Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ2005 Helgarblað DV íslensk náttúra getur verið bæði mönnum og dýrum hættuleg ef ekki er farið um með fyllstu gát. Ba- senji-hundurinn Eros var við leik á Þingvöllum um helgina þegar jörðin gleypti hann skyndilega í fyllstu merkingu þeirra orða. Eigendur hans leituðu nær stanslaust í tæpan sólahring og fyrir þrjósku þeirra og einskæra heppni fannst hann á lífi, fastur í örmjórri gjótu. „Við vorum við það að gefast upp og fara heim úrkula vonar um að hann fyndist á lífi þegar ég heyrði veikt væl í fjarska," segir Birna Björnsdóttir, eigandi Erosar, átján mánaða Basenji-htmds sem týndist eins og jörðin hefði gleypt hann á Þingvöllum um síðustu helgi. Og það var einmitt það sem gerð- ist. í sprungu sem var að mestu hul- in gróðri og mosa hefði hann allt eins getað borið beinin, ef þau Birna og Ingþór Guðmundsson kærasti hennar hefðu ekki verið þrjósk og kembt svæðið svo klukkustundum skipti í leit að Erosi. Birna og Ingþór eiga tvo aðra hunda auk Erosar sem þau fóru með í kvöldgöngu á Þing- völlum á sunnudagskvöldið. „Hundarnir léku sér í kringum okkur góða stund og syntu í vatninu. Við vorum að tygja okkur til baka að bílnum þegar Eros hvarf skyndilega. Við kölluðum og blístruðum og hin- ir hundarnir tóku á rás að leita hans en hann var gjörsamlega horfinn. Hann á það til að hlaupa á eftir fugl- um og koma aftur um leið til baka en það gerði hann ekki að þessu sinni. Okkur fór því að gruna ekki væri allt með felldu. Óttuðumst fljótlega að einhver sprungan hefði gleypt hann og þræddum þær allar, en margar eru mjög djúpar og vatn á botni þeirra. Þær sem voru þurrar og breiðar gengum við, en ofan í þær þröngu kölluðum við. Ég var orðin verulega hrædd um að hann lægi á botni einhverrar þeirra og hefði drukknað," segir Birna. Klukkan var að ganga tvö um nóttina þegar þau héldu heim en risu upp í bítið um morguninn og héldu áfram. Allt er gott sem... „Við fórum í sumarbústaðina í kring, gengum flæðarmál Þingvalla- vatns og kembdum svæðið aftur og aftur, kölluðum og hrópuðum, en heyrðum ekkert frá honum," segir Birna og útskýrir að Basenji-hundar séu ekki með barka og geti því ekki gelt. Eros gat því ekki látið heyra í sér nema væla eða ýlfra. Rétt fyrir kvöldmat voru þau orð- in vonlaus um að finna hundinn. „Við vorum því um það bil að hætta þegar Ingþór kærasti minn ákvað að blístra einu sinni. Þá heyrði ég eitthvert væl og sá að hundamir sperrtu eyrun. Við kölluðum og aftur heyrði ég veikt væl. Hljóp í áttina að því og sá þá ummerki á þessari mjóu - vA- ^ „ . gjótu sem við margsinnis höfðum kíkt ofan í og kallað. Ég beygði mig niður og sé þá litía hvíta löpp sem ég náði að grípa í. Hann var búinn að krafla sig upp hálfa leið en komst greinilega ekki lengra," útskýrir Birna. Til að gera langa sögu stutta náðu þau Erosi upp sem varð frelsinu feg- inn. Birna segir hann hafa vælt og ýlfrað meira en nokkru sinni en ver- ið eiturhress og glaður. „Það var mikið lán að finna hann og þetta hefði getað endað illa. Við gerðum I Eros saell, glaður og svangur j Eftir nær sólahringsdvöl Igjót- I unni sem hann ekki gat kraflað | sig upp úr var hann yfir sig glað- I uraðhitta eigendurstna og tók | hressilega til matarslns. Þreytan I lagðistyfir hann daginn eftir og Iþdsvaf litli hvuttiútl eitt. Þess á I millifylgir hann Birnu eins og J skugginn og óttast greinilega | að missa afhenni aftur. Sprungan sást illa Hún er lúmsk, þessi sprunga, og þurfti ekki annað en að tlu kllóa hund- ur stigi yfir hana þar sem gróður- inn er nær samvaxinn yfir. 3 Hér sést ofan ísprunguna þar sem Eros dvaldi en uppvegginn komst hann ekki af eigin ramm- leik. Basjeni-hundar eru barka- lausir frá náttúrunnar hendi og geta ekki gelt Hann getur vælt og ýlfrað en mjög sjaidan heynst íþeim. Ýlfrið bjargaði llfi hans I þetta sinn. okkur ekki ljóst að þessar sprungur væru svona hættulegar og vert að benda fólki á að fara varlega þar sem sprungur og gjótur leynast," segir Birna og bætir við að eftir mestu gleðilætín hafi Eros verið gjörsamlega úrvinda og hafi hann sofið útí í eitt. Á Þingvöllum var fjög- urra stíga frost þessa nótt og víst að dvölin í gjótunni hefur verið litlum hundi erfið. bergljomdv.is ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.