Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Síða 31
DV Fréttir 31 Úr bloggheimum „Úthafsblogg IV Veiðar hafa glæðst aðeins síðustu daga, ekkert nema gottmál.Ég kláraði vakt áðan á hausaranum, þar sem ég hausaði hátt í 14 tonn af gæðaúthafskarfa. Góður Stak- hanov þar á ferð. Ekki var verra að enda slíka vakt á rauðvínsleginni nautasteik, sem Ólafur kokkur eldaði afmikilli natni og kostgæfni.,, Þórður Gunnarsson - http://dodd- eh.cartland.net/ “Klukkan er 13:29. Atli Freyr mætir útvarpsstjóra í and- dyri Útvarpshússins. Útvarpsstjóri: Blessaður. Atli Freyr: Blessaður. Útvarpsstjóri (æpir úr fjar- lægð, kominn fram hjá): ÞÚ STENDUR ÞIG VEL SEM ÞULUR! Atli Freyr (æpir glaðhlakkalega): Þakka þérfyrir. Þetta er nú eiginlega in the bag núna. Allt þetta gæti hins vegar verið teygja sem strekkist á uns Pétur Pétursson hringir í mig og hún slitnar. Allsvaka- lega. Frá því verður sagt á þessum véttvangi efafverður." Atli Freyr Steinþórsson - http://www.atallus.blogspot.com/ "Ég vará tónleikum, hvar Queens ofthe Stone Age og Foo Fighters tróðu upp. Ég er víst einn í mín- um vinahópi um þá skoð- un að QOTSA hafí verið betri. Don't get me wrong, Foo Fighters voru með frábæra sýningu, en tónlistarlega séð fannst mér hin hljómsveitin betri." Konráð Jónsson - http://blogg.kj.is/ J'Bara það besta að frétta úr ■k vinnunni! Verðbreytingin á l disilolíunni varð ídag... Það kom einn inn alveg rosalega hissa, búinn að fylla trukkinn sinn afdísil... „Heyrðu, það er eitthvað vitlaust merkt hjá ykkur þarnaúti.það stendur að dísillinn sé á hundraðogeitthvað krónur... ho hoh ho!“ Ég var lengi að sannfæra hann um að nú væriþetta orðið svonalAð olían hefði hækkað um 51 krónu frá þvi í gær. Kallgreyið!“ Gyða Maxima - www.blog.central.is/maxima Louis Armstrong tekur fyrsta skrefið í átt að heimsfrægð Þennan dag árið 1922 ákvað trompetleikarinn Louis Armstrong að yfirgefa heimabæ sinn, New Or- leans, til að taka lestina til Chicago. Þetta var örlagarík ákvörðun því hún markaði upphafið að glæstum tón- listarferli hans. Louis hafði verið boðið að spila með þekktri hljóm- sveit sem kallaðist King Oliver’s Famous Jazz Band og gerði hann með sveitinni fyrstu hljóðversupp- tökur sínar. Eftir að hafa spilað með sveitinni í nokkurn tíma varð Arm- strong einn af áhrifamestu hljóm- listarmönnum jazztímabilsins víð- fræga í Bandaríkjunum. Með Louis Armstrong Skildi eftirsig mikils metna arfleið aftónlist frá einu umtalað- asta tlmabili tónlistarsögunnar. trompetleik sínum jók hann vin- sældir einleiks á hljóðfæri í jazztón- list og jazzheiminum gjörvöílum um ókomna tíð. Það má jafnvel segja að Louis Armstrong hafi verið fyrsti þekkti einleikarinn sem kom fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Hann varð svo seinna meir einn af áhrifa- mestu listamönnum í tónlistarsög- unni. Armstrong gerði ekki eingöngu góða hluti sem jazztónlistarmaður því hann var með annan fótinn í popptónlist og söng dægurlög með djúpri og tilfinningaþrunginni rödd sinni. Eitt þekktasta dæmið um sönghæfileika Armstrongs er lagið „What a Wonderful World“ frá 1968 sem færði honum heimsfrægð. Einnig var Armstrong vel tekið af kvikmyndaframleiðendum vegna Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Að gera pað fyrir peninga „Við erum öll af vilja gerð, ef það fæst fjárveiting fyrir því.“ Þetta eru orð kvenprests í útvarpsviðtali, sem Lesendur var að ræða um áhuga sinn og ann- arra presta á að hafa viðveru í kirkju á kvöldin og um helgar, þar sem fólk hefði oft þörf fyrir sálgæslu á kvöldin, sem og um aðra tíma sól- arhringsins. Mikið fundust mér þetta fátæk- leg orð prests. Má ekkert gera orðið lengur nema fyrir peninga? Hér áður fyrr var fólk í störfum sínum af lífi og sál. Það átti hugsjón og taldi ekki eftir sér að hjálpa náunganum. Oft voru þetta menn, sem unnu af hjartans einlægni, ósérhlífnir og fórnsamir. Þeir áttu sér hugsjón. Núorðið sundurliða þessir aðil- ar verk sín, svo