Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 16
160
FRE YR
íkaparlegar framkvæmdir okkar eigum
við að miða stærð nýræktar okkar ár
iavert eftir getu og möguleikum til að
skapa frjósöm og fullræktuð tún, sem skili
ítrasta arði ár hvert. Tún okkar eiga að
vera svo vel uppalin, að þau þoli köld
misfelluvor án þess að þau bíði vaxtar-
hnekki við. Það er betra að eiga minna tún
íullræktað en stærra illa ræktað. — Þetta
er nú enginn vísdómur, býst ég við að
margur segi. Þetta vitum við allir. — Það
má vera, að svo sé. En þá spyr ég: Hví er
raunveruleikinn slíkur, sem víða vill
verða?
Síðastliðin 2 vor ferðaðist ég um þvert
land — næstum því, gegnum marga blóm-
iega fagra byggð. Þetta var á þeim tíma
sumars, sem sláttur hefst í venjulegum
vorgæðum. Víða leit ég falleg handaverk
bænda í húsabótum og ræktun, en of víða
sá ég hið gagnstæða — lélega hirtar, ó-
smekklegar byggingar — illa yrktar og illa
girtar eða ógirtar og yfirtroðnar nýrækt-
ir — gráar og bláar af næringarskorti og
hungurkvöl. Nýlega átti ég tal við mið-
aldra bónda, mér leizt ekki á ræktunar-
hættina hjá honum. Hann þandi það, sem
hann kallaði nýrækt, í ótal skæklum út frá
gamla túninu — hann ræsti ekki, bar eng-
en húsdýraáburð í flögin. Ég spurði hann,
hvað hann meinti msð svona ræktunar-
þenkimáta — ekki þyrfti hann að búast
við töðugrasi af þessum flötum fyrir sig
eða niðja sína. Hann brást reiður við og
kvaðst slétta til að ná í jarðræktarstyrk-
ina. Já, þarna kom það — ætli það geti
ekki skeð, að fleiri en þessi bóndi hugsi og
breyti á svipaða leið? Ég sá líka síðastlið-
ið sumar — svo grassælt sem þó sumarið
almennt var — þriggja hektara nýrækt-
srflöt tveggja ára gamla, svo aumlega
ræktaða, að um miðjan ágúst, þegar flöt-
urinn var sleginn og hirtur, skilaði hann
18 hestburðum af beintrénuðu puntrusli.
Ég sá líka aðrar nýræktir síðastliðið sum-
ar, jafn gamlar þeirri fyrrnefndu. Þær voru
þríslegnar og skiluðu næstum síbreiðu í
óll skiptin — af ágætri töðu.
Ég hefi nefnt hér tvö dæmi, sönn en
ílík. Fyrri bóndinn var að hugsa um að
grípa krónuna í buddu sína í snatri —
hann vildi heimta daglaun að kveldi, er
iéleg reyndust þó. Síðari bcndinn bar rækt-
unarhugsjón í brjósti — hann gerði hvort
iveggja í senn, að rækta fyrir nútíð og
í'ramtíð — hann heimti líka mun ríflegri
daglaun strax að kveldi en sá fyrrnefndi
grunnhyggni bóndi. Hann skildi, að til þess
að geta gert háar kröfur til afkasta mold-
arinnar, þarf með alúð og fullum skiln-
ingi mikið á móti að leggja. En hann hlaut
lika allt í senn: fjármuni, sóma og ham-
mgju ræktunarmannsins. Það er leitt, að
þannig skuli oft til takast með okkur menn-
ina, líka suma bændurna, að hugsa gjarna
á sömu lund sem fyrrnefndi bóndinn —
hugsa of mikið um peninga — peninga
strax í hendi fyrir unnið verk. Peningar
eða fjármunir eru góðir hlutir, en það er
síður en svo, að með þeim sé allt fengið.
Það er gleði þeirrar hamingju, sem veitist
íyrir vel unnin nytsemdarverk, er fullt
gildi hafa fyrir okkur og eftirkomendurna,
sem keppa ber að. Og enginn getur hlotið
rannari gleði af starfi en bóndinn, rækt-
unar- og umbótamaðurinn, sem breytir
móum og mýrlendi í gróandi, gjöfula jörö,
— bóndinn, sem finnur sig í samstarfi við
hinn mikla guð gróandans og sköpunar-
innar.
Mér koma í hug orð sænska skáldsins
S. E. Salje. Hann segir: „Peningunum er
gjarnt til að ræna bóndann því, sem bezt
er — réttu skyni á hinum rísandi nýgræð