Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Síða 33
32 LAUGARDAGUR 18.JÚNÍ2005 Helgarblað DV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 18.JÚNÍ2005 33 Jon Sandifer er heimsfrægur og Hann um og las úr urna Ralph og Joesph Fiennes andlitslestur og hefur feröast ut um aldagömlu hefur gefið út átta bækur frá því á áttunda aratugn- kortum fyrir Díönu prinsessu og leikarabræð Jon Sandifer kennir emnig allan heim með þessa " r Tækni DV fékk hann til að rýna í nokkur þekkl íslensk andlit. Sandifer hafði aldrei séð fólkið áður en lys- inearnar eiga furðuvel við. Jon Sandifer Kemur til lands■ ins í haust. Arm jolinseii Hérna höfum við mjög praktískan, listrænan mann með gott skopskyn. Eyru hans leggjast að höfðinu sem sýnir að hann er mjög opinn fyrir nýju hugmyndum. Hátt ennið sýnir að hann veitir fólki innblástur og er vel gefinn. Sterk hakan og kjálkar gefa til kynna að hann er einstaklega raunsær. Hann er sjarmerandi, hnyttinn og kann að lifa góðu lífí. Þetta sést í kringum augun hans. Faðir hans, held ég, er miklu alvarlegri en móðir hans, sem er mjög félagslynd og hnyttin. Þessi maður vinnur vel með höndum sínum og er viljugur til að deila hæfíleikum sinum með öðrum. Háu kinnbeinin og lögun nefsins sýna að hún er metnaðarfull og á auðvelt með að koma sér áfram í líf- inu. Hún er blátt áfram og gáfuð og fær það frá föður sínum. Móðir hennar er liklegri til að halda sig í bakgrunninum í lífí hennar. Það er langt bil á milli augabrúnanna á henni sem sýnir að einhvers konar skilnaður hefur átt sér stað í lifí hennar eða mun eiga sér stað. Foreldrar hennar gætu hafa skilið. Kannski hefur hún einnig upplifað sambandsslit. Kirtlarnir sem framleiða adrenalin í nýrunum eru upp gefnir og verður hún að passa sig á að vinna ekki ofmikið og sofa vel. H| n sHól Hann er með dámsamlega stór eyru. Hann er með mjög samhverfa andlitsbyggingu og hefur hana frá móðurfjölskyldunni. Hátt ennið sýnir miklar gáfur og á hann auðvelt með að læra og eiga í samskiptum við fólk. Hann er með djúpt hökuskarð sem sýnir að hann er ákveðinn og virðist vera fanatiskur á köflum og jafnvel þrjóskur. Fjarlægðin á milli efri vararinnar og nefsins og dýptin í linunni sýnir að hann hefur sterka kynhvöt. Efri vörin er mjög þunn og gefur til kynna að hann er maður sem veit hvað hann vill. Það er álag á lifur hans og gallblöðru og gæti valdið því að hann verði á köflum óþolinmóður, pirraður og ágengur. Þetta er mjög _ gáfaður maður. Kinnbein hans og nef upplýsa að hann er metnaðarfullur og er mjög góður í að koma sjálfum sér á framfæri. Lögun efri varar sýnir að hann er mjög vandlátur smekkmaður þegar kemur að tónlist, list eða mat. Efandliti hans er skipt í miðju eru hliðarnar ekki eins og sýnirþað að hann skiptir auð- veldlega um persónuleika. Hann hefur misnotað nýrun, hjartað og lifrina vegna óheilbrigðs liferni. Ég trúi því að hann hafi mjög ákveðnar skoðanir og sé ekki laus við samskiptaörðugleika. Þessi gaur er með sterka andlitsbyggingu sem hann fær frá báðum foreldrum. Hann getur ýtt sér út á ystu nöflíkamlega og andlega án þess að þreytast. Hann er fjárhagslega vel settur og hefur jafnvel notið góðs afforeldrum sínum, peningalega séð. Hann er með sterka höku og erþess vegna praktískur, vel gefinn, opinn og hnyttinn. Hann er með djúp augu og missir aldrei afbrandara. Hann er einbeittur og gáfaður. Krullurnar gefa til kynna að hann hefur endalausa orku og mikið þol. Opnar nasirnar sýna að hann er með mjög sterk lungu og gott blóðstreymi. Hakan sýnir að hann er ótrúlega ákveðinn. Ferkantað ennið á honum sýnir að honum fínnst best að einbiina á einn ákvéðinn hlut í einu, sérstaklega þegar kemur að frama hans. Taugakerfið er sterkt. Það sést í dýptinni i augum hans. Þau eru líka nálægt hvort öðru. Þetta þýðir að hann hefur mjög gott jafnvægisskyn. Fólk með svona taugakerfí er mjög hæft ireikningi, tennis eða fótbolta. Það bregst fljótt við, innan þeirra marka sem það hefur sérhæft sig í. Þykka hárið og skarpar augabrúnirnar gefa til kynna að þessi kona hefur mikla orku og þol. Hún er með opið viðmót gagnvart heiminum og er mjög sanngjörn og réttlát. Skarpt kjálkabarð og hakan sýna að hún erpraktísk og ákveðin. En hún getur líka verið þrjósk og ýtin. Faðir hennar er einbeittur, ákveðinn og skarpvitur og hefur hún það frá honum. Hún er tryggur vinur vina sinna og leggur sig alla fram til að hjálpa þeim. Þessi stúlka er líkleg til að eiga fjörug og viðburðarík ár framundan. Lögun augabrúnanna sýnir að hún er alltafá fullri ferð, ástríðufull og óútreiknanleg. Hún er vel gefin, mikil félagsvera með óendan- legt þol og drift. Hún á stundum erfítt með að koma sér á framfæri, en er viljasterk og ákveðin undir álagi. ranhildu Hólm Val< iéttir Á yfírborðinu er hún kvenleg, vinaleg og aðgengileg. En hún er ákveðin kona. Þetta sést á lögun hökunnar og kjálkabarði. Þetta gerir hana praktíska, ákveðna og jafnvel þrjóska. Há kinnbein gefa til kynna að hún er mjög metnaðarfull kona. Eyrun leggjast að höfðinu og sýna að hún er góður hlustandi. Hátt ennið sýnir að hún er gáfuð kona og bilið á milli augabrúnanna gefur til kynna að einhvers konar aðskilnaður hefur átt sér stað í lífí hennar, hvort sem það er frá foreldrum hennar, eiginmanni eða börnum. Ég myndi giska á að hún væri stjórnmálamaður, lögfræðingur eða rannsóknarblaðamaður. Hann er með hátt enni og er rosalega gáfaður. Það er mikill ákafí og dýpt í augum hans sem sýnir að hann er mjög einbeittur á sérstökum sviðum í lífí sínu. Útstæð eyru gefa til kynna að hann hefur sterkar skoðanir á vissum hlutum. Hakan er falin bakvið skegg sem sýnir að hann er ekki mjög praktískur. Hann er smámunasamur þegar kemur að vinnunni. Hann er djúpur, ákafur maður og er ákaflega „spes" í samskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.