Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Side 10
10 LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ2005 Fréttir DV Leifur er agaður og skipulagð- ur fram i fíngurgóma. Hann stendur fast á sínu og hefur sitt á hreinu. Hann er fjörugur og skemmtilegur. Hann er frá- bærþjálfari og dómari í körfu- bolta. Hann hefur stuttan kveiki- þráð á hliðarlínunni og get- ur verið þrjóskari en and- skotinn. Mörgum þykir að- dáun Leifs á knattspyrnu- liðinu Everton vera galli á hans persónu. „Leifur er fínn þjálfari og hefur myndað virkilega gott teymi með Óla. Hann er mikill keppnis- maður sem þolir illa að tapa. Hann er líka mjög skipu- lagðurog virðist alltaf vera með sitt á hreinu. Kannski eru helstu gallarnir þeir að hann á það til að æsa sig fullmikið á hliðarlín- unni. Síðan heldur hann líka með Everton og virðist aldrei þreytast á því aö tala um þann klúbb." Freyr Bjarnason, blaðamaöur og leik- maður FH „Leifur er mjög samvisku- samur og duglegur. Hann er heiðarlegur og vinnur sína vinnu mjög vel og er mjög velskipulagðursem og hrókur alls fagnaöar. Hann er með stuttan kveiki- þráð, hann er fljótur upp og er litill, sem er galli, og svo heldur hann að hann geti eitthvaö i fótbolta en það er líka galli. Stærsti gallinn er samt sá að hann heldur með Everton." Úlafur Jóhannesson aóalþjálfari FH „Griðarlega skipulagður og hefur mikið keppnis- skap og metnað. Hann er einstaklega skemmtileg- ur karakter. Svo er líka mikill kostur að hann er einn og ekkert á hæð. Gallarnir eru þeir að hann spilaði körfubolta og hefur þvíhaft áhuga á þeirri íþrótt, það hlýtur að vera eitt- hvað skrítið við það. Ekki má gleyma því að hann heldur með Everton og það er galli enda er ég Liverpool-maður." Haraldur Freyr Gíslason, tónllstarmað- ur og gallharður FH-ingur Leifur Sigfinnur Garðarsson er fæddur 23. febrúar áriö 1968. Leifur er aöstoöarþjálfari FHI knattspyrnu i ár eins og í fyrra þegar liöið tryggði sér (slandsmeistaratitilinn i knattspyrnu í fyrsta sinn I sögu félagsins. Nú er FH liöiö taplaust eftir sex umferðir og ekkert viröist ætla að koma í veg fyrir að þeir endurtaki leikinn. Leifur hefur veriö einn besti körfuknattleiksdómari landsins um árabil og fengiö margar viöurkenning- arsem slíkur. Fyrirhuguð mótmæli við Kárahnjúka hafa tekið á sig nýja mynd eftir að Paul Gill, forsprakkinn í mótmælahópnum, var handtekinn fyrir að skvetta skyri á ráð- stefnugesti á alþjóðlegri ráðstefnu um áliðnað. Barnaperra, sem játaði að hafa í vörslu sinni barnaklám, var sleppt eftir yfirheyrslur meðan mótmælendurnir ís- lensku voru hnepptir í gæsluvarðhald. Lögreglan á Egilsstöðum er í viðbragðsstöðu vegna mótmæla sem áætlað er að hefjist 21. júni við Kárahnjúka. Ólafur Páll Sig- urðsson hefur haft umsjón með skipulagningu mótmælanna, en hann var í fréttum í vikunni fyrir að skvetta grænu skyri á ráð- stefnugesti á Hótel Nordica. „Ég get ekki tjáð mig um ná- kvæmar aðgerðir, ég vil ekki að mót- mælendur viti hvað við munum til bragðs taka,“ segir Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum. „Við höfum auðvitað fylgst með máhnu og verið í sambandi við önnur embætti. Við munum fá liðsauka og grípa til nauðsynlegra aðgerða," bætir Helgi við. Að sögn Helga gæti reynst erfitt fyrir mótmælendur að tjalda á svæðinu. „Landsvirkjun hef- ur á leigu mjög stórt landsvæði við Kárahnjúka, mótmælendur geta ekki tjaldað á því landsvæði. Mót- mælendurnir hafa þó lögum sam- kvæmt rétt á að tjalda þarna í grenndinni og munum við ekki gera athugasemdir við það.“ Verða að hegða sér „íslensk yfirvöld verða að hegða sér,“ segir Ólafur Páll Sigurðsson, sem hefur staðið að skipulagingu mótmælanna við Kárahnjúka. „Það er eðlilegt að lögregluyfirvöld geri ráðstafanir vegna stórra manna- móta, en þeir hafa engan rétt til þess að koma í veg fyrir þessar tjaldbúð- ir.“ Ólafur Páll er nýkominn úr haldi lögreglu vegna skyrskvettunnar á Nordica-hóteli og segir vistina ekki hafa verið góða. Paul Gill er grænmetisæta og neytir engra dýraafurða, en lög- reglumenn tóku ekki mark á því og gáfu honum bara kjúkling og sögðu honum „að borða mannamat". Skipulögðu þetta í sameiningu Ólafur á erfitt með að skilja hvers vegna Paul Gill var haldið lengur en hinum. Hann segir að Paul hafi ekki skipulagt mótmælin á Hótel Nor- dica. „Við skipulögðum þau í sam- einingu. Ég held að íslensk yfirvöld séu að hefna sín eftir að Paul mót- mælti við íslenska sendiráðið í London.