Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 18.JÚNI2005 DV Fréttir Napoleon bíður ósigur í Waterloo Það var þennan dag árið 1815 sem Napoleon Bonaparte beið ósig- ur fyrir greifanum af Wellington í Waterloo í Belgíu. Þar með var endir bundinn á Napoleonstímann í sögu Evrópu. Napoleon fæddist á eyjunni Kor- síku og er talinn einn snjailasti her- stjórnandi sögunnar. Árið 1796, er Napoleon var yfirmaður franska hersins á ítah'u, sigraði hann Austur- ríkismenn og kúgaði þá til friðar 1797. Eftir misheppnaða ferð til Egyptalands rændi hann völdum í Frakklandi í nóvember 1979 og gerðist einvaldur sem fyrsti ræðis- maður. Árið 1804 krýndi hann sig svo keisara. Eftir skamman frið lenti Napoleon aftur í átökum 1803 og sigraði Austurríkismenn og Rússa við Austerlitz 1805. Árið 1812 réði Napoleon og bandamenn hans nán- ast öllu meginlandi Evrópu vestan við Rússland. Sama ár gerði hann innrás í Rússland sem var í fyrstu sigursæl en lauk með gereyðingu franska hersins, meðal annars vegna skorts á vetrarklæðum og vistum. Eftir frekari ósigra sagði Napoleon af sér 1814 og fékk undir sína stjórn Napoleon Bonaparte Ósigurinn við Waterloo batt endi á Napoleonstlmann I Evrópu og I kjölfariö var honum haldiö föngn- um á eyjunni St. Helen allt til dauöadags. í dag árið 1942 fæddist í Liverpool maður að nafni Paul McCartney. Hann fór að spila á gítar fjórtán ára og ári síðar gekk hann í hljómsveit Johns Lennon, The Quarrymen. eyjuna Elbu. Hann sneri þó aftur til Frakklands ári síðar og komst til valda á ný. Þessu síðara valdatíma- bili hans lauk með ósigri gegn sam- einuðum her Prússa, Breta og Nið- urlendinga við Waterloo. Honum var síðan haldið sem fanga á eyjunni St. Helen allt til dauðadags áriðl821. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum liðandi stundar. nema stræto NcMA STRÆTÓ Ur bloggheimum Lélegur (ensku „Ég heflengi verið aö vellta þvi fyrir mér afhverju ég er svona lélegur í ensku miðaö viö marga jafnaldra mína. Og nú um daginn komst ég loks aö niöurstööu hvaö þaö væri: Þegar ég varyngri lék ég mér úti eða f hlutverka leikjum inni. I staðinn fyrirþað að vera endalaustaö horfa á sjónvarpiö. Munurinn á mér og öröum var aö meöan ég var f leik sem viö vinirnir kölluöum kafbátaleikurinn og gekk út á þaö aö ýminda sér aö við værum f kafbát (vorum með teikningar og allt afbátnum) en þá voru aörir heima að horfa á Cartoon network." Jakob-www.folk.is/jakobz/ Þollr ekkl þágufalls- sýkl „ég þoli ekki þágufallssýki... um daginn var fyrirsögn í fréttablaðinu „okkurhlakk- artil“...svovar reyndar einhver gaur meöpistitf fréttablaðinu f dag þar sem hann segist hafa selt fbúöina sína og I fyrsta skipti átt sex stafa tölu á reikningnum sfnum... einhver hefur gert „ fáránlega góöan díl við hann„ Katrín-www.katrin.is Auglýsinga Erpur „á heimleiðinni í flugvélinni gluggaöi ég f blöðin eins og manni erskyltsem hef- ur ekki veriö heima hjásérl nokkurn tíma - og merkilegt nokk rakst ég mjög sjaldan á íslensk blöð f Fær- eyjum. Þaö fyrsta sem ég áttaði mig ávaraðfélagi minn - sem var hvert annaö noboddí fimm mánuðum fyrr - var m allt í einu aöalnúmerið í annarri hverri auglýsingu. Sem eru kannski ýkjur, I fljótu bragöi man ég bara til þess aö hann hafi auglýst pizz- ur, en einhvern veginn var gert svo mik- iö úr þvf f vinahópnum - sem saman- stóö afalls kyns anarkistum - aö mér fmnst! minningunni sem hann hafí auglýst MacDonalds, Coke, Nike, Pol Pot, Sambandið, H&MÝog íslenska Aö- alkverktaka. Þaö fórsvo á endanum aö Erpur hætti aö leika I auglýsingum, hvernig sem á þvf stóö." Eiríkur Örn Norðdahl- www.blog.central.is/amen vegaframkvæmdir Helgu finnst óþolandi aö komast ekkert áfram lum- ferðinni á sumrin vegna framkvæmda. DV-mynd Vilhelm Helga hringdi: Ég veit ekki hvort ég er ein um þá skoðun mína að það sé óþol- andi að fara út í umferðina í Lesendur Reykjavík á sumrin. Að vísu tel ég ekki svo vera en það er alveg maka- laust hvað maður þarf að sætta sig við. Á hverju einasta sumri, alveg frá því í aprfl og fram í lok septem- ber, er verið að rífa upp götumar í borginni og leggja nýjar. Það em endalausar framkvæmdir og þær em úti um alla borg. Ég þarf að fara Hringbrautina í vinnuna og upp í Árbæ og það er deginum sannara að ég er helmingi fljótari að fara þessa leið á veturna en sumrin, og það þrátt fyrir að það sé vonskuveður á veturna. Ástæðan fýrir þessu em þessar óþolandi endalausu framkvæmdir, á hveijum einustu ljósum þarf maður að stoppa og lendir svo í röð af því að