Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 17. JÚNl2005 Helgarblað DV Sú níunda í röðinni fædd Dóttir Juan Carlos Spánarkonungs eignaðist litla dóttur í vikunni. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Irene en hún er sú nfunda f röðinni eftir spænsku krúnunni. Irene er sjötta barnabarn konungsins og Soffíu drottningu en hún er fjórða barn for- eldra sinna. Infanta Cristina og hand- boltakappinn Inaki Urdangarin eiga fyrir þrjá stráka, Juan Valentin, Pablo Nicolas og Miguel. Letizia krón- prinsessa er komin fjóra mánuði á leið af fyrsta barni hennar og Felipe krón- prins. Kærastan vandræðaleg Vilhjálmur prins mætti með kærustuna sfna, Kate Middleton, sér við hlið f brúökaup vina f vikunni. Breska pressan hefur velt sér upp úr þvf aðKatehafi verið hálf vandræðaleg viðathöfn- inaþarsem fyrrum kærasta prins- Ins, Jessica Craig, hafi einnig verið við- stödd. Karl krónprins og nýbökuð eig- inkona hans ákváðu að mæta ekki en þau mættu ekki heldur f giftlngu eldri bróður brúðgumans þar sem þau hefðu átt að sitja f sitt hvoru lagi. * Afmælis- veislan í Kína Albert konungur í Belgíu hélt uppá71.árs afmæliðsittí Kína í vikunni. Kfnverski forsetinn Hu Jintao samfagnaði með kónginum en hann og Paola dottning eru stödd f átta daga heimsókn f landinu. Albert II fæddist ö.júnf 1934 f Brussel. Hann hefur þótt duglegur (að tryggja mik- ilvæg bönd mllli Belgfu og annarra landa f stjómmálalegum,efnahags- og menningarlegum tilgangi. Hlip krónprins og eiginkona hans,Mat- hilde krónprinsessa, heimsóttu Kfna fyrir sex mánuðum. Litla prinsessan skírð Litla prinsessan Leah Isadora verð- ur skírð um helgina. Prinsessan er dóttir Mörthu Louise prinsessu og Ara Behn rithöfunds. Sonja drottning mun halda á barna- S _2T 7 barninu sínu (skírn- inni en hún og kon- L, ungurinn eru guðfor- eldrar hennar. Aðrir guðfor- eldrar litlu prinsessunnar eru Laurentien prinsessa í Hollandi.Gry Brúsletto vinkona Mörthu Louise, Espen Björshol bróðir Ara Behn og Didrik Vigsnæs frændi prinsessunnar. Biskupinn (Osló mun stjórna athöfn- inni. Ef Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins Dana eignast dóttur mun litla prinsessan ekki erfa krónuna ef hún eignast yngri bróður. Málið hefur vakið upp miklar deilur í Danmörku en Mary á von á sér í október. Kfjnqiir fram yflp Mingu John D. Donaldson faðir Mary krónprinsessu og eiginkona hans og stjúpmóðir Mary, Susan Donaldson, ætla að flytja til Danmörku á næsta ári. John, sem er stærðfræðiprófess- or, ætlar að vinna við rannsóknir í einum virtasta háskóla landsins en hann hefur þegar unnið sem gesta- kennari við háskólann í Árhúsum. Drengir hafa forgang Mary krónprinsessa á von á sínu fyrsta bami í október. Ef hún og Frið- rik krónprins eignast dóttur mun litla prinsessan aðeins erfa krónuna ef hún eignast ekki yngri bróður. Samkvæmt lögum í landinu verður að breyta stjómarskránni ef elsta dótturin á að erfa ffam yfir yngri bróður sinn en málið hefur valdið miklum deilum í landinu síðustu áratugina. Þeir sem gagnrýna lögin segja þau stangast á við kynjajafn- rétti sem annars ríki í Danmörku. Ófrísk í Ástralíu Deginum áður en Mary og Friðrik yfirgáfú Ástrah'u sáust þau kaupa bamaföt í Hobart verslun. í heim- sókninni lofaði Mary að Ástralir myndu fá að fylgjast vel með lífi væntanlegra bama þeirra en minnist ekki á að hún væri þegar