Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 8
8 LAUCARDAGUR 11. JÚNl2005 Fréttir DV Kvennaútvarp í Bolungarvík Atvinnusjóður kvenna hefur styrkt þær Soföu Vagnsdóttur og Guðrúnu Stellu Gissurardóttur til þess að koma á laggirnar kvennaútvarpi í Bolungar- vík. Útvarpað verður í gegnum vefinn og er ætlun- in að stöðin verði íyrst og fremst ætluð konum og flytji fræðsluefni og viðtöl. Þeim Soffíu og Guðrúnu þykir mun minna af konum en körlum í stétt fjölmiöla- fólks og jafnvel þótt mikið hafi áunnist í jafnréttismál- um sé ennþá langt í land. Gísli Rúnar og Laddi í útvarp Gísli Rúnar Jónsson, Laddi og Jörundur Guð- mundsson, einhverjir ást- sælu grínistar landsins, byrja í dag klukkan 11.30 með leikna þætti undir yfir- skriftinni Gleðifréttir frá Gleðistofu fslands á Bylgj- unni. Þátturinn er spegil- mynd af dagskrá í útvarpi, jafnvel sjónvarpi nema að undanskildu öllu venjulegu pólitísku dægurþrasi. „Þeir félagar gera grín að öllu mögulegu eins og inn- hringiþáttum og viðtals- þáttum auk þess sem kunnuglegir útvarpsmenn og þjóðkunnir íslendingar ganga aftur,“ segir í til- kynningu frá Bylgjunni. Aðeins einn hund Aðeins verður leyfi- legt að hafa einn hund á hverju heimili í Tálknafjarðarhreppi. Hreppsnefnd sveitarfé- lagsins tók þessa ákvörðun og gaf út regl- ur um hundahald í gær. Þetta á þó aðeins við um hunda í þéttbýli og er því hundum á Tálknafirði ekki jafn þröngur stalck- ur skorinn og frændum þeirra í Eyjafjarðasveit, en þar um slóðir þurfa hundar að vera örmerktir og mega ekki ganga lausir, jafnvel þótt sveitin sé fyrst og fremst dreifbýlt landbúnað- arhérað. „Mér liggur á að koma lagi á plötusafniö mitt/'segir Ing- ...... “ ólfsson plötusnúður.J kvöld á Vegamótum mun ég svo gera mitt besta til að fá fólk til að dansa meira." Lilja Sæmundsdóttir, hin 47 ára gamla Akureyrarmær, vann í gær dómsmál sem hún höfðaði á hendur íslenska ríkinu eftir að dómsmálaráðherra hafði synjað henni um að ættleiða barn frá Kína. Hún fór fram á að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi og hafði betur. Lilja alsæl með sigurinn gegn ríkinu 1W Forsíða DV 20, maí. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju Sæmundsdóttur, 47 ára gamallar konu frá Akureyri, um forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína í fyrra. Ástæða synjunarinnar var að Lilja þótt of þung og of gömul til að ættleiða. Lilja ákvað að fara í mál við rík- ið til að ógilda synjunina og fór með sigur af hólmi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Ég er alsæl með þetta," sagði Lilja þegar DV hafði samband við hana eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp í gær. Dómsúrskurður- inn þýðir að synjun dómsmálaráðu- neytisins á umsókn hennar um for- samþykki til ættleiðingar er fallinn úr gildi og hún getur því, ef hún hef- ur enn áhuga, sent inn aðra umsókn til dómsmálaráðuneytisins. Lilja sagðist ekki hafa séð dóminn þegar DV hafði samband við hana og hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi leggja til annarrar atíögu við íslenska ríkið. Mikil umræða Mikil umræða skapaðist í þjóðfé- laginu eftir að ljóst var að dóms- málaráðherra hafði synjað umsókn Lilju þrátt fyrir jákvæða umsögn frá Barnavemdamefnd Akureyrarbæj- ar. Ættleiðinganefnd, sem er þriggja manna nefnd skipuð af ráðuneyt- inu, gaf Lilju hins_ vegar neikvæða, umsögn og svo, virðist sem ráð- herra hafi hlust- J að á Ættleið- inganefhd frekar en1 