Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 19
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 17. JÚNl2005 19 Ihvert sinn sem bömin mín fara að heiman sækir óttinn að mér. Lengi vel hélt ég að ég myndi losna við þessa tilfinningu þegar þau yrðu eldri. En þegar litla dótturdóttir mín fæddist fyrir tæpum 6 árum, áttaði ég mig á að óttinn myndi fylgja mér áfram. Ég verð að sætta mig við það og ekki er um annað að ræða en lifa með því, segir Jóna Dóra. Hún segir að eigi að síður hafi hún reynt að láta bömin ekki finna hvemig henni líður. En það sé ekki létt verk að leyna því. Önnum kafinn við að pakka Jóna Dóra er önnum kafin þessa stundina. Hamast við að pakka niður í kassa á meðan hún spjallar. „Við erum að flytja á Vellina,“ segir hún og grínast með að hún verði að vita hvemig sé að búa þar. „Við höfum verið að úthluta lóðum þar og hvers vegna ætti ég ekki að búa þar eins og fjöldi annarra Hafii- firðinga," segir hún hlæjandi og tekur sér hvíld og lagar kaffi. Þau Guðmundur Ami hafa búið í miðbæn Hafnarfjarðar með bama- hópinn sinn. Þar býr einnig elsta dóttir þeirra, Hildur, og Aþena Ama dóttir hennar. „Okkur finnst ósköp gott að hafa þær hjá okkur og í raun em það forréttindi að fá að fylgjast jafn náið með þroska og vexti bamabamsins stns,“ segir Jóna Dóra og hellir kafli í bolla. Hún sýpur á svörtu kaffinu og við hverfum rúma fjóra áratugi aftur í tím- ann. í Bústaðahverfið, þar sem Jóna Dóra lék sér moldug upp fyrir haus með náttúruna allt um kring. „Við fluttum á Tunguveginn þegar ég var þriggja ára. Þá var hverfið að byggjast upp og bamaskarar í hverju húsi. Við komum úr Múlakampi, en þar bjugg- um við í bragga enda mikil hús- næðisekla í borginni á þeim tfrna," seg- ir hún og neitar að það sé eitthvað til að skammast sín fyífr. „Þvert á móti. Bragginn sem við bjuggum í var flott- asti bragginn í kampnum því pabbi var svo reglusamur og var alltaf að dytta að honum og sá um að hann væri skín- andi fírin," segir hún og hallar örlítið undir flatt. Stelpustrákur á Bústaðavegin- um Við Tunguveginn, Ásgarðinn og Réttarholtsveginn vom byggð raðhús á þessum tíma, en þau vom hugsuð fyrir bammargar fjölskyldur. „Já það var nóg um að vera. Fossvogurinn óbyggð- ur og þar vom bara tún sem við krakk- amir lékum okkur á. Það var gaman að alast þama upp og ég var mjög atorku- söm," riflar hún dreymin upp. Á Tunguveginn fluttu afi og amma Jónu Dóm og hún segir að það hafi verið nóg pláss fyrir alla. “Eg á ein- staka foreldra sem þótti það ekki til- tökumál að hafa afa og ömmu á heimilinu auk okkar systkinanna. Við emm fjögur systkinin, en ég er eina stelpan í hópnum. Ekki er ólíklegt að það hafi haft áhrif því ég varð hálf- gerð strákastepla. Þeir notuðu mig sem stuðpúða," segir hún hlæjandi. „Nei, nei við vomm miklir vinir og tókum heilmikinn þátt í lífi hvers annars. Fylgdum hvert öðm eftir í íþróttunum eins og reyndar foreldrar okkar líka. Það var ekki algengt á þessum ámm að foreldrar eltu börn- in á íþróttavöllinn eins og sjálfsagt þykir í dag. En foreldrar mínir virðast hafa verið á undan sinni samtíð því þau fylgdu okkur vel eftir, þó sérstak- lega Heimi, yngsta bróður mínum. Enda var þeirra frítími þá orðinn rýmri.” „Ég er svo lánsöm að