Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 5

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 5
FRE YR 149 Jega þarf til þess að skapa liæfilegt fóður- magn handa þeim bústofni. Það er ekki staðhæfing Ólafs Jónssonar að þetta sé svona, eða að hann hafi kennt þeim þessa búskaparaðferð, heldur er það staðreynd, sem undirritaður hefir orðið á- skynja á ferðum um Eyjafjörð síðustu árin. Um eitt skeið voru gerðar tilraunir með fiskimjöl, hvalmjöl og síldarmjöl til áburð- ar. Þær sýndu að nefndar mjöltegundir hafa verulegt áburðargildi, en þær sýndu iíka, að mjölið er allt of dýrt að nota til áburðar, en það er líka hagnýt niðurstaða. Þá skal greina tilraunir með búfjáráburð, sem gerðar hafa verið, og af niðurstöðum, sem sérstaklega vöktu eftirtekt má nefna hagnýtingu mykjunnar.sem borin var undir plógstrengi. Við samanburð á afrakstri af því landi og svo hinu, þar sem mykjan var borin á eins og venja er, var eftirtekjan svo langtum meiri þar sem borið var undir, að engan samanburð þoldi. Skoðanir manna hafa löngum verið mjög skiptar um hvenær bezt er að bera á tún- in. Hjá Ræktunarfélaginu hefir fjöldi til- rauna verið gerður til þess að fá úr þessu leyst og má nefna niðurstöður, sem þar hafa fengizt: a. Þrag, flutt á tún milii slátta, að hausti, vetri og vori, sýndi, að haustdreifingin var jafn bezt (vissust eftirtekja) þá vorbreiösla, dreifing milli slátta gaf sæmilega eftirtekju en vetrarbreiðsla er hæpin ráðstöfun. Yfirleitt má segja, að tilraunirnar hafi sannað, að ekki er rétt að flytja þvag á frosna jörð. b. Hliðstæðar tilraunir með mykju hafa verið gerðar, þó að undanskilinni breiðslu milli slátta, og má telja að árangurinn hafi verið í samræmi við niðurstöður þvagdreifingar, beztur eftir haustbreiðslu, varla eins öruggur þegar um vorbreiðslu var að ræða en vetrarbreiðslan sízt. Þess ber að geta í þessu sambandi, að vorbreiðslan kemur að minnstu gagni í þurrum vor- um, en þau eru ekki óalgeng norðan- lands. Það er auðskilið mál, að 25 ára tilraunir með tilbúinn áburð, sem hagað hefir verið á ýmsa vegu, hafa gefið æði mislit svör, já- kvæð eða neikvæð eftir atvikum, eftir því sem um var spurt í tilraununum. Sumar þeirra hafa staðið í aðeins fá ár, svo sem t. d. þær, er vörðuðu sjaldgæfar áburðar- tegundir, sem flutzt hafa til landsins í litlum mæli og sjaldan. Á mismunandi skammta tilbúins áburðar hefir þegar verið minnzt. Tilraunir, varðandi hinar einstöku tegundir, hafa líka verið til meðferðar og má í fám orðum geta hinna merkustu: 1. Köfnunarefnisáburður af ýmsu tagi hefir verið reyndur. Um niðurstöðurnar má segja, að þegar notaður hefir verið jafnstór skammtur N (köfnunarefni) á graslendi hefir naumast verið um að ræða mismun á uppskerunni, sem ætti rót sína að rekja til þess að ein tegund var notuð fremur en önnur, þegar um algengar N-áburð er að ræða. Hins má geta í þessu sambandi, að það hefir sýnt sig áþreifanlega, að ammóníum- súlfat (í daglegu tali kallað brenni- steinssúrt ammóíak) er eftirsóknarvert í kartöflugarða af því að það takmark- ar kláða á kartöflunum. Það lækkar sýrustig jarðvegsins, sé það notað til lengdar en kartöflur virðast þola þótt pH nálgist 6, að minnsta kosti. 2. Fos/órsýru-áburðartilraunir eru á með- al þeirra, sem sýnt hafa eftirtektar- verðastan árangur hjá Ræktunarfélag- inu. Má þar fyrst telja tilraunir, sem staðið hafa samfleytt í 11 ár með engan fosfóráburð samanborið við ýmissar tegundir fosfóráburðar. Geta ber þess, að tilraunir hafa ekki sýnt mismun sem bendi á að ein tegund fos- fóráburðar sé annarri betri, af þeim sem reyndar hafa verið, en samanburð- ur á þeim reitum, sem engan fosfór- áburð hafa fengið og hinum, sem hans hafa notið, hafa ekki leitt í Ijós fosfór- sýruskort fyrstu árin, þegar tilraunin var gerð á gamalræktuðu landi. Eftir 2—3 ár fóru að koma í ljós einkenni, sem bentu á fosfórskort á graslendi og nam uppskerurýrnunin þá allt að 15%, það er að segja að 10—-12 hestburðum minna fékkst af ha þegar miðað var

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.