Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ2005 Síðast en ekki síst DV [223353313 Sk“»‘m«"dlr 4 F°”1 E9“",6lkw Mokfiskerí hjá Clapton Heldur betur hljóp á snærið hjá vefritinu Vötn og veiði þegar Eric Clapton og félagi hans mættu til landsins til laxveiða. Menn þar eru greinilega vel innundir hjá fyrirtæk- inu sem annast Clapton og hafa tekið algera forystu í fréttaflutningi af því hvernig gítargoðinu gengur að handleika stöngina. Clapton er við veiðar i Laxá í Asum og Vötn og veiðar greindu frá því í gær að maci Clapton og vinur hans hefðu lent í sannkölluðu ævintýri þegar þeir voru við veiði- staðinn Króka. Blasti við þeim mögnuð sjón, vel rúmlega fimmtíu laxar í einum hrærigraut í þeim litla netta hyl sem Króki er. Þegar þeir byrjuðu að „hitsa“ urðu viðbrögðin „þannig að helst minnti á að sjá ið- andi kös dansandi búka á gólfi diskóteks og engu líkara en margir ætluðu sér fluguna. Á stuttum tíma lönduðu þeir félagar sjö löxum en misstu 15 stykki! í hverju einasta kasti kom taka og oft tvær og jafnvel þrjár. Tveir sem sluppu voru mjög vænir, yfir 15 til 16 pund, en flestir voru laxarnir þó í flmm til sjö punda klúbbnum," segja þeir á Vötnum og veiði en síðast þegar spurðist voru Clapton og félagi hans komnir með tæplega 30 laxa veidda. Clapton fiskinn Lenti í iðandi laxa- kös í hylnum Króka. Hvað veist þú um Snoop Dogg 1. Hvað heitir fyrsta platan hans Snoops Dogg? 2. Hvert er raunverulegt nafn Snoops Dogg? 3. í hvaða klíku er Snoop? 4. Hvaða fíkniefni talar Snoop gjarnan um í textum sínum og vill lögleiða? 5. Hvar mun Snoop halda tónleika þann 17. júlí? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Hann Magnús er Ijúfur og góður," segir Guðrún Blöndal. „Hann er mjög góður sonur og það er afar kært á milli okkar. Hann er alls ekki skaplaus, en hann er llka mjög bllður. Er Ijúfur og notalegur við þá sem hann þekkir en getur auðvitað verið harður lika. Sem unglingur var hann ósköp eðli- legur og kátur. Hann var mjög fjörugt barn sem lék sér bara með bolta. Hann týndist stundum I marga tíma með fótboltann." Magnús Gylfason er fæddur 20. júli 1967. Magnús náði frábærum árangri með lið IBV í fyrra sem skilaði þeim öðru sæti. Hann ákvað hins vegar að söðla um og tók við KR fyrirþetta tímabil. Ar- angurinn hefur nokkuð látið á sér standa en enginn efast þó um að Magnús er frábær þjálfari. P 1. Doggystyle 2. Calvin Brodus 3. Crips-klíkunni á Vestur- strönd Bandaríkjanna. 4. Maríjúana 5. Egilshöll á (slandi. Gúsari og næmingur Péturs Kristjéns Plata og bék á leið í prentsmiðju „Maður er að skrifa um þvílíkan öðling að það er ekki hægt að klikka á því," segir Kristján Hreinsson skáld sem er að leggja lokahönd á bók sem fjallar um ævi og störf Pét- urs W. Kristjánssonar. Bókin mun heita Pétur poppari og Kristján hafði reyndar, fyrir svip- legt fráfall Péturs langt fyrir aldur fram 3. september sl., orðað það við hann hvort ekki væri rétt að færa í letur ævintýralegt lífshlaup hans. „Gamli hafði tekið sæmilega í það. Ég vissi að ég hafði hann í snörunni því hann hafði gaman af svona um- ijöllun. Þótt hann segðist ekki vilja stökkva á dæmið var þessi púki í honum. Hann verður ánægður með verkið þegar það kemur út.