Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 12
156
FREYR
Framangreind atriði eru að sjálfsögðu að-
eins þurr upptalning og á stóru er stiklað,
þegar á fáum síðum er rakinn vefur sá, sem
margar hendur hafa að unnið í 25 ár undir
stjórn Ólafs Jónssonar, tilraunastjóra, sem
verið hefir framkv.stjóri Ræktunarfélags-
ins um aldarfjórðungs skeið. Sjálfur hef-
ir hann tekið þátt í hinum daglegu störfum
á öllum tímum ársins og hafa þau oftast
orðið að sitja í fyrirrúmi en eiginlegar vís-
indalegar niðurstöður tilrauna þeirra, sem
þarna hafa verið framkvæmdar, orðið að
bíða betri tíma. Frá hendi Ólafs hafa þó
komið hagnýtar niðurstöður, varðandi þau
efni er hann hefir til meðferðar, bæði í
Ársriti Ræktunarfélagsins og annars staðar,
en þegar hann nú lætur af starfi, sem til-
raunastjóri og brýtur nýjar leiðir, þá er
vonandi að honum gefist timi og rúm til
þess að vinna úr hráefni því, er hann hefir
safnað saman í aldarfjórðung og geti úr því
mótað traustar undirstöður, sem íslenzk
jarðrækt megi í framtíðinni byggja á —
hornsteina, sem standa muni um aldur og
æfi. Ekki kæmi það á óvart þó að stuttur
tími liði, frá því að hann hefir vistaskipti
í starfi, unz frá hans hendi koma vísinda-
legar sannanir fyrir gildi ýmissa þeirra
staðreynda, sem tilraunirnar hafa sýnt.
Við þröngan kost hafa ýmiss störf verið
unnin, við óteljandi örðugleika hefir verið
að etja, og því hefir það verið vandi áhuga-
og starfsmanni, að færast ekki meira í fang
en borið varð að settu marki á hverjum
tíma.
Að baki liggur mikið starf, en starfsdag-
urinn er langur enn og þar veit ég ný verk-
efni til meðferoar starfsmanni eins og
Ólafi Jónssyni.
Og það er víst, að ráð þau, sem hann mun
færa Eyfirzkum bændum, eru byggð á lang-
vinnri reynslu en ekki á annarra hugmynd-
um eða á ágizkun. Það verður haldgóð
reynsla jarðyrkjumannsins, sem jarðyrkju-
ráðunautur Eyfirðinga boðar þeim og öðr-
um á komandi árum. G.
Starfsval og fólksflutningar
Presseburáet for Lantbruk og husstell
skrifar fyrir stuttu síðan:
Fólksflóttinn úr sveitunum — það er
sennilega rétt að nota þetta orð — veldur
stöðugt meiri og vaxandi áhyggjum. Þeg-
ar eru rörg áþreifanleg dæmi þess hver
áhrif það hefir á framlelðsluna, margur
bóndinn hefir sögu um það að segja, þegar
vinnuafl skortir. Þegar fólkið vantar, verða
verkefnir* að bíða óleyst og bóndinn verður
svo bundinn starfi sínu sem væri hann
lifandi grafinn, það eru engin skilyrði fyr-
ir hann til að hreyfa sig.
Að öðru leyti má um þetta mál segja, að
í rauninni getur það ekki verið markmið
ákveðinnar stéttar að binda hvern ein-
asta ungling sinn við ákveðið verkefni.
Æskan leitar auðvitað þangað sem hún
óskar — eða réttara sagt álítur — að bezt
sé að vera.
Það mun svo vera í reyndinni, að ýmsir
þeirra, er úr sveitinni hafa farið, kunna
vel hinurn nýju skilyrðum en aðrir una al-
drei vel utan sveitar sinnar þó að þar sé
verið langdvölum. Þá langar alltaf heim
aftur, óska að breyta um, og líta öðrum
augum á tilveruna í sveitinni eftir að þeir
hafa horfið þaðan. Allar stéttir hafa sína
kosti og sína annmarka við að etja. Oftast
er það svo, að menn sjá skuggahliðar til-
veru sinnar og starfs en sólarhlið annarra
stétta líta þeir til samanburðar. Æska bæj-