Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 29

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 29
FREYR 173 fyrr sem sáð er þeim mun meiri líkur eru til þess að kálið sé orðið vel vaxið um eða úr miðjum ágúst, þegar þörf er á að byrja að gefa kúnum fóður með beitinni, en þess mun víðast þörf því að þá fara grös að tréna, og skepnurnar gefa ekki afurðir eins og þær gætu ef fóðrið væri nóg og gott. Það er æskilegt — jafnvel nauösynlegt — að landið sé vel unnið og sé ekki illgresi í því, eða í það flutt með búfjáráburðinum, þá má gera ráð fyrir að mjög sé auðvelt að hirða kálið. Þegar þess er getið, að grannar okkar fái 6—7 þúsund fóðureiningar af hektara þá má bæta því við, að m'nna má nú gagn gera og ég vil ekki ætla að svo mikil upp- skera fáist hér, en sé gert ráð fyrir 5000 fóðureiningum ætla ég það ekki of lágt. Dæmi ég þar af hliðstæðum gróðri og ná- skyldum, gulrófunum, en af þeim fáum við því nær eins mikla uppskeru, þegar rétt er að farið við ræktun þeirra, eins og frænd- ur okkar fá á svipuðu breiddarstigi. Og fóðurkál og gulrófur eru jurtir, sem þurfa nijög lík vaxtarskilyrði, að því er snertir jarðveg, áburð, hitastig og vatnsmagn. Póðurkálið á að nota fyrst og fremst með beitinni og þá auðvitað allt haustið. En ekkert er til fyrirstöðu að það geti enzt fram á vetur. Það má slá með ljá eða vél, færa saman í sæti og taka svo úr þeim nokkuð fram eftir vetri. Norðmenn hafa gefið fóðurkál úr slíkum sætum allt fram í marzmánuð, með ágætri útkomu. Sé mikið ræktað má einnig gera vothey af fóðurkáli, en tæpast tekst það svo að í lagi verði nema það sé saxað með við- eigandi vélum, en þær eru svo fáar hér á landi enn, að ekki þarf að gera ráð fyrir því, enda má telja viðeigandi að byrja ekki ræktunina almennt í stærri stíl en svo, að fóðurkálið nægi með haustbeitinni fram undir veturnætur. Hverri kú má gefa 30—40 kg. af fóður- káli á dag, þá þarf — segjum 2 smálestir handa hverri kú yfir mánuðina septem- ber-október, eða 34 kg. á dag í 60 daga, en það svarar til um það bil 200 fóðureining- um eða, ef gert er ráð fyrir 5000 fóðurein- ingum af ha þá nemur það 50 fóðureining- um af hverjum 100 fermetrum. Hverri kú bæri því að ætla 400 fermetra land með fóðurkáli til þess að hafa nægilegt með haustbeitinni. En ekkert gerði til þó að meira væri svo að það ent'st ögn fram á vetur. Það varðar ekki litlu fyrir bóndann, að öflun fóðursins og hagnýting þess sé sem fyrirhafnarminnst og kostnaðarminnst. Fóðurkálið krefst meiri vinnu en grasið, en það gefur líka langtum meiri uppskeru ef rétt er að farið, svo að líklegt er að fóðure-'ningin í fóðurkálinu reynist ódýr- ari en í grasi, en of snemmt er þó að full- yrða nokkuð um það, reynslan verður að skera úr á því sviði eins og viðar. Vegna þeirra, sem ekki eiga nr. 21—22 af Frey, 1948, skal hér endurtekið það sem þar var fyrirskrifað um áburðarmagn, en það þarf að minnsta kosti á hverja 1000 fermetra: 4—5 smálestir haugur. 30—40 kg. super- fosfat eða tilsvarandi af þrífosfati. 20—30 kg. 40% kalíáburður. 30—40 kg. saltpétur (kalksaltp.) eða tilsvarandi af öðrum köfn- unarefnisáburði. Þetta er mikið áburðarmagn, það skal játað, en uppskeran verður eftir þvi, trén- uð og lítil ef illa er á borið, en mikil og góð þegar vel er við gert. Þess skal að lokum getið, að ekki eru all-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.