Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 15
FREYR 159 að menning væri í flestum tilfellum hug- tak, nátengt peningum eða fjáröflun. Enda þótt vitað sé, að þetta tvennt geti saman farið, þá mun hitt tíðara, að fjár- öflun og menning reynist sitt hvað. Menn- ingarhugsjón er svo bezt einhvers verð, að sýni sig í þrauthugsuðum, taumföstum '’éttverknaði. Það á ekki síður við um íæktunarhugsjónina en aðrar hugsjónir. Hún á að gera okkur meiri menn, betri menn, þroskaðri og hamingjusamari í lífs- starfi. — Kolbeinn skáld úr Kollafirði seg- ir á þá leið í nýortu erfiljóði eftir öðlings bónda: „Norræn bæði og kristin kenning, kjarni var í bóndans menning“. Það er einmitt þetta, sem við bændur og leiðbeinendur okkar þurfum stöðugt að hafa í huga í okkar margbreytta starfi. Við þurfum að þroska okkur til þess skilnings að geta fellt saman í búskaparlegri breytni okkar það gamla og farsæla, — það, sem löng, búskaparleg reynsla okkar og ann- arra hefir fært okkur sanninn um, að rétt eé og sígilt — við það, sem gott er og bless- að í nýbreytinni, sem nú gerist bæði marg- háttuð og stórstíg. Við, eldri bændur þessa iands, sem búnir erum að glíma við bú- skaparleg viðfangsefni í 40—50 ár, höfum lifað tvenna tímana og þreifað okkur íram úr skugga frumstæðra búhátta og stöndum nú í ljósi hins nýja tíma. Okkur er e.t.v. vorkunn nokkur, þótt okkur finn- ist sem ofbirta falli í augu. Við þurfum dálítinn tíma til umþenkingar á því, hvort allt þetta nýja, sem nútíminn prísar skil- yrðislaust, eigi allt lofið skilið. Ég ætla ekki með þessum línum að fara út í neinn samanburð á búskaparháttum og búskaparaðstöðu hins nýja og gamla címa, enda mundi sá samanburður skip- ast um flest á þann veg, að hinn nýi tími stæði sigri hrósandi i túni og við bóndans bæ. E.t.v. er það fyrir það, að ég er að verða gamall, að ég hefi löngun til að stynja því upp, að mér finnst sem þróun- in — sum framförin, sem í eðli sínu er iofsverð og lífsnauðsynleg, vera fullör eða stórstíg — ekki nægilega glöggt skilin býðing hennar og markmið fyrir nútíð og í'ramtíð. Og kem ég þá þar aö, sem vera átti meginhugsun þessara lína, það er moldarhyggjan, jarðræktin, þó aðallega túnræktin. Það er sízt, að almennan áhuga skorti hjá íslenzkri bændastétt til aukinn- ar túnstærðar — vaxandi véltækra landa, en bak við ræktunarhyggjuna þarf að búa rá réttskilningur, er haldbær reynist kom- andi tímum. En því ver mun því of víða þann veg farið með hin víðáttumiklu slétt- lendi, að þau eru bóndanum, sem gera þau, hvorki hagsbót né sómi — eru lítilsvirði fyrir nútíð og framtíð. Sannleikurinn er sá, að nokkuð af því nýræktarflaustri, sem nú er framkvæmt, er engin ræktun — hef- ir ekkert sér til ágætis annað en að vera slétt eða véltækt land — og varla það stundum. Marga veit ég halda því fram, að þótt ræktunarland sé ófrjótt og illa ræst og þótt enginn húsdýraáburður sé of- an í það herfaður, geti það sprottið vel við yfirburð útlends áburðar. Veit ég það, að opp má spana nokkurt gras í góðæri úr daufri, magurri mold, með árlegum yfir- austri margra tegunda rándýrs gerfi- áburðar, sem er vafasamur til jarðþrifa og fóðurhollustu, þegar til lengdar lætur, sé ekkert meðlag fram borið af húsdýra- áburði. Enda mun það oft henda bónda, er þannig býr fyrstu gerð ræktunar sinn- ar, að spara einnig árlegan yfirburð. Nei, það eru ekki þannig tún, sem við eigum að skapa. Eins og allar aðrar bú-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.