Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ2005 Helgarblaö TfV hughreysta mig með því að benda á að við gætum eignast önnur böm. En auðvitað meinti fólk vel, öllum var svo mikið í mun að hugga okkur. En ég þoldi illa þegar þetta var sagt. Það gátu engin önnur böm komið í stað drengj- anna minna," segir hún með áherslu. Þeir Fannar Karl og Brynjar Freyr vom aðeins átta og fjögurra ára þegar harmleikurinn átti sér stað, árið 1985. Jóna Dóra segist hugsa til þeirra á hverjum degi og velta fyrir sér hvað hefði orðið úr þeim. „ÆtÚ ég væri ekki orðin nokkrum bamabömum rikari væm þeir hér. Einhvem veginn ímynda ég mér að sá eldri, Fannar Karl, væri orðinn pabbi hefði hann lifað," segir hún hlæjandi og bætir við að hún sé ekki eins viss um þann yngri. En svo sé ég þá náttúriega á kafi í boltanum, en þeir vom miklir fótboltaáhuga- menn og æfðu báðir með FH. En hvað veit maður, þetta em allt ímyndanir sem koma þegar maður lætur hugann reika. Meðvituð ákvörðun að eignast fleiri börn Jóna Dóra segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun þeirra Guð- mundar Áma að eignast fljótt aftur bam. „Ég gerði mér grein fýrir að ég fengi þá ekki aftur, en okkur langaði að eiga fleiri böm. Fannar Freyr, fæddist árið eftir og þegar ég fékk hann í hend- umar lék enginn vafl á því að hann var einstakur eins og allir aðrir. Ég upplifði ekki þá tilfinningu þegar hann og síðar Brynjar Ásgeir fæddust, að þeir væm eldri drengimir endurbomir. Alls ekki, þeir vom aðeins synir mínir og full- komlega þeir sjálfir," segir hún og horf- ir beint fram. Tilfinningin var rétt eins og þegar ég eignaðist Heimi Snæ nokkrum mánuðum áður en strákam- ir mínir dóu. Bara hamingja yfir nýju, heilbrigðu bami. Handboltakempan sjálf komin í pólitík Fyrir bæjarstjómarkosningamar 1998 ákvað Jóna Dóra að fara í prófkjör og bjóða sig síðan fram á lista Alþýðu- flokksins. Víst hafi verið nóg að eigin- maðurinn væri á kafi í stjómmálum. „Það héldu margir að það væri eitthvað plott af okkar hálfu að ég gæfi kost á mér, en sannleikurinn er sá að ég sjálf átti hugmyndina að því að fara í próf- kjör. Ég var ekki ánægð með framvindu mála og sagði við Guðmund Áma að nú langaði mig að reyna við pólitíkina. Sagði svo ósköp rólega eins og það rynni upp fyrir mér ljós, að ég gæti nú bara sjálf farið og lagað það sem ég væri óánægð með. Guðmundur horfði bara hissa á mig en sagði síðan: „Já, því ekki. Auðvitað gerir þú það.“ Og ég lét slag standa og varð í öðru sæti í próf- kjöri," segir Jóna Dóra hlæjandi. Hún jánkar því að hún hafi komið ýmsum hugðarefnum sínum áffam og þau tvö kjörtímabil sem hún á brátt að baki hafi verið góð. Óskaplega gaman af pólitíkinni „Það var hollt að vera í stjómarand- stöðu og ég lærði mikið á því. Enn skemmtilegra er að hafa áhrif, en það var það sem ég sóttist eftir," segir hún og játar að oft sé hringt í hana eins og alla hina bæjarfulltrúana, hvort sem þeir em í minni- eða meirihluta, og hún beðin að beita áhrifum sínum. „Stundum getur maður liðsinnt fólki og stundurji ekki. Það er bara eins og gengur, en ég hef haft óskaplega gam- an af þessu. Og ekki skemmir fyrir að vinna með góðu og skemmtilegu fólki." í dag stýrir Samfylkingin málum í Hafnarfirði og Jóna Dóra segir að með bæjarstjórann Lúðvík í broddi fylking- ar og Guðmund Svavarsson, vinnu- þjark mikinn, hafi þau komið á kopp- inn nánast öllu því sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar. „Sam- flokksmenn mínir í bæjarfulltrúa- hópnum sem og aðrir innan flokksins eru afbragðsfólk sem dregur ekki af sér í vinnu sinni fyrir Hafnarfjörð og ég bara vona að bæjarbúar kunni að meta það í næstu kosningum. Er reyndar sannfærð um að við náum að vinna kosningamar 2006." Og sorgin kvaddi dyra enn á ný Löngum hefur verið sagt að á menn sé ekki lagt meira en þeir geti borið. Líklega eitthvað til í því, en víst er að á suma er meira lagt en aðra. Maður hefði nú haldið að Jóna Dóra og Guð- mundur væm búin að fá skammtinn Hver veit nema tími sé kominn til að söðla um Mig langar að læra tungumál og aldrei að vita hvað ég geri. ' Þar var hún I eitt ár hjá frænku sinni Hervöru og Helga Ágústssyni sendiherra. sinn. En sá sem öllu ræður er hreint ekki sammála. Sorgin kvaddi dyra að nýju þegar Snjólaug, mágkona Jónu Dóm og eina systir Guðmundar Áma, lést í apríl í fyrra. „Já, árið var okkur öll- um mjög erfitt. Snjólaug lést eftir erfið veikindi. Hún var einstæð móðir með tvær dætur 16 og 18 ára gamlar. Pabbi þeirra lést fáum árum áður. Þær stóðu því uppi foreldralausar og urðu að stóla á