Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 6
212 FRE YR eða . samþykkta sambandsins, sem þá er tekið upp í stað svara, þar sem til er vís- ao. En þar er víða um langt mál að ræða og varð því í sumum tilfellum að taka að- eins útdrátt. Spumingu nr. 7 er ekki svar- að. En spurningum 1—4 og 10—17 er öll- um svarað og koma svörin hér í beinni þýðingu á eftir viðeigandi spurningum.*) Svar við spurningu nr. 17 er mjög ítarlegt og skal hér sérstaklega vakin athygli á því. S. F. 1. spurning: Hvenær var samband yðar stofnað? Svar: Árið 1896. 2. spurning: Ná samtökin yfir allt land- ið? Svar: Já. 3. spurning: Eru bændur í sambandinu án tillits til þess, hvort þeir reka stórbú- skap eða smábúskap? Svar: Já. 4. spurning: Hve mörg % bænda eru með- limir samtakanna? Svar: Kringum y3 þeirra bænda, sem hafa meira en y2 hektara af ræktuðu landi. Auk þess eru í sambandinu um 30 þúsund sveitafólks, konur og karlar, sem ekki eru búendur. Enn fremur ýmsir einstaklingar, sem starfa á vegum landbúnaðarins. Þá eru og flest stétta- og hagsmunafélög landbúnaðarins meðlimir í sambandinu, en félagar í þeim geta ekki orðið beinir félagar í Norges Bondelag. 5. spurning: Hvernig er uppbygging sam- takanna? Eru þau byggð á bændafélögum í hverri sveit og félagasamböndum, er bændafélögin mynda? *) Sveinn Tryggvason þýddi svörin. Hvernig er kosningafyrirkomulagið? Ákvæði um þessi atriði og margt ann- að mun vera að finna í samþykktum(starfs- reglum) sambandsins og væri oss því mikil þökk á að fá eintak af þeim. Svar: Hvert héraðssamband kýs á sam- eiginlegan ársfund Norges Bondelag 1 full- trúa fyrir hverja 700 félagsmann. Auk þess mæta á ársfundi fulltrúar frá héraðssam- böndum kvenfélaga og héraðssamböndum ungmennafélaga í sveitum, 1 frá hvoru sambandi. Á ársfundi Norges Bondelag eru kosnir 11 fulltrúar í trúnaðarráð (representant- skap). Einnig er á ársfundinum kosin 6 manna stjórn til tveggja ára, nema for- maðurinn til eins árs. í trúnaðarráði eiga sæti, auk þeirra, sem kosnir eru á ársfund- inum, 10 fulltrúar kjörnir af ýmsum helztu hagsmuna- og afurðasölufélögum land- búnaðarins, s. s. Sambandi norskra mjólk- urframleiðenda, landssambandi kjötfram- leiðenda, kvenfélagasambandinu, loðdýra- ræktarfélaginu o. fl. 6. spurning: Hvernig aflar sambandið sér tekna? Svar: Norges Bondelag fær tekjur sínar, sem hér segir: a) Með skatti á ræktað og óræktað land, sem bændurnir greiða, og fer upphæð skattsins eftir stærð landsins. b) Bein félagsgjöld eru lögð á karla og konur í sveitum, sem ekki eru búendur. Skiptast þau þannig, að Norges Bondelag fær 85% af gjaldinu en afgangurinn geng- ur til héraðssambanda og félagsdeilda í einstökum sveitum. c) Árgjöldum frá einstaklingum, sem ekki vinna að landbúnaði en eru þó með- limir í sambandinu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.