Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 11
FREYR 155 Reynslan hefir sýnt og sannað, að þegar farnar eru tvær umferðir til illgresis- eyðingar, hin fyrri með arfajárn og sú síð- ari við hreykingu, þá verður árangurinn á- gætur, enda þó að kartöflurnar séu ræktað- ar á sama landinu um áraraðir, eins og gert hefir verið í Gróðrarstöðinni. Um hreykinguna segir Ólafur, að hún sé ekki aðeins þáttur í illgresiseyðingu en hún hefir þar að auki þýðingu í köldum sumrum og votum, því að hryggirnir eru hlýrri en sléttur flötur og hryggirnir, sem myndast við hreykingu, vernda margar kartöfiur frá eyðileggingu í fyrstu frostum á haustin. Af öðrum tilraunum má nefna saman- burð á uppskeru eftir því hve stórt útsæði er notað, mismunandi millibil milli raða og kartaflna í röðinni. Um þessi efni og mörg önnur vísast til þess er prentað hefir verið á vegum Ræktunarfélagsins. Þá hafa og verið gerðar tilraunir með rófnarækt. Urn kornrœJctartilraunir, sem gerðar hafa verið í Ræktunarfélaginu, má segja, að þeg- ar korn hefir verið ræktað í sáðskiptum hefir það þroskast vel i sumum árum en á öðrum tímum miður eða ekki. Virðist mis- munurinn greinilegur eftir því hvar í land- areigninni korninu var sáð. Gerðar hafa verið bæði tegundatilraunir og sáðtímatilraunir og um heildarárangur- urinn má segja, að fljótvaxnar tegundir þroskist í Eyjafirði í flestum árum, þegar til ræktunarinnar er valið gott land og þegar lega þess er hagstæð. »—--------------------- - •■ , '■ / -3 ' llús Rœktunarfélags Norðurlands í Gróðrarstöðinni. Ljósm.: V. Sigurgeirsson

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.