akreinarnar þrengjast. Þetta er gegnumgangandi upp alla Hring- brautina. Það sem er alveg óþolandi er að þetta virðist vera á hverju ári, ég hef farið sömu leiðina í vinnuna í mörg ár og alltaf er eins og það sé verið að laga Hringbrautina á sumrin. Kannski er þetta vitleysa í mér, en ég held samt ekki. Ég spyr bara hvort það þurfi ekki að taka verulega til í þessum málum hér í borg, því það er ansi öfugsnúið að hlakka til vetrar á sumrin vegna endalausra tafa í umferðinni á sumrin. Ég spyr er ég ein um þessa skoðun? Jón Einarsson Uturyfír mót- mælasögu Is- lands. Súrmjólk í hádeginu Aðalfréttir vikunnar snemst um nokkra andstæðinga álframleiðslu sem komust inn fráðstefnusal Nordica-hótelsins í Reykjavík og skvettu litaðri súrmjólk á ráð- stefnugesti. Þetta ógæfuverk kemur ekki á óvart í ijósi þess að að undanförnu hefur verið talað um þörfina fyrir virk mótmæli og haldin sérstök námskeið í slíku. Þau „virku mót- mæli" sem þar varverið að mæla bót em í raun bara ofbeldi í ýms- um myndum. Hugsun þeirra sem að standa er sú, að mótmælandinn hafi sér- stakan rétt til að stöðva það sem lýðræðislega kjörin stjómvöld hafa tekið ákvörðun um. Vilji þings eða þjóðar skiptir engu, mótmæland- inn tekur leikreglur lýðræðisins úr gildi en setur í staðinn eigin við- mið og eigin ákvarðanir. Heiit yfir litið hefúr mótmæla- saga íslands verið friðsöm. Jú vissulega var Gúttóslagurinn og 30. mars 1949 ekki þannig og einhverj- ar rúður bromuðu í breska sendi- ráðinu í mótmælum tengdum Þorskastríðinu árið 1976, en ekki mikið meira en það. Enda erum við íslendingar seinþreyttir til vandræða. Við skilj- um að menn verða að þola öðrum það að vera á annari skoðun. Um það snýst lýðræðið, það er drif- kraftur lýðræðislegrar umræðu og skoðanaskipta. Það er engin spuming hvort sé betra; lýðræðis- samfélag eða ofbeldissamfélag. Þjóðfélag sem þolir mönnum of- beldi verður á ciSg&te endanum ofbeldi að bráð. Og of- sóa W aSi beldi kallar á meira ofbeldi, blóð kall- J ar á meira blóð. Og þeir sem bera sverð munu sjálfir falla fyrir sverði. Maður dagsins Poppminjasafnið er hugsjón en ekki stofnun „Er það ekki bara sársauk- laust að vera maður dagsins," segir Björn G. Björnsson, hönn- uður glæsilegrar poppminja- sýningar sem opnaði í Keflavík í gær. „Við settum upp sýningu í október árið 1997 í Keflavík sem hét Bídabærinn Keflavík. Þá varð Poppminjasafnið til með þeirri sýningu, en hún ijallaði eingöngu um poppara frá Keflavík, sem var alveg efríi í heila sýningu enda af nógu að taka. Þessi sýning hékk uppi á veitingahúsinu Glóðinni og var þar uppi í mörg ár, en þegar hún var tekin niður tók byggða- safrí Reykjanesbæjar að sér að varðveita það sem safnast hafði saman. Síðan kviknar sú hug- mynd hjá Sigrúnu Ástu Jóns- dóttur hjá byggðasafni Reykja- nesbæjar, að blása nýju lifi í poppminjasafiiið með nýrri sýningu. Nú tekur við næsti áratugur á eftir þeirri sem var á Glóðinni, sem fjallaði að mestu um sjö- unda áratuginn, en nú er það sá áttundi og við erum núna að tala um allt landið. Sýningin Stuð og fríður sem opnaði í gær er samsett úr tveimur þáttum, annars vegar eru það hlutir úr byggðasafninu sem lýsa tíðarandanum, en það er fatríaður, húsbúnaður og fleira. Hins vegar eru það popp- minjar og það eru þá hljóðfæri, famaður, myndir, munir, skart og fleira. Þessu hefur verið steypl saman í eina sýningu. Það er búið að vinna mikla heimildavinnu, fara í gegnum blöðin í heilan áratug og skrifa texta um tímabilið. Við settum það þannig upp, að við tókum „Þetta hefst allt á því að Björgvin Halldórsson er kos- inn Poppstjarna ís- landsárið 1969." eitt ár í einu frá 1969 til 1979. Þá tökum við það sem er að gerast í heimum, bæði í tónlist og heimsmálunum og svo það sem er að gerast hér heima. Inni í því eru atburðir á við Vestmannaeyjagosið og heims- meistaraeinvígið í skák, kvenna frídaginn og aðrir stórviðburðir þess tíma. Þetta er til að sýna bakgrunninn, en í forgrunnin- um er auðvitað tónlistin og þar er gríðarlega margt að gerast. Allar nánari skýringar eru á heimasíðunni poppminja- safn.is. Þetta hefst allt á því að Björgvin Halldórsson er kosinn Poppstjarna íslands árið 1969 og svo eru það stórviðburðir á við frumsýningu Hársins í Glaumbæ, Poppleikinn Óla í Tjarnarbæ og Saltvík árið 1971 svo fátt eitt sé nefnt. Poppminjasafnið er hugsjón en ekki stoftiun og við viljum halda henni lifandi og er það gert á þennan hátt og með því að fólk komi og skoði."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.