Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 18
DVmyndirPjetur 18 LAUGARDACUR 11. JÚNÍ2005 Helgarblað DV Fár konur hafa misst jafn mikið og Jóna Dóra Karlsdóttir. Og fáar konur hafa unnið eins skynsamlega úr harminum sem helltist yfir hana og mann hennar, Guðmund Árna, er þau misstu unga syni sína skyndilega af slysförum. En Jóna Dóra er enginn aukvisi og hún gerði sér ljóst að ekki þýddi að gefast upp. Hún stofnaði sorgarsamtök og var í forsvari þeirra í fjölda ára. Hún hélt áfram að lifa og eignaðist þrjá drengi á nokkrum árum og hafði nóg að gera. Þeir sem til hennar þekkja vita svo sem að hún kallar ekki allt ömmu sína. Ætlaði hvorki að láta hlekkja sig við eldhúsvaskinn eða leika aðeins flna þingmannsfrú. Hún vildi breytingar í bæjarmálapótikinni í Hafnarfirði. Og í stað þess að muldra og tuða gaf hún kost á sér. En nú kunna að verða breytingar framundan. Hún vill ekki viðurkenna að hún sé á leið úr landi með Guðmundi, en neitar því ekki að gott væri að söðla um og fara að læra tungumál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.