Austurlands kastaði fram þeirri hugmynd á ferðamálaráðstefnu á dögunum að við hæfi væri að reisa tvær myndastyttur af bestu dætrum Austurlands og koma fyrir á fjölförnum ferðamannastöðum fyrir austan. Nefndi framkvæmdastjórinn þær Lindu Pétursdóttur og Birnu Þórðar- dóttur í þessu sambandi. „Fólk þarf ekki alltaf að hugsa margar aldir aftur í tímann þegar kemur að hlutum eins og þessum," segir Signý Ormarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Menningarráðs Aust- urlands, sem þegar hefur fengið gríðarlegar undirtektir og viðbrögð við hugmynd sinni. „Fólki finnst þetta sniðugt en við vitum öll að hugmyndir verða að veltast um lengi áður en þær verða að veruleika. Eg veit að ferðamenn sem hingað koma hafa stundum haft mest gaman af því að koma á heimili fólks hér fyrir austan og sjá hvernig fólki lifir. Það hafa ekki allir gaman af því að skoða eintóma spunarokka og ullarvörur allan hringveginn," segir Signý. Birna Stytta i Borgarfiröi eystri. Tvær góðar Birna Þórðardóttir, sem löngu er landsþekkt fyrir baráttu sína fyrir ýmsum málefnum, er fædd og uppalin í Borgarfirði eystri þar sem Kjarval gerði garðinn frægan fyrir löngu. Linda Pétursdóttir er frá Vopnafirði þótt hún sé fædd á Húsa- vík. „Mér fyndist eðlilegast að stytt- unum yrði komið fyrir í heimabæj- um þessara kvenna," segir Signý Ormarsdóttir sem hefur tröllatrú á hugmynd sinni ekki síður en á kon- unum tveimur. Boltinn hjá bæjarstjórn Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ekki enn fjallað um málið en á vafa- lítið eftir að gera það: „Ég sá frétt um þetta í Austur- glugganum en annað veit ég ekki," segir Gunnlaugur Sverrissson, for- stöðumaður fræðslu - og menningar- sviðs Fjarðabyggðar. „Þetta eru ágætar konur en við skulum ekki gleyma því að hér er fuilt af fólki sem ætti skilið að fá reista af sér styttu. En vissulega væri gaman að koma upp styttum af þeim Lindu og Bimu. Þetta eru sannkallaðar dætur Aust- urlands," segir Gunn- laugur Sverr- Sigurður G. Guðjónsson leggur gleraugunum Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóös sjómanna Blaðaútgefandi í augnaðgerð Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa og nú blaðaútgefandi, gekkst á dögunum undir augnað- gerð sem bætti sjón hans um- talsvert. Sigurður er mjög ánægður með árangurinn: „Þetta kostaði 270 þúsund krónur en það er svona svip- að og verð þriggja gler- augna," segir blaðaútgef- andinn sem þekktur er fyrir að skipta oft um gleraugu og fylgja tískunni í þeim efiium Sigurður G. var meðal fyrstu mann til að uppgötva Oliver Peoples-lín una í gleraugum en gekk undir það síðasta nær eingöngu með gleraugu frá tískuhúsinu Prada, en þau eru með þeim dýrari á markaðnum. „Þetta er lítil aðgerð og maður er fljótur að ná sér. Nú sé ég eins og örn og þarf ekki nema ein bensínstöðvargleraugu við tölvuna svona til vonar og vara fyrir minnsta letrið," segir Sigurður G. Guð- jónsson. Sigurður G. Guðjónsson Hér meö Prada-gleraugu rétt fyrir aðgeröina. Tekurvið nýjum risasjóði Lífeyrissjóður sjó- manna skilaði mestri ávöxtun allra lífeyris- sjóða í fyrra eða 16,4 prósenta ávöxtun. Árni Guðmunds- son, framkvæmda- stjóri sjóðsins, segir fykilinn að velgengni vera að hafa góða starfsmenn sem þekki inn á markað- inn. „Einnig skiptir máli að hafa skýra fjárfestingarstefnu og fýlgja henni eftir," segir Árni sem að- spurður kveðst ekki hafa fengið nein atvinnutilboð frá stóru fjármála- stofnununum. „Ég hef verið ffam- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó- manna í 23 ár og þann 1. júní munum við samein- ast lífeyrissjóðnum Framsýn undir nýju nafni. Nýi lífeyris- sjóðurinn mun heita Gildi og hefur mér verið boðin fram- kvæmdastjórastaða þar," upplýsir hann. Og spurður um starfslokasamning í líkingu við þann sem gerður var við Jó- hannes Sigurgeirs- son hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum seg- ir Árni að enginn slíkur samningur hafi verið gerður við hann: „Án þess að ég vilji tjá mig um það mál eitt- hvað sérstaklega þá finnst mér starfslokasamningur af þeirri stærð- argráðu vera mjög óvenjulegur". Árni Guðmundsson Góöurárangur hjá Ufeyrissjóði sjómanna tryggir fram- kvæmdastjóranum frama eftirsamein- ingu við Ufeyrissjóöinn Framsýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.