Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Side 30
30 LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ2005
Helgarblað J3V
Listahjón „OkkurPdlierþað sam-
eiginlegt aðvið eigum bæði mjö q
sterkarrætur að rekja Ináttúruna.
Borgarlistamenn Reykjavíkurborgar 2005 eru tveir í þetta sinn. Þau Þuríður Fannberg, betur þekkt sem
myndlistarkonan Rúrí, og eiginmaður hennar Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður hlutu heiður-
inn við hátíðlega athöfn í gær.
Myndlistarmaðurinn Rúrí og Páll
Steingrímsson, kvikmyndagerðarmað-
ur, hlutu í gær titilinn Borgarlistamað-
ur Reykjavíkurborgar 2005. Þetta er í
fyrsta skipti sem tveir einstaklingar
hljóta heiðurinn sama árið. En þau eru
jafnframt hjón og hafa verið samstíga
að því leyti að bæði setja listina í fyrsta
sæti í daglegu lífi srnu.
Borgarlistamaðurinn er heiðursvið-
urkenning sem feliur í skaut lista-
manns í Reykjavík ár hvert. Verðlaunin
hafa verið að þróast út í einskonar
heiðursverðlaun fyrir glæstan starfs-
feril og ævilanga baráttu gegn sann-
leiks- og fegurðarleysi. Einu skilyrðin
eru að hafa skarað fram úr og markað
eigin spor í listalífinu. Það má með
sanni segja að þessar fýsingar
smellpassi við Pál og Rúrí.
Gullgrafari og kúreki
Ekki er fjarri lagi að segja að Páll sé
ötulasti heimildamyndagerðarmaður
íslands. Hann hefur afkastað meiru en
nokkur annar í hans fagi.
Bakgrunnur Páls liggur í myndlist-
inni. Hann hefur málað og teiknað frá
unga aldrei. Hann reyndi fyrir sér í
Akademíunni í Kaupmannahöfn og í
myndlistardeild í Manitoba-háskóla í
Kanada. Þar starfaði hann einnig sem
lestarþjónn, sem kúreki og gullgrafari.
Hann stofnaði myndlistarskóla út í
Vestmanneyjum og rak í 17 ár. Páll hef-
ur einnig mikinn áhuga á ljósmyndum
sem hann stundaði í rúm 10 ár.
Páll byrjaði seint í kvikmyndum.
Hans heimildamyndaferill hófst
snemma á áttunda áratugnum þegar
hann var rétt rúmlega fertugur. „Ég fór
mjög bratt af stáð í heimildamynda-
gerðinni. Fyrsta myndin [Eldeyjan
/Days of destruction] sem ég geri fer á
kvikmyndahátíð í Atlanta í Bandaríkj-
unum og hlaut þar gullverðlaun. Þá var
ég eklá búinn að vera í kvikmyndagerð
nema hálft ár. En þetta voru sérstakar
kringumstæður. Það var eldgosið í
Vestmanneyjum sem var viðfangsefn-
ið.“
Gull-Benz rústað með sleggju
Rúrí hefur verið einn eftirtektar-
verðasti myndlistarmaður landsins og
markað sér mikla sérstöðu. Hún hefur
fjallað umýmis hápólitísk málefni með
myndlist sinni í gegnum ti'ðina.
Hún varð fyrst sýnileg í listaheimin-
um hér við upphaf áttunda áratugar-
ins. Þá hafði hún málað Mercedes
Benz bifreið gulllitaða sem hún kom
síðan fýrir á miðju Lækjartorgi og rúst-
aði hana með sleggju. Þennan gjöming
kallaði hún Gullna bílinn og varð Rúrí
samstundis að þekktu nafiii í listalífinu
hérlendis. „Ég er ekki mikið fyrir að
mála skrautlegar myndir. Það eru nógu
margir í því þannig að ég þarf ekki að
vera með samviskubit vegna þess.
Þetta er bara mín leið. Þetta er það sem
ég hef helst fram að færa til mannkyns-
ins.“
Fossar í útrýmingarhættu
Rúrí hefur einnig mótmælt stríðs-
rekstri og náttúruspjöllum á íslandi.
Má segja að hún hafi slegið í gegn fyrir
tveimur árum þar sem hún sýndi verk
fyrir íslands hönd á Feneyjatvíæringn-
um. Verkið, sem fjallaði um fossa á ís-
landi sem stafar ógn af stórfram-
kvæmdum, vakti mikla og verskuldaða
alþjóðlega athygli.
„Ég tel að eitt af hlutverkum listar-
innar sé að vekja athygli á því sem er að
gerast í umhverfi mannsins. Hvort sem
það er í mannlegu samfélagi eða
snertir tengsl hans við jörðina. Ég h't
svo á að við berum ábyrgð gagnvart
sjálfum okkur, fólkinu í kringum okkur
og svo jörðinni. Ég veit að það þykir
rosalega úr tísku og hallærislegt að
segja þetta." segir Rúrí og hlær.