okkur og aðra í tengdafjölskyldu minni. En þetta er samhent fjölskylda og í sameiningu hefur okkur öllum tek- ist að finna færar leiðir," segir Jóna Dóra, pírir augun horfir út á sjóinn. Sorgin og söknuðurinn sker enn og Jóna Dóra tekur undir að söknuðurinn sé langt í frá að baki. „Snjólaug var mér óskaplega kær, við göntuðumst stund- um með það að þar sem báðar værum við einkadætur, kæmum við hvor um sig í stað þeirrar systur sem við áttum ekki." Misstum nánast móðinn En það var ekki nóg. Þau Guð- mundur skyldu enn fá að finna til sorg- ar. Rétt eins og þau væm einhverjir ný- græðingar í að taka áföllum. „Fjórum vikum eftir lát Snj ólaugar lést einn besti vinur Guðmundar og minn reyndar líka, Þórir Jónsson, í bflslysi. Það var svo mikið áfail að við misstum nánast móðinn. En það hefði aldrei verið í anda Þóris að leggja árar í bát. Hann var gríðarlega mikilvægur hlekkur hjá knattspymudeild FH, þar sem Guð- mundur er formaður. Bugaðir tóku all- ir FH-ingar saman höndum og stóðu saman í bh'ðu og stríðu og það var því mikill hamingjudagur þegar við urðum íslandsmeistarar í fótbolta sl. haust og FH-ingar tileinkuðu titilinn minningu okkar góða vinar. Nú erum við að læra að lifa án þeirra, Snjólaugar og Þóris, en þau tvö vom reyndar ágætir vinir og nágrannar," segir Jóna Dóra um leið og hún hellir upp á nýtt kaffi. Ekki leiðinlegt að vera ungur í dag Hún svarar því játandi að þau Guð- mundur Ámi tali um pólitík og leiti ráða hjá hvort öðm. „Við Guðmundur erum meira en hjón, við erum góðir vinir og getum talað endalaust saman ef því er að skipta," segir hún og skelli- hlær. „Grínlaust þá verðum við aldrei uppiskroppa með umræðuefni og okk- ur fi'ður mjög vel saman. Það er helst að ég kvarti yfir tlmaskorti, en við reynum að rækta hjónabandið með því að vera saman í útlöndum í nokkra daga. Guð- mundur þarf mjög oft að fara á fundi utanlands. Ég reyni þá einstaka sinn- um að hitta hann og við tökum okkur 2-3ja daga frí, en það gerist ekki oft. Hér heima er alltaf allt á fullu og fitill tími gefst fyrir rómantík. Jóna Dóra er mikil áhugakona um knattspymu og þau hjón hafa alla tíð fylgt strákunum á æfingar og í keppni. „Ég er til dæmis að fara á tvo leiki í dag, en að fylgjast með strákunum, sem all- ir em á kafi í íþróttum, er ofsalega skemmtilegt," segir móðirin Jóna Dóra og andlitið ljómar. „Hálfur Hafnar- fjörður, þ.e.a.s. vinir strákanna minna, situr oft hér og horfir á fótboltaleik á skjánum, en mér finnst það gott. Mér þykir óskaplega vænt um alla þessa stráka sem hópast hingað inn á heimil- ið og tel þá orðið til vina minna fika. Líklegt er að eitthvað dragi úr heim- sóknunum á næstunni þar sem elsti strákurinn minn, hann Heimir, er far- inn til Eyja, en hann spilar með ÍBV í sumar. Sama er að segja um vinkonur dóttur minnar, en þær sækja heilmikið hingað og ég fæ þá gjaman að vera með í spjaliinu. Og það er á þessum stundum sem ég sakna ungu áranna, það væri ekki leiðinlegt að vera ung í dag. ” segir hún og kannski að glitti í dá- litla eftirsjá í andlitinu. Og þó. Sendiherrafrú eða háskólanemi - skýrist von bráðar En nú er fjölskyldan að flytja úr miðbænum og við það breytist ýmis- legt. Kannski liggur eitthvað annað að bald, en Guðmundur hefur verið orð- aður við sendiherraembætti. „Ég kem af fjöllum eins og svo margir þessa dagana. En ekki þar fyrir, ég gæti vel hugsað mér að stokka dáfitið upp og endurskoða stöðu mína," segir hún hreinskilnislega. „Hvað, ég gæti vei hugsað mér að læra eitthvað meira," segir hún og horfir niður. „Tungumál liggja vel fyrir mér og það væri nú ekki amalegt að geta talað lýtalausa spænsku. Hver veit nema ég helli mér út í eitthvað nám á næstunni," segir hún og fitur upp. Það kæmi sér víst vel fyrir sendi- herrafrú. Hún skellihlær og játar að það sé ábyggilegt. Brosir út í annað og gjóar augunum. Það getur þýtt hvort sem er. Hún hristir bara höfuðið en segist svo sem þekkja til þeirra hluta. Hún hafi verið hjá frænku sinni í London á sínum tíma. „Já, já, það væri ósköp gaman að breyta til, en um það sem framtíðin ber í skauti sér er best að hafa sem fæst orð nú. Það er manni ekki hollt að horfa of langt fram í tím- ann segir þingmannsfrúin og bæjar- fulltrúinn og skáskýítur augunum prakkaraleg á svipinn. „Ég hefði svo sem ekkert á móti því að stokka dáfitið upp í kringum mig. Já söðla um og taka aðra stefnu. Jú, ég verð fimmtug um áramótin; hugsa sér," bætir hún við hlæjandi og tekur til hendinni við að pakka ofan í stóran kassa. bergljot@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.