eiga bara góðar minningar frá æskuámn- um enda umvafin góðu fólki, foreldr- um, bræðrum, ömmu, afa og frábær- um vinum og vinkonum “ bætir Jóna Dóra við. Hlýddiogfór íVal Bræður hennar, rétt eins og hún, em mörgum kunnir, en Jón H. Karls- son var handboltamaður í Val og lék með landsliðinu. Hann er einn þeirra sem tilheyrðu mulningsvélinni frægu í Valsliðinu á sínum tíma og var alltaf kallaður Ponni innan vallar sem utan. „Mér skilst að foðuramma mín hafi byrjað að kalla hann þessu nafrii og það bara festist við hann. Ég held ég hafi aldrei á ævi minni kallað hann Jón. Næstur honum í aldri er Finnbogi en yngstur er Heimir, kunnur knatt- spymumaður sem lék með Víkingi og „Það er alveg nóg að taka utan um tnarm án orða. Erfítt var að heyra fólk hughreysta mig með því að bencia á að við gmtum eígn~ cist önnur börn, En auðvitað meinti fðik vel, ötlum varsva mikið t mun að hugga okkur. Bn ég þoldi ilta þegar þetta var sagt Þctð gétu engin önnur börn komið f stað drengjanna mtnna*4* var einnig í nokkur ár í atvinnu- mennsku í Hollandi. Heimir var lengi íþróttafréttamaður á Stöð 2, en er nú umsjónarmaður íslands í bítið ásamt Ingu Lind. Jóna Dóra lifði og hrærðist í íþrótt- um eins og bræður hennar og var til að byrja með í Víkingi. „Svo kom ég eitt kvöldið heim af handboltaæfingu og þá tilkynnti Ponni mér að ég ætti að mæta á æfingu daginn eftir. Ég hélt ekki, það væri engin æfing þá og skildi ekki hvað hann var að tala um. Þá var vinurinn búinn að skrá mig í Val og ég hlýddi. Það var ekki erfitt þar sem mjög margar stelpur innan úr Bústaðahverfi vom í Val," segir hún og bætir við að hún geti ekki annað en verið bróður sínum þakklát. „Ég var mjög ánægð í herbúðum Vals og þar kynntist ég stelpum sem síðar urðu mínar bestu vinkonur. Vináttan hefur varað síðan, en við erum nokkrar saman í sauma- klúbbi og förum í ferðalög og út að borða saman," segir Jóna Dóra og horf- ir ofan í kaffibollann. Hún hefur orð á að kaffið sé orðið kalt og stendur upp og hellir dreggjun- um í vaskinn. „Þetta var yndislegur tími. Lífið og tilveran snerist um vin- konumar og handboltann. Það var ekki flóknara en það," segir hún hlæj- andi. í sendiráðinu í London í eitt ár Sautján ára bauðst Jónu Dóm að vera í London í eitt ár. „Helgi Ágústss- son og Hervör Jónsdóttir kona hans og frænka mín, tóku mig með til að passa strákana sína. I dag em þessir strákar orðnir mætir menn, einn þeirra erlög- reglumaður, sá næsti ráðuneytisstjóri og sá þriðji sálfræðingur. „Það var ofsa- lega gaman í London og ég naut mín vel þar. Þegar ég kom heim fór ég í hár- greiðslu en það varð endasleppt með það nám," segir hún hlæjandi og rifjar upp hvernig það fór. „Við áttum ekki skap saman ég og meistarinn. Ég var ekki sátt við hana og sagði mína mein- ingu. Það kostaði mig hárgreiðslunám- ið," segir Jóna Dóra og veltir fyrir sér hvort hún hefði tekið aðra stefriu í líf- inu ef hún hefði haldið sér saman í stað þess að opna munninn. „Nei, ég er sátt við þá leið sem ég fór í staðinn því að í kjölfarið sótti ég um starf sem próf- arkalesari á Mogganum. Mig minnir að hátt í fjömtíu manns hafi sótt um starf- ið og þar á meðal einhveijir háskóla- menntaðir.” Pabbi neyddist til að kaupa Moggann Jóna Dóra segist