Rúrí segir langt því frá að pólitík sé
að deyja út í myndlistinni í dag. „En
hér á Islandi hefur gagnrýnin myndlist,
einhverra hluta vegna, aldrei náð að
festa rætur. Erlendis er gagnrýnin Iist
hins vegar sjálfsagður hluti nútímalist-
ar.“
Mynd byggð á eigin hvötum er
mikiláhætta
Á íslandi getur verið afar erfitt fyrir
kvikmyndagerðarmenn að vinna að
sínum eigin verkefnum þar sem fjár-
magn til slfks stendur ekki alltaf til
boða. „Þegar höfundur er með verkefni
sem byggt er algjörlega á eigin hvötum
er því tekin talsverð áhætta."
Það sem hefur ráðið úrslitum í
þessum efnum fyrir Pál er að honum
hefúr tekist að koma myndum sínum á
framfæri á erlendum ráðstefhum og
kvikmyndahátí'ðum, og hefúr hann
þannig fengið erlenda aðila til sam-
starfs og selt sýningarrétt til sjónvarps-
stöðva víða um heim.
Meistarahugar berjast fyrir há-
lendinu
Páll hefúr mikið unnið við gerð
náttúrulífsmynda. „Þetta fylgir mér
alltaf vegna þess að náttúran, náttúru-
vísindi, náttúrugaldur og náttúrumynd
eru fyrir mér einn og sanú hluturinn."
Páll Steingríms gerði myndina
World of Solitude með Magnúsi Magn-
ússyni, þáttastjómanda hjá BBC.
„Þetta var eins konar köllun hjá mér.
Að vekja menn til umhugsunar um há-
lendið og það sem er að gerast við
Kárahnjúka."
Öræfakyrrð hefur þegar hlotið
verðlaun á tveimur erlendum kvik-
myndaháti'ðum, meðal annars fyrstu
verðlaun (Grand Prix). Nýjasta verkefni
Páls er um spóann og ferðir hans frá
norðurslóðum suður undir miðbaug.
Ferðaðist Páll m.a. til Gambíu í Vestur-
Afríku til þess að festa á filmu merki-
lega þætti í lífi fuglsins á vetrarstöðv-
um, sem em mönnum lítt kunnar.
Sterk tengsl við náttúruna
Rúrí er fædd og uppalin í Reykjavík
en dvaldi á sumrum við ísafjarðardjúp.
Hún ver síðan sumrunum á ísafirði,
þaðan sem hún er ættuð. Páll er úr Eyj-
um. Það má því segja að þau hjón séu
bæði náttúmböm „Okkur Páli er það
sameiginlegt að við eigum bæði mjög
sterkar rætur að rekja í náttúruna. Við
þurfum að vera meðvituð um það
hvað við erum að gera við náttúruna
og hvaða afleiðingar gerðir okkar muni
hafa.“
Aðspurð um hvað henni finndist
um nýleg mótmæli á álráðstefnu þar
sem jógúrti var slett yfir fundargesti
sagði Rúrí: „Ef ekki er hlustað á skoð-
anir og rök stórs hluta þjóðarinnar og
ekkert tillit tekið til þeirra við ákvarð-
anatöku um málefiii sem varða alla
landsmenn, þarf ekki að koma
nokkrum á óvart að fólk grípi til ein-
hverra slíkra aðgerða til að vekja at-
hygli á málstað sínum. Ofríki býður
einfaldlega heim slfkum viðbrögðum."
Kvikmyndasögunni
breytt
Páll hefur ekki ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur í efnistökum sín-
um. Það má jafnvel segja að hann hafi
haft mikil áhrif á kvikmyndasöguna
með verkum sínum." Um 1995 þá er
Palli að gera myndir sem heita „Eider
and Man" og „Man and Puffin". Þetta
fór fyrir bijóstið á alþjóðlegu kvik-
myndaeh'tunni því að náttúrulífs-
myndir áttu að vera hreinar náttúru-
lífsmyndir. Eins og hjá Attenborough.
Þær máttu ekki lýsa tengslum milli
dýra og manna. Páll er einmit að fjalla
um samspil manns og náttúru. Það átti
ekki að fjalla um dýr á þennan hátt. Nú
eru þessi efrústök orðin viðurkennd og
tilkominn nýr flokkur náttúrulífs-
mynda sem kallast „Man and Nat-
ure‘‘,“ segir Rúrí.
„Ég held að eitt af hlutverkum listarinnar sé að
vekja athygli á því sem er að gerast í umhverfi
mannsins. Hvort sem það er í mannlegu sam-
félagi eða tengsl hans við jörðina."