fá megi hæstu borg- un. Því miður hafa þessi áður- nefndu líknarstörf orðið að gróða- fyrirtækjum fégráðugra manna. Af- leiðingin er sú að heiður og virðing hefur horfið úr þessum stéttum mannfélagsins vegna níðingslegrar framkomu við hina minnstu í neyðinni. Einai Ingvi Magnússon í dag árið 1903 hófst síldarsöltun á íslandi þegar norska skipið Marsley kom með 70 tunnur af síld til Siglufjarðar sem veidd hafði verið i reknet nóttina áður. Þetta var upp- haf síldarævintýrisins víð- fræga sem stóð í 65 ár. heillandi persónuleika hans og lék hann í allnokkrum kvikmyndum um ævina. Vegna gífurlegra vinsælda hans og velgengni skildi hann eftir sig mikils metna arfleið af tónlist frá einu umtalaðasta tímabili tónlistar- sögunnar. Litli prakkari f Lukku Láka-bókinni „Fjársjóð- ur Daltóna" segir frá dómara sem útdeilir refsingum með því að klappa glæpamönnum á kinnina og segja „litli prakkari”. Mér datt þessi dómari í hug þegar ég heyrði um dóminn yfir Paul Gill í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eða öllu heldur dóm- leysuna. Einn mánuður er engin refsing. Forhertir glæpamenn hlæja að þessu. Enda er það svo að erlendir afbrotamenn líta svo á að hér á landi sé ekkert refsivörslukerfi. Þeir „moona" dómarann og vita sem er að það hefur engar afleiðingar. Og vegna lins réttarvörslukerfis upp- sker samfélagið menn sem vaða uppi með dólgshátt og ofbeldi. Það er engum blöðum um það að fletta að árás Pauls Gill og félaga á ráðstefnugesti Nordica-hótels var ofbeldi; hryðjuverk. Þar breytir engu þótt árásarvopnin hafi ekki verið eins hættuleg eins og t.d. þotumar sem notaðar vom á Tvíburatumana í New York. Rétt eins og árás manns á heimili forsætisráðherra Ástrah'u með logandi kyndli í gær var hryðjuverkaárás þótt hún hefði ekki sömu afleiðingar og árásin á neðan- jarðarlestakerfið í London. Það er von mín að í framtíðinni þurfum við ekki að heyra fréttir á borð við þær sem heyrðust í gær. Um manndráp og limlestingar. Um ótta og skelfingu. En þá þarf réttar- vörslukerfið að beita fyrirligggjandi lagaúrræðum til að spoma við of- beldinu, senda þau skilaboð að hryðjuverk eða hvatning til þeirra verði ekki liðin. Því súr- mjólkurárásir falla undir hryðjuverk og þeir sem hvetja til þeirra eða mæli þeim bót em undir- róðursmenn hryðju- verka, íslenskir Bin Ladenar. >n -E ■O -O 3 c -í c P Ol o cc Ov Maður dagsms Viðbrögðin framar öllum vonum „Námskeiðin ganga mjög vel og krakkamir em ánægðir með allt sem við höfum verið að fást við," segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem sér um sjálfs- styrkingamámskeið ásamt Am- ari Grant. „Krakkamir tala um að þetta sé allt öðmvísi en það sem þau hafa þegar prófað. Nú þegar erum við búin að fara á línu- skauta og í hjólreiðaferð sem endaði í Nauthólsvíkinni. í gær skunduðum við svo upp á Esj- una. En til að enda vikuna í ró- legri kantinum er stefnan tekin á ljúfa ferð í Bláa lónið. Það er ótrúlega mikill kraftur í krökkunum og þeir gefa ekkert eftir. Þeir hafa mjög gaman af þessu. Markmið námskeiðsins er að beina krökkunum á rétta braut og kenna þeim holla lifn- aðarhætti. í næstu viku er svo á dagskrá að bjóða foreldrum upp á skyndikennslu í heilsusamleg- um lífsstfl,“ segir Ragnheiður. „Ég og Amar emm höfum fengið fullt af áskorunum þess efnis að fara lengra með hug- myndina og bjóða upp á fleiri námskeið næsta sumar. Það má vel vera að við gemm það enda hafa viðtökumar verið framar Markmið nám- skeiðsins er að beina krökkunum á rétta braut og kenna þeim holla lifnaðarhætti. öllum vonum,“ segir Ragnheið- ur. Ragnheiður Guðfinna Guönadóttir er annar stJó"’*"dria stvrkingarnámskeiða sem kallast Ufskraftur og haldin eru í sumar. Námskeið þessi hafa vakiö mlkla athygli og þá tíntajm vegna þess^a markmið þeirra er að veita börnum og foreldrum þeirni fraeð*lui um kosti heilbrigðs Iffsstns. Nánari upplýsingar má finna á sjalfsstyrk g. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.