segja þetta satt. Hún hafi víst komið best út úr prófi sem lagt var fýrir umsækjendur. „Já, íslenskan lá vel fyrir mér. Heima var lögð mikil áhersla á að við töluðum rétt mál og við vorum umsvifalaust leiðrétt ef við sögðum eitthvað rangt. Þannig síaðist málkenndin inn og ekki síður virðingin fyrir málinu," rifjar hún upp, en ljóst er að Jóna Dóra hefur ekki verið neinn aukvisi. Innan við tví- tugt ráðin sem prófarkalesari á risan- um sjálfum. „Það var ofsalega gaman að vinna á Mogganum og ég vann þar með æðislega skemmtilegu fólki sem ég hugsa oft til," segir hún dreymin á svip. "Og pabbi neyddist til að fara að lesa Moggann, sem hann af pólitísk- um ástæðum hafði ekki séð ástæðu til að gera fram að því. Hann hefur verið áskrifandi síðan”, segir Jóna Dóra og hlær dátt. Kynntist Guðmundi Árna í gegnum handboltann Um svipað leyti kom Guðmundur Ámi til sögunnar. Jóna Dóra segist hafa fylgt vinkonum sínum eftir þrátt fyrir að hún sjálf væri hætt að æfa og spila að mestu leyti. „Það var mjög sterk samstaða meðal íþróttamanna. Það þekktust allir innbyrðis, í hvaða félagi sem þeir voru. Menn skemmtu sér saman og á hverju ári var upp- skeruhátíð handboltamanna þar sem verðlaun voru afhent. Þangað mættu allir og þar var fjörið. Ætli ég hafi ekki hitt Guðmund Áma fyrst þar,“ svarar hún og ekld er laust við að hún verði dálítið feimnisleg á svipinn. ”Við vorum bæði rétt um tvítugt og fannst við fullkomlega tilbúin til að takast á við ltfið.” Einliverjum þætti það ekki hár aldur nú. „Nei, ég veit það, en þetta voru aðrir tímar. Ég man eftir að vinkonur mínar voru að festa sig í kringum tvítugt og sumar fyrr," segir Jóna Dóra og viðurkennir að auðvitað hafi stúlkur verið heldur ung- ar. En viðhorfið gagnvart þessum mál- um var bara allt annað á þeim árum. Nú er talið sjálfsagt að ungar konur og vissulega karlar, mennti sig og njóti ltfsins áður en lagt er í hjónaband og barneignir. Þessi þróun er auðvitað fi'n og ég er stolt af unga fólkinu okkar. Mér finnst það að mörgu leyti skyn- samara en við vorum. Hins vegar er ég ekkert hlynnt því að fólk bíði með barneignir fram á gamalsaldur." segir hún. FH - ingurinn fór pínulítið í taugarnar á Valskonunni Guðmundur er ári eldri en Jóna Dóra og spilaði með meistaraflokksliði FH. „Jú, hann var áberandi," segir hún ogrifjar upp að hann hafi farið pínulít- ið í taugamar á henni áður en hún kynntist honum að einhvetju ráði. ,Æi, mér þótti þeir vinimir dálítið hrokafullir og stórir upp á sig. Hann og Gunni Einars, sem nú em bæjarstjóri í Garðabæ," segir hún hlæjandi. Og hún var ekki ein um það. Þetta fylgdi þeim nokkrum í FH-liðinu. Jóna Dóra segir að fljótlega hafi komið í ljós að allt hafi þetta nú rist ansi grunnt. „Þeir vom það náttúrulega ekki þegar á reyndi og ég kynntist þeim. Báðir algerar perl- ur,” segir hún og stendur upp til að svara dyrabjöllunni. Foreldrar hennar em mættir til að hjálpa til við pakka. Þau heilsa hlýlega og em fljót að taka til hendinni Jóna Dóra sest niður og rifjar upp sambandið við Guðmund Áma fyrir réttum þijátíu árum. „Allt gekk þetta nú tiltölulega hratt fyrir sig. Jóna Dóra með Heimi yngsta bróður sínum Hún var ein íhópiþriggja bræðra og segist hafa verið hálfgerö strákastelpa. Og börnin