Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ2005
Helgarblað DV
Draumar tengjast undirvitund okkar og sálarlífi. Sumir eru færir um að notfæra sér skilaboðin sem
birtast þeim á aðgengilegan hátt eða beinlínis nota draumana til að skilja sjálfa sig. Aðrir eru jafnvel
færir um að sjá ókomna atburði. Draumaráðningar eru hugsaðar sem dægradvöl því tákn í draumi hafa
ávallt misjafna þýðingu. DV fékk tvær konur til að deila draumum sínum og fékk spekinginn Sigríði
Klingenberg til að ráða í þá.
Ef fólk ber traust til draumanna er
næsta víst að draumarnir birtast
aftur af fúsum og frjálsum vilja.
Margir kunna að skilgreina drauma
sem skilaboð örlaganna en við
minnum á að einungis er um
dægradvöl að ræða. Draumaráðn-
ingar krefjast nákvæmrar skoðunar
þar sem tákn og atburðir sem koma
fram í draumi hvers og eins þurfa
ekki að koma fram hjá öðrum. Þeg-
ar draumur er ráðinn tengir maður
saman þær upplýsingar sem táknin
veita.
Hundelt af hnífamanni
Sigríður Lund verkefnastjóri
útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7
spilar ljúfa og þægilega sumar-
stemmingu á Létt í allt sumar
milli 9-14 og okkur lá forvitni á að
vita hvort þessa fallegu útvarps-
konu dreymi.
„Já, mig dreymir frekar oft og
stundum algera þvælu en stund-
um drauma sem vekja upp marg-
ar spurningar en mig dreymdi
þennan sama draum þegar ég
var lítil stelpa aftur og aftur og
mig hefur alltaf langað til að
vita hvað hann táknar,“ segir
Sigga Lund en hún lýsir
draumnum á eftirfarandi
hátt:
„Ég var í feluleik með syst-
kinum mínum og við vorum
að fela okkur í kompu sem
var rykug og skítug. Þar inni
er ókunnugur ógeðslegur
karl svo við flýjum út. Við
leikum okkur í dágóða stund
þangað til þessi maður flnn-
ur okkur, öllu heldur mig þar
sem ég var að leita að syst-
kinum mínum í leiknum.
Karlinn tekur mig og setur
mig upp á eldhúsborð (syst-
kin mín voru undir borðinu
að fela sig) ég vakna þegar
þessi maður er með hníf á lofti og
ætlar að drepa mig."
Tákn og staðreyndir um draum Sigríður Lund
-Sigríður er að skyggnast inn í eigin vitund og ekki ber að rang-
túlka drauminn því hún hefur ekkert er að óttast.
-Hlutverk hennar er greinilega fyrirfram ákveðið.
-Hvað sem verður á vegi Sigríðar ræður hún við en hér er verið að
minna hana á að óttinn er brella, sjónhverfing og fals.
-Ofbeldi mannsins sem tekur hana í draumnum: góðir timar
framundan.
-Hnífur í hendi mannsins: Sigríður þarffrelsi og öryggi tilað
takastáviðdraumasina.
-Systkini fela sig:þau verða jafnvel lítt þekkt og Sigríður hefur
kjark til að takast á við stöðu þar sem hún er örugg og líður vel.
Tákn í draumi Brynju Bjarkar
-Tannamissir táknar erfiðleika og er oft á tiðum al-
varíegt fyrir dreymandann, en í tilfelli Brynju er ekk■
ert að marka sliktþvi hún er tannlæknir.
Hvað segir spákonan?
„Rykug kompan er sálarlíf hennar og það er
margt sem konan er búin aö takast á við í sam-
bandi við æskuna. Hugrekki hennar færir henni
sigrana sem bíða hennar því hún hefúr tekist á við
ýmsa hluö sem hafa kannski veriö að angra hana
Hnífúrinn segir að hún hefur
horfst í augu við hlutina sem hún þurftí að kljást
voru ^annski ekki eins stórir og hún
hé t þá Hér gengur hún frá málum úr fortíðinni
®r„ko™n m,eö“^u°g faUega orku m aö takast á
við lífið en það er bmð að taka tíma. Trúlega var
hun ekki nógu ánægð með alla hluti. Hér er margt
gott að gerast hjá henni (sumarið 2005) af því að
hun þonr að horfast á augu við allt. Allar hindran-
u semáhanavorulagöarþegarhúnvaryngriem
sSSnd681" ^ KUngenberg 11111 dramn
Hvað segir spákonan?
„Ég hef heyrt marga Islendmga
upplifa svipaða reynslu í draumum
sínum en konan er hérna stödd í mjög
notalegri tilvem. Hún fer úr líkama sín-
, 0g sálin svífur um líkamalaust. Það
er svo svakalega hressandi þegar slíkt
gerist og konan man þetta og vaknar
glöð og laus við þunga líkama síns.
Hún fær í draumnum að finna frelsið í
úðanum og.algjöra veUíðan. Hún er
opin og góð manneskja í góðu jafnvægv
og bjartir tímar einkenna framtíð
henriar. Hvað er hægt að hugsa sér
betra? Þessi upplifun er örugglega á við
20 jógatíma," segir Sigríður Klingen
berg um draum Brynju Bjarkar.
Svífur í loftinu
Brynja Björk Harðardóttir, tannlæknir í fæðingarorlofi sem um
þessar mundir er búsett í Stokkhólmi ásamt eigin-
manni sínum, HaUdóri Skúlasyni og synin-
um Óliver Mána Halldórssyni 6 mánaða. J
„Mig dreymir örugglega á hverri nóttu og —
þá sérstaklega ef ég er eitthvað stressuð. Þeg-
ar ég var í Háskólanum dreymdi mig fyrir
hvert einasta próf að ég væri að missa tenn-
urnar. Ætli það hafi ekki verið stressaður hugurinn ennþá að
fást við námsefnið," segir Brynja sem unir sér vel í faðmi fjöl-
skyldunnar í Svíðþjóð.
„Einnig hefur mig nokkrum sinnum dreymt að
ég sé að keppa í „The Amazing Race" en ég er
mikiU aðdáandi þeirra þátta," segir hún og hlær
innUega.
„Þeir draumar eru alveg meiriháttar skemmti-
legir. í einum sfikum draumi var ég vakin og ég
flýtti mér að reyna að sofna aftur tU að halda
áff am með drauminn því hann var svo skemmti-
legur. En auðvitað fæ ég martröð líka en ég reyni
að gleyma því eins fljótt og auðið er. Mér finnst
martröð alveg hræðUeg en ég hugsa oft um
skemmtUegasta draum sem mig hefur dreymt.
Mig dreymdi hann fyrir svona um það bU níu
árum."
Brynja Björk lét Sigríði hins vegar ráða í ann-
an draum sem hana dreymdi nýverið og var eitt-
hvað á þessa leið: „Ég var í Þingholtunum inni í
einhverju gömlu húsi fyrir framan stóran spegU.
Svo bara allt í einu hoppaði ég upp frá gólfinu
og sveif lárétt í loftinu fyrir framan spegUinn.
Svo flaug ég út úr húsinu og flaug um hverfið, ekkert mjög hátt
samt. Það var æðislegt veður og sumarnótt. ÞægUegur rign-
ingarúði og logn. Mér leið svo vel í draumnum og þegar ég
vaknaði líka. Ég mundi drauminn mjög vel og geri enn.“
Drauma
/
raonmgar