Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 37
FREYR
181
ELDAVÉLAR
Það er nú orðið langt síðan Freyr ræddi
um eldavélar og óskaði eftir að menn létu
til sín heyra um þau efni. Fáeinir sögðu
álit sitt um eina eða aðra gerð, er þeir
höfðu reynt. Meðal þeirra var Einar J.
Helgason, Holtakotum, sem sagði frá
reynslu sinni um notkun íslenzku eldavél-
arinnar, er Jóhann Fr. Kristjánsson, bygg-
ingameistari, framleiðir (Freyr, bls. 262,
1948).
í fyrra var farið fram á að Freyr aflaði
upplýsinga um ýmissar gerðir eldavéla, til
þess — ef verða mætti •— að á þeim upp-
lýsingum mætti byggja við innkaup á elda-
vélum.
Freyr hefir spurst fyrir í grannlöndum
okkar, hverjar séu niðurstöður tilrauna,
sem gerðar hafa verið til þess að staðfesta
nothæfni og gæði hinna ýmsu tegunda.
Þegar á þær er litið er það eiginlega ekki
mikið, sem við getum af þeim lært eða haft
til eftirbreytni. Eldavélarnar eru miðaðar
við ákveðnar tegundir eldsneytis, þegar þær
eru framleiddar, og hagnýting þeirra er að
sjálfsögðu fyrst og fremst háð því, að not-
að sé það eldsneyti, sem hverri vél hæfir
bezt. Annars er ekki mikill munur á hinum
ýmsu tegundum, sem nú eru á markaði,
þeim, sem annars eru nokkurs verðar. Á
þessu sviði sem öðrum er kapphlaup milli
framleiðendanna um að fullkomna vélarn-
ar.
Það skal þó sagt, að AGA-vélarnar, sem
hingað hafa verið fluttar, munu meðal
þeirra fullkomnustu, sem fáanlegar hafa
verið, en ekkert er því til fyrirstöðu að
að aðrar geti verið jafngóðar og svo má
vera að sjálfar AGA-vélarnar standi einnig
til bóta.
Sigurjón Jónsson, Hólmum í Vopnafirði,
hefir tjáð Frey, að hann eigi skozka gljá-
kolavél, sem hann telur afbragðs góða og
reynsla annarra á sömu slóðum er á þann
veg, að þessi eldavél sé eftirsóknarverð.
Það er ekkert aukaatriði hvort eldavélin er
góð eða slæm, en hitt mun mála sannast
að ekki sé mikill munur á þeim gerðum,
sem hér hafa fengizt hin síðari ár.
Væn kind veturgömul
Á sauðburði vorið 1947 fékk ær, sem Mar-
teinn Björnsson í Höskuldsstaðaseli í
Breiðdal átti, doða, og varð ekki bjargað,
en Marteini tókst að ná tveimur lömbum
hennar lifandi. Voru lömbin síðan alin
heima, en í september var öðru slátrað
og hafði það 30 pund af kjöti. Annað var
ekki vegið. — Hin systirin var á vetur sett,
og átti lamb vorið 1948. Er lamb hennar
var þriggja nátta vildi það slys til, að
hún lagðist ofan á það í húsi og lét það
lífið. Haustið 1948 var henni slátrað, og
vóg hún þá: 72 pund kjöt, 18 pund mör og
17 pund gæra. Munu fá dæmi um slíkt
frálag, við greinda aðstöðu. Ekki munu
aukabitar né sopar hafa verið taldir, en
dæmi sem þessi vekja ýmsar spurningar,
t. d.: Hver er þroskamöguleiki einstakra
stofna, ef alúð er lögð við fóðrun? og
hvenær lærir þú og ég að fóðra svona?
Marteinn Björnsson fóðraði nokkrar ær,
sem hann o. flv áttu, veturinn 1947—1948.
Allar voru þær tvílemdar vorið 1948, nema
ein. Sá, sem þetta ritar, spurði Martein
hvers vegna hann hefði fargað ánni s.l.
haust. Svar hans var: „Ég mátti ekki hugsa
til þess, að hún yrði garnaveikinni að
bráð“. Það er líka sársaukaminna að fella
gripi sína í blóma lífsins, en að sjá þá
falla úr tæringu.
En skilja það þeir, sem ábyrgð bera á
innflutningi karakulpestanna?
Ritað eftir frásögn Marteins Björnssonar,
Höskuldsstaðaseli í Breiðdal.
Páll Guðmundsson