“ Það er bókaútgáfan Hólar á Akur- eyri sem gefur bókina út. Rann- sóknir Kristjáns hafa leitt í ljós ýmis- legt sem til tíðinda má teljast. Mynd- ir af hljómsveitum sem ekki hafa hingað til verið þekktar. „Til dæmis kom á daginn ein verulega merkileg hljómsveit sem ekki hefur verið færð til bókar í rokksögunni ennþá. Svo er annað sem nefna má að aftast í bók- inni verður orðabók. Þegar hef ég skráð hjá mér fjögur hundruð orð og Pétur W. Kristjánsson Eins og margir muna hann, með mikrófóninn og i stuði. setningar sem Pétur bjó til; afbakaði orð sem þekkt eru og fór að nota með nýrri merkingu. Já eða hrein- lega lagðist í nýrðasmíð. Gúsari er til dæmis eitt slíkra orða." Gúsari eða gæsaháls eru orð sem Pétur notaði um sérstakt statíf fyrir hljóð- nema sem hægt varð að sveigja til eftir þörfum söngvarans. Pétur kall- aði þetta einnig sturtu- barka. Næmingur er svo orð sem Pétur notaði mikið. „Næmingur er al- veg sérstök tegund af næmleika og get- ur vísar bæði til greindar og þess sem er neðan nafla. Pétur var alltaf snertandi á öllu, hurðakörm- um og var að næmast í sígarettu- pökkum sem lágu á borði, blýöntum og pennum og raða til. Orðaforði hans var, eins og alþjóð veit, alveg ein- stakur." Kristján Hreinsson Gerirsér meðal annars mat úr einstæð- um orðaforða Péturs íbók sem nú er á leið í prentsmiðju. Nóg að gera á Kaffi Nauthól sem nú er reyklaus. Staðurinn sérstaklega vinsæll hjá konum. Kaffi Nauthóll stækkar „Ég reikna með að teikningar verði tilbúnar síðla sumars þannig að framkvæmdir munu fara af stað f fyrsta lagi í haust," segir Bjöm Ingi Stefánsson eigandi Kaffi Nauthóls í Nauthólsvfk. Bjöm segir að það sé alltaf mikið að gera á Kaffi Nauthól og það hafi hingað til háð staðnum hvað hann er lítill. Hann er nú um 150 fermetrar en Bjöm fékk leyfi til að stækka hann í 300 fermetra. "Þegar við stækkum komum við til með að geta þjónað fólki mun bet- ur,“ segir Bjöm og bendir réttilega á að Nauthólsvík er ört stækkandi útí- vistarsvæði. Hann segir að í framtíð- inni hyggist borgin færa ýmsa útí- vistarstarfsemi sem nú sé staðsett víðs vegar um bæinn niður í Naut- hólsvík og einnig sé von á Háskólan- um í Reykjavík á svæðið. Það em þvf' spennandi tímar framundan. “Staðurinn er sérstaklega vinsæll hjá konum," segir Bjöm um Kaffi Nauthól, sem nýverið var breytt í reyklausan stað. Nýi matseðillinn er jafnframt sniðinn að fólki í heilsu- geiranum, þó svo að auðvitað getí allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Að- sókn á staðinn er að sjálfsögðu mjög veðurtengd en að sögn Bjöms er þó alltaf einhver trafiik hvemig sem viðrar, vetur, sumar, vor og haust. Krossgátan Lárétt: 1 dæld, 4 milt, 7 rúmið, 8 kona, 10 lækk- uðu, 12 viska, 13 munn- tóbak, 14 snáði, 15 trýni, 16nið, 18klettavík, 21 blóti, 22 hangs, 23 Ijómi. Lóðrétt: 1 hrúga, 2 hljóðfæri, 3 bálilla, 4 að- drættir, 5 fas, 6 þvottur, 9 beru, 11 mætu, 16tangi, 17 togaði, 19 gljúfur, 20 upphaf.. Lausn á krossgátu 19J 0£ j|6 61 'ojp ei 'sau 9t 'nu6a6 1t 'm>|ou 6'nei 9 jgæ s'6uoj -eisiAy'epuoeAios £'oq9 3'so>| 1 :uaJC91 T||6££'j9|s zz‘\ðbei tr'Jnöo 81'ppnu 91 'jau s L '|6ue y 1 'oj>)s £ t 'i|A z 1 'n6is 01 'I9us 8 'Q!|9q L T6æA y 'S9f>| t 1 Talstöðin ■ FM 90,9 Hafliði Helgason ritstjóri Markaðarins fjallar um ýmsa þætti viðskiptalífsins. Alla virka daga kl. 17:30 MARKAÐURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.