ófrísk. í sjónvarpsviðtali sagðist prinsessan ekki finna fyrir neinum þrýstingi varðandi barneignir en að það væri hins vegar ekkert leyndarmál að þau vildu bæði stofha fjölskyldu sem fyrst. Nú hefur hins vegar komið í Mary og Friðrik Mary hefur lofað áströlsku þjóð- inni að fá að fylgjast með uppvexti barnanna sinna. ljós að Mary var bamshafandi á þeim tíma. „Við h'tum ekki á bameignir sem kvöð því við viljum' bæði verða foreldrar sem fyrst," sagði Mary og bætti við að börnin hennar yrðu vel upplýst um hvaðan þau kæmu. „Ég er viss um að við munum heimsækja Ástralíu reglulega svo þau geti kynnst staðnum þar sem ég ólst upp." Af fasteignasölu í höllina Friðrik og Mary kynntust árið 2000 á ólympíuleikunum í Ástralíu þar sem hún starfaði sem fasteigna- sali. Árið 2002 flutti Mary til London til að geta verið nær kærastanum en flutti svo fljótlega í íbúð í eigu prins- ins í Danmörku. Þau tilkynntu trú- lofun sína í september 2003 og gift- ust í maí á síðasta ári. Öll fjölskyldan Faöir Mary og fósturmóðir hennar ætla að flytja timabundið tii Danmörku. Letizia krónprinsessa lét meðgönguna ekki hindra að hún hitti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Clinton í heimsókn Spænsku konungshjónin höfðu í nógu að snúast í vikunni þegar fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kíkti í heimsókn. Juan Carlos kon- ungur og Soffla drotming vom gestgjafar Bill Clintons og fylgdar- liðs. Felipe krónprins og eiginkona hans Letizia, sem á von á þeirra fyrsta barni í nóvember, mættu einnig í hátíðarmálsverð sem hald- inn var til heiðurs Clintons. Krón- prinsessan læmr meðgönguna ekki hindra sig í vinnunni enda upphefð að fá að spjalla við fyrrum forset- ann. Letizia var, áður en hún kynntist krónprinsinum, velliðin Cllnton á Spáni Frá vinstri: Letizia krónprinsessa, Juan Carlos konungur, Bill Clinton, Soffia drottning og spænski krónprinsinn. fréttamaður á Spáni og því vön að ræða við þjóðhöfðinga. Eftir kvöld- matinn hélt konungurinn á tennis- völl þar sem hann horfði á spænsk- an tennismeistara vinna leik sinn en Soffia drottning hélt heim á leið þar sem dóttir hennar, Infanta Cristina, eignaðist litía dóttur sama dag. Eftir leikinn spjallaði konung- urinn við tennisleikarann og afsak- aði Qarvem eiginkönunnar. Haraldur mættur aftur Haraldur Noregskonungur mætti í vinnunna eftir hjartaaðgerðina við mik- inn fögnuð aðdáenda á hátíðardegi landsins. Hátfðarhöldin voru haldin í til- efni að þess að 100 ár eru liðin sfðan Noregur fékk sjálfstæði frá Svíþjóð. Har- aldur hafði verið frá sfðan f mars þegar hann lagðist inn á sjúkrahúsið. Hann hefur verið að jafna sig hægt og rólega og sást meðal annars á báti við veiðar á villtum silungi nálægt Þrándheimi. Öll konungsfjölskyldan tók þátt í hátfðar- höldunum. Díana Harry með hælsæri dregHlini Harry prins hefur verið veitt und- antekning frá því að klæðast her- mannastígvélunum sínum í her- skólanum þar sem hann þjáist af miklu hælsæri. Hinn tvítugi prins hefur tekið þátt í erfiðri þjálfun síðustu daga sem hefur tek- ið sinn toll á fótum hans. Harry fékk stíq- vélin þónokkru áðuren hann mætti til Sandhurst en hefur Ifk- lega ekki verið nógu duglegur við að ganga þau til. Eftir að hafa gengið meira en 10 mílur í gegnum þéttvaxinn skóg voru fætur prins- ins yfirþaktir blöðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.