Barnaverndar- nefnd. Héraðs- dómur komst að þeirri Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra fékk úrskurðirm um synjun á forsamþykki um ættleið- ingu Lilju beint i hausinn frá héraösdómi. niðurstöðu í gær að ekki hefðu legið nægilegar upplýsingar fyrir þegar dómsmálaráðherra synjaði rnn- sókninni og því skyldi úrskurður ráðherrans falla úr gÚdi. Lilja sóttist einnig eftir því að viðurkennt yrði með dómi að hún uppfyllti öll skil- yrði til að hljóta forsamþykki til að ættíeiða barn ff á útíöndum en dóm- urinn taldi að það væri ekki í verka- hring sínum að ákveða það. Ragnar sigurviss allan tímann Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, sagði í samtali við DV áður en dómurinn var kveðinn upp að hann væri sigurviss. „Það er alveg klárt í mínum huga að Ættíeiðinganefnd braut almenn stjórnu- sýslulög því hún virti hvorki rannsóknar- skyldu né andmælarétt í máli Lilju. Þessi synjun þeirra á engan veginn við, enda snýst hún um þyngd og aldur," sagði Ragnar við DV á sínum tíma. Heildarmat Björns klikkaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á ffumstigum dómsmálsins að það væri heildarmatið sem réði úrskurði hans og kallaði Ragnar Aðalsteins- son athyglissjúkan fyrir að halda því ffam að röksemd ráðherra fyrir synj- unni hefði verið þyngd hennar og aldur. Björn þarf hins vegar að éta þau ofan í sig þar sem dómur Hér- aðsdóms staðfestir að óvönduð vinnubrögð hafi einkennt úrskurð ráðu- neytsins oskar&dv.is Lilja Sæmunds- dóttiM/sæ/með sigurinn gegn rlk- inuen hefurekki enn ákveðið hvort hún ætlar að gera aðra atlögu að ætt leiðingu. Ragnar Aðalsteins son Lögmaður Lilju hafði allan tlmann fulla trú á sigri skjól- stæðings sins. „Eg er alsæl með þetta/‘ Lögmaður séra Hans Markúsar segir biskupinn kominn út fyrir valdsvið sitt Kærleiksþjónusta Biskupsstofu bað um hjálp til að losna við séra Hans Markús Ragnheiður Sverrisdóttir, verk- efnisstjóri kærleiksþjónustu Bisk- upsstofú, bað um stuðning herra Karls Sigurbjörnssonar til þess að losna við séra Hans Markús Haf- steinsson, prest í Garðaprestakalli. í tölvupósti sem hún sendi biskupi og ritara hans lýsir hún áhyggjum sín- um af ástandinu í Garðabæ. „Ástandið versnar stöðugt en allir standa saman gegn sóknarprestin- um...Eitthvað verður til bragðs að taka“ Eins og áður segir barst bréfið bæði til herra Karls Sigurbjörnsson- ar og Þorvalds Karls Helgasonar, biskupsritara. Þorvaldur svaraði Ragnheiði og sagðist sammála. Hann vildi að lausn yrði fundin á málinu og sagði að lausnin sem yrði fundin myndi ekki vera sársauka- laus. í bréfi sem Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður séra Hans Markúsar, sendi Biskupsstofu í vikunni, gerði hann mjög miklar athuga- semdir við óeðlileg afskipti Biskupsstofu af málinu. Hann sagði starfsmenn stofunnar hafa liðsinnt formanni og varafor- manni sóknarnefndar, djákna og hinum presti kallsins. Biskupsstofa hafnaði þessum ásök- unum Sveins, en vildi annars ekki tjá sig um málið. Úrskurðunarnefiid þjóðkirkju lagði til að séra Hans Markús yrði færður til í starfi, en því var áfrýjað og er nú til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Sveinn Andri telur þó biskup ekki geta fært séra Hans Markús til í starfi vegna þess að það vald liggi ein- göngu hjá ráðherra. Séra Hans Markús Samkvæmt úrskurð- unarnefnd Biskupsstofu ætti biskup að færa hann fannaö prestkall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.