Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 10
J 0 ÞRIÐJUDACUR 14. JÚNÍ2005 Fréttir DV Helga er ein skemmtilegasta kona I heimi og frábær leik- kona. Hún er góður vinur sem ræktar vel sjálfa slg og reynir að bæta heiminn. Helga er með stjórnsýki á háu stigi en er að reyna að vinna í þvi. Hún er einnig með ólæknandi kaupæði og lætur stundum tilfinn- ingarnar hlaupa með sig i gönur. „Hún er einhver skemmtilegasta kona I heimi. Hún er stanslaust að rækta sjálfa sig og bæta við sig og reynir aö breyta og bæta heiminn llka. Hún er llka óskaplega hjartagóð. Helsti galli hennar er aö hún hefur sama sjúkdóms- einkenni og ég, við erum báðar meö stjórnsýki á háu stigi.Ætli það sé ekki þess vegna sem okkur kemur svona vel saman. En viö erum að reyna að vinna í þessu." Edda Björgvinsdóttir leikkona. „Hún Helga er einstak- lega skemmtileg og gáf- uð manneskja. Hún er afar hæfileikarík leik- kona og mjög góöur vinur. Það eina sem ég gæti sagt á neikvæðu hliðina er að hún er algjört skó- og fatafrík og er haldin ólæknandi kaupæði. Hún þarf reglulega að gefa úr fataskápnum slnum til að skapa pláss." Steinn Armann Magnússon leikari. „Helga er náttúrulega alveg stórkostleg leik- kona. Getur l raun leikið hvað sem er. Það má segja að hún leiki það sem þarfað leika. Hún er auð- vitað skemmtilega og lífleg og mjög góö stúlka. Helsti galli hennar er að hún er mikil til- finningamanneskja og lætur stundum tilfinningarnar hlaupa með sig I gönur. Aðra galla hefur hún ekki." Jón Gnarr grinari. Helga Braga Jónsdóttir er fædd 5. nóvem- ber 1964. Hún er landsmönnum kunn fyrir hæfileika slna I leiklist en óhætt er að segja að hún sé einn afokkar ástsælustu kvengrlnurum. Helga hefur bæði unnið sigra I sjónvarpi og á sviði. Bifreið á beitingarskúr Mikil mildi þótti að ekki fór verr þegar eldri öku- maður bakkaði biffeið sinni út Oddann við Patrekshöfn. Ökumaður missti stjórn á bflnum með þeim afleið- ingum að hann fór niður snarbratta brekku áður en hann stöðvaðist við beit- ingarskúr. Miðað við bratt- ann á hlíðinni þykir mikil mildi að bfllinn valt ekki með ófyrirséðum afleiðing- um. Bflinn og beitingar- skúrinn löskuðust töluvert en ökumaðurinn slapp ómeiddur og fór heim eftir læknisskoðun. ■ m IS. fc ■p'-.h-./ ;-M ; - Um klukkan korter gengin í tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma kvað kviðdómur í Santa Barbara í Kaliforníu upp þann úrskurð að poppgoðið Michael Jackson væri saklaus af öllum ákæru- atriðum um misnotkun á þrettán ára gömlum dreng. Þrettán ára unglingurinn hafði staðið í baráttu við krabbamein. Michael hafði verið ásakaður um að gefa unga drengnum áfengi. Jackson lá undir þeim sökum að hafa misnot- að drenginn ásmt því að hafa haldið fjölskyldu hans fanginni á búgarði sínum. Jackson mætti fyrir dómara og kviðdóm um klukkan korter fyr- ir níu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Um það bil hálftíma seinna var úrskurðurinn svo lesinn upp. Allar útvarps- og sjónvarpsstöðvar um gjörvöll Bandaríkin stöðvuðu reglubundna dag- skrá til þess að þjóðin fengi að heyra upplestur á úrskurði kviðdómsins. I Michael Jackson Varsýknaðurí gærkvöldi. Aðstandendur Allrahanda Sekir rútukarlar fá 30 milljónir í sekt „Við munum taka frest til að áfrýja dómnum," sagði verjandi þeirra Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garðarssonar, en þeir voru fundnir sekir í Héraðsdómi Reykja- vfloir á föstudaginn um að hafa svik- ist um að borga opinber gjöld af fyr- irtækinu ísferðum á árunum 2001-2002. ísferðir urðu gjaldþrota í árslok 2002. Sigurdór var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í ísferðum en Þórir var stjórnarformaður fyrirtæk- isins. Samtals sveikst félagið undan greiðslu á rúmum þremur milljón- um króna. Þeir félagar hafa allan tímann neitað sakargiftum og skella sökinni á fyrrverandi fjármálastjóra ísferða sem átti að hafa umsjón með skattaskilum og fjármálum fyrirtæk- isins. Þeir félagar hafa rekið rútufyrir- tækið Allrahanda um árabil, en það félag hefur meðal annars séð um strætisvagnaferðir á höfuðborgar- svæðinu og akstur fyrir fatlaða. Nú starfa þeir undir nafninu Iceland Excursions sem er ferðaskrifstofa. Sigurdór og Þórir voru fundir sekir og var hvor um sig dæmdur til að greiða 14,5 milljónir í sekt til rík- issjóðs innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í sex mánuði. Að auki voru þeir dæmdir í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Eins og áður hefur komið ffam hyggjast þeir áfrýja dómnum. Strætó í forgang Á fundi Strætó bs. síðasdiðinn miðvikudag var áréttað mikil- vægi þess að forgangur strætis- vagna f umferðinni yrði aukinn. Ein af forsendum þess að nýtt leiðakerfi næði tilætluðum ár- angri og að markmið um aukna hlutdeild almenningssamgangna yrði náð er að strætisvagnar yrðu fljótari í förum en almenn um- ferð. Með því móti myndu fleiri sjá sér hag í að nýta sér almenn- ingssamgöngur sem ferðamáta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.