“ Ólafur taldi fáránlegt að þeim skyldi hafa verið haldið lengur en manni, sem lögreglan hefur fylgst með í þrjá mánuði vegna gruns um vörslu barnakláms. „Þetta sýnir bara að að lögreglu- menn eru ruglaðir, þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera í svona málum enda óvanir borgaralegu hugrekki sem þessu.“ Málið ekki búið „Málið er langt frá því að vera búið,“ segir Óskar Þór Sigurðsson, lögreglufuiltrúi á rannsóknardeild lögreglunnar. „Tvímenningarn- ir, sem sleppt var úr haldi, verða kallaðir aftur til yfir- heyrslu," bætir Óskar við. Hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Pauls Gill. „Við þurfum að skoða hvórt hans þáttur sé stærri en hinna tveggja." Mótmælin við Kárahnjúka hefjast þann 21. júm' og standa fram á sumar. kj@dv.is Ólafur Páll Sigurðsson kvikmyndagerðar- maður Stendur fyrir mótmælum við Kára- hnjúka. Hann er nýsloppinn úr haldi lögreglu vegna skyrskvettunnar á Hótel Nordica. „Þetta sýnir bara að að lögreglumenn eru ruglaðir, þeir vita ekk- ert hvað þeir eru að gera í svona málum enda óvanir borgara- legu hugrekki sem þessu." I Paul Gill mótmælandi Siturenn í | I haldi lögreglu, en verið er að rann- I saka hvort hans þáttur hafi verið I stærri en fslendinganna tveggja. | Myndin erfrá fréttastofu Stöðvar2. Ógnvaldar háloftana fljúga enn Tóku aðeins fimm mínútur í sprengjuleit Víkingaháf ið í Hafnarfirði Víkingahátið Fjörukrár- innar í Hafnarfirði hófst með pompi og prakt á fimmtudaginn. Há- tíðin, sem nú er haldin í m'unda sinn, er orðinn fastur liður í bæjar- lífi Hafnfirðinga. Á hátíðinni kemur ffam fjöldinn allur af listamönnum, bardagamenn, bogaskyttur, glímumenn, útskurðar- menn og fleiri. Rimmugýg- ur, hafnfirskur bardaga- hópur, mun sjá um bardag- ann á hátíðinni ásamt Jómsvíkingum, alþjóðlegum hópi úrvalsvíkinga. Hátíðin stendur ffam á sunnudag. Geitungar í góðum málum „Það eru trjágeitungarnir sem lifa þokkalega og það eru þeir sem fólk sér á sveimi núna,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúruffæðistofnun íslands. Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um hrun geitunga- stofnsins á íslandi og hafa margir fagnað þeirri staðreynd. Þeir hinir sömu hafa einnig rekið upp stór augu þegar út er komið enda nóg af geitungum á sveimi. Húsageitungurinn var sá fýrsti sem nam hér land og árið 1973 var staðfest húsageitungabú í miðbæ Reykjavíkur. Hans hefúr ekJd orðið vart ennþá, en þessi tegund getur verið verulega árásagjörn. „Ég hef ekki haft neinar spumir af holugeitungum ennþá," segir Erling Ólafsson. „Það er ekki fýrr en um miðjan júlí sem kemur í ljós hvort sá stofn er endanlega hruninn," segir Erling um hinn skæða holugeitunga- stofn sem ennþá hef- ur því rúman mán- uð til þess að gera . vart við sig. Það eru þó gleðifiréttir, að ef stofhinn kem- ur ekki fram: „Þá þarf að verða nýtt land- nám," segir Erling. Erling Ólafsson skordýrafræðingur„t>að er ekki fyrr en um miðjanjúll sem kemurlljós hvortsá stofn er endanleoa hruninn.“ Hótað að sprengja upp íslandsbanka „Það var lokað hjá okkur í um fimm mínútur," segir Hannes Guð- mundsson, útibússtjóri í íslands- banka við Lækjargötu. Lögreglan var kölluð í útibúið um ellefuleytið á fimmtudagsmorgun eftir að miði fannst í bankanum sem sagði að bankinn yrði sprengdur ef pening- amir yrðu ekki afhentir. „Okkur gmnar hver var að verki," segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík. Ágúst segir að sprengjusveit lögreglunnar hafi ekki verið kölluð til heldur hafi almennir lögregluþjónar séð um sprengjuleitina. Hann gerði sem minnst úr málinu við blaðamann DV og sagði það „ekki neitt neitt" og bætti við að líklega gengi sá sem fBl inr mmm ÍHH nm\ “T" r-y , —! | S [A Sprengjuhótun Loka þurfti fslands- banka i Lækjargötu vegna sprengju hótunar um hádegi á fimmtudag. þetta gerði ekki alveg heill til skógar. Máhð er nú í rannsókn. Útibúið í Lækjargötu er á tveimur hæðum og því vekur það athygli að lögreglan hafi aðeins verið í um fimm mínútur að leita af sér allan gmn um sprengju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.