Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 18
162
FRE YR
ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON:
Ferguson
landhúnaðarvélar
Segja má, að ekkert hafi valdið jafn stór-
felldum breytingum á sviði landbúnaðar-
ins og vélaaflið, sem nú er æ meir tekið í
þjónustu hans hér á landi. Svo stórt skref,
sem stigið var, þegar horfið var frá hand-
aflinu til hestknúnu vélanna, er skrefið frá
hestknúnu vélunum til hreyfilknúinna
véla ennþá stærra.
Síðan síðustu heimsstyrjöld lauk hefir
innflutningur véla til landbúnaðar verið
geysi mikill, en tæki þessi hafa að sjálf-
sögðu verið nokkuð misjöfn að gerð og
gæðum eins og ávallt vill verða.
Eitt af því nýjasta á þessu sviði, sem
komið hefir, og nú er að koma til landsins,
er Ferguson-dráttarvélin og landbúnaðar-
vélar þær, sem henni geta fylgt.
Ferguson-dráttarvélin er knúin 24 hest-
afla benzínhreyfli af svokallaðri fjór-
gengisgerð. Rafknúinn ræsihreyfill er við
hreyfilinn og er tengingu straumsins til
ræsihreyfilsins svo haganlega fyrir komið,
að ekki er hægt að ræsa, ef hreyfillinn
stendur í tengslum við drifbúnað vélarinn-
ar. Sjálfvirkur gangráður er á hreyflinum,
sem heldur snúningshraða hans jöfnum,
enda þótt álagið kunni að vera mjög mis-
jafnt. Er hægt á þennan hátt að stilla
snúningshraða hreyfilsins allt frá 400 upp
í 2500 snúninga á mínútu.
Stjórntækjum öllum er mjög haganlega
komið fyrir nálægt sæti ökumannsins.
Hemlarnir eru á afturhjólum vélarinnar,
svokallaðir innri hemlar í lokuðum hemla-
skálum. Hemlunum er stjórnað með helmla-
pedulunum, sem eru þrír, liggja tveir þeirra
sinn hvoru megin aftur með bol vélarinn-
ar, og er sinn þeirra fyrir hvort hjól, er
Mykjudreijari og ámokstursskójla.
Amokstursskójlan er jull og verið
að aka henni jrá haugnum að
mykjudreijaranum, þar sem hvoljt
er úr henni.