fóru að koma í heim- inn Eins og reyndar flest það sem við tökum okkur fyrir hendur; við höfum hvomgt þolinmæði til að drolla við hlutina. Við eignuðumst okkar fyrsta bam einu og hálfu ári eftfr að við kynntumst, hann Fannar Karl minn,” segir hún og þagnar augnablik. „Við giftum okkur síðan þegar hann var þriggja mánaða og fluttum í nýja íbúð héma í Norðurbænum. Ég vann áfram á Mogganum þar til Brynjar Freyr fæddist í mars 1980. Dagheimilispláss var ekki inni í myndinni. Guðmundur Ámi var um það leyti í háskólanámi og átti að heita í forgangi. Ég man að hringt var í mig frá dagheimilinu þegar Fannar Karl var byrjaður í skóla og mér boðið pláss. Þannig var þetta á þessum árum," segir hún og bætir við að það séu sem betur fer aðrir tímar nú. Þriðja bamið, Margrét Hildur fæddist seint á árinu 1981. „Ég hafði nóg að gera við að hugsa um bömin og við Guðmundur stækkuðum við okkur og fluttum í raðhús í Hvömmunum," riflar Jóna Dóra upp. Vond tilfinning í heilbrigðis- ráðuneytinu GuðmundurÁmi hafði tekið mark- visst þátt í stjómmálum allt frá því Jóna Dóra kynntist honum. Frami hans í pólitfkinni átti því ekld að koma nein- um á óvart. Og allra síst konunni hans. Jóna Dóra segist samt ekki hafa verið alveg sátt við að hann yrði bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tfrna. „Hann gaf kost á sér í fyrsta sæti á lista Alþýðu- flokksins og leiddi listann til sigurs. Og ég játa það alveg að ég var ekkert allt of hrifin af því í byrjun að hann færi í þann slag,” segir hún hugsandi. Bætir við að hún hafi verið enn ósáttari við það þegar maður hennar tók að sér heilbrigðisráðuneytið. „Ég hafði vonda tilfinningu fyrir því og eins og ég hafði áður verið í vafa um að Guðmundur ætti að gefa kost á sér í sæti bæjar- stjóra, vildi ég, þegar þama var komið sögu, að hann héldi sér áfram í stól bæjarstjóra,” segir hún og bendir á að það hafi verið erfitt tímabil hjá þeim öllum þegar atgangurinn var hvað mestur og Guðmundur tók þá ákvörð- un að segja af sér ráðherradómi. „Það er nokkuð sem ég óska ekki nokkmm manni að ganga í gegnum." Ólýsanlega sárt að missa börnin sín Árin á undan höfðu verið þeim Jónu Dóm og Guðmundi Áma mjög erfið. Fá ár vom síðan þau misstu drengina sína í eldsvoða. Það þarf ekki að lýsa harmi þeirra fyrir neinum. „Lík- lega nær hugsun fólks ekki svo langt. Ég held að margir hugsi um þá skelf- ingu að missa bömin sín en svo getur fólk ekki hugsað lengra. Það er ekkert skrýtið," segir hún alvarleg á svip og hagræðir sér í stólnum. „Ég ætía ekki að fara nánar út í það, en ég er alltaf þakklát fólkinu mínu, vinum og kunn- ingjum auk bæjarbúum fyrir ómetan- legan stuðning," segir Jóna Dóra og tel- ur víst að þau Guðmundur hafi gefið frá sér sterka vísbendingu um að það væri í lagi að tala um sfysið og drengina þeirra. „Það hjálpaði án efa og þess vega var fólk ekki feimið og hrætt þeg- ar það hitti okkur. En margir áttu mjög erfitt og vissu ekki hvemig þeir ættu að hegða sér eða hvað þeir ættu að segja," segir hún og leggur áherslu á að það sé oft gott að segja sem minnst. Hugsa til þess á hverjum degi hvað þeir væru að gera „Það er alveg nóg að taka utan um mann án orða. Erfitt var að heyra fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.