Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 34

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 34
178 F'REYR KARTÖFLUR: Brennisteinssúrt ammoníak er heppi- legasti N-áburðurinn fyrir kartöflur, en ammoníak saltpétur næst beztur. Brenni- steinssúrt kalí er betri áburður en kalí 60% fyrir kartöflur. ÁBURÐUR Á 100 FERMETRA: ^ 3 »0 '».'5 Með 500 kg. búfjnr úburOi 0 4. Í iL3 Brsts. annnoníak 8 kg. •J,ö kg. Llvkcrt (ammoníak- saltpútur) (5 kg.) (2 kg) Þrífosfat f V2 kg 2,5 kg. 2 kg. Brsts. kalí f/2 ks- 2 1,5 kg. Ef mikið var borið af búfjáráburði í garðinn í fyrra, má draga úr N-skammt- inum í ár. Gefið arfanum aldrei tóm tii að spretta, Þar sem tröllamjöl er notað gegn arfa, má bera 2 til 2,5 kg. á 100 mr, en varast skal að nota óhóflega mikið af þessu efni. Dreifa skal áður en kartöflugrösin koma upp. RÓFUR: Áburðarskammtur eins og í kartöflu- garða nema lítilsháttar meira af kalí. Spurningar og svör Sp. 20. Er hægt að fá ræktunarlán og með hvaða skilyrðum eru þau? N. Ó. Svar: Samkvæmt lögum um Ræktunarsjóð má veita úr honum lán til jarðabóta gegn 2i/2% vöxtum til 10—25 ára. Lán má veita með þessum skilyrðum til styrkshæfra jarðabóta og má lánsfjárupphæð nema allt að 30% af matsverði jarðabóta þeirra, sem lánið er veitt tii. Sp. 21. Má ekki hafa votheysgryfju 3,5 m á breidd þó að hún sé ekki nema 5 m á hæð? N. Ó. Svar: Ef aðstaða leyfir ekki meiri dýpt en 5 m þá má hún vera þannig, en betri mundi hún 7 m á dýpt en aðeins 3,0 m í þvermál. 6,5 m djúp gryfja, 3 m í þvermál, mundi rúma sama magn og sú sem er 5 m á dýpt og 3,5 m breið. Sp. 22. Hvernig væri bezt og ódýrast þak á fjárhúsi. Mundi asbestþak vera gott með sléttu asbesti innan á langböndum, stopplaust? Jón. Svar: Án efa hafa flestir gert of mikið að því að fá fjárhúsin hlý. Á Hólum í Hjaltadal eru fjárhús með járnþaki á langböndum og opin þakhrygg, í gegnum hann fer fram nægileg loftræsting. Þakið er bara úr einföldu járni; eflaust gæti það eins vel verið báru-as- best. Kristján skólastjóri telur þetta fyrir- komulag betra en annað, sem hann hefir kynnzt. Sp. 23. Mundi ekki vera góðir fj árhúsveggir eins og sagt er frá í Búfræðingnum 1948, um fyrirmyndarfjósið á Ási í Noregi? Jón. Svar: Um veggjagerö í fjárhúsum skal ekki fullyrt hvað bezt er en á því leikur nokkur vafi, hvort útveggi þarf að einangra, en líkur eru til þess að það sé óþarfi ef